Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Segja hæfnismat vegna seðlabankastjóra gallað

Sjö af um­sækj­end­um um stöðu seðla­banka­stjóra hafa and­mælt mati hæfn­is­nefnd­ar. Ekki hafi ver­ið tek­ið til­lit til stjórn­un­ar­hæfi­leika og þess stóra verk­efn­is að sam­eina Seðla­bank­ann og Fjár­mála­eft­ir­lit­ið.

Segja hæfnismat vegna seðlabankastjóra gallað

Að minnsta kosti sjö af umsækjendum um stöðu seðlabankastjóra hafa andmælt mati hæfnisnefndar á umsækjendunum. Telja þeir að nefndin hafi ekki gætt jafnræðis umsækjenda og hafi hunsað þær breytingar sem verða á starfinu við sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Umsækjendurnir telja verulega vankanta á málsmeðferð nefndarinnar og segja að stjórnunarhæfileikar hafi lítið sem ekkert verið ræddir í viðtölum við þorra umsækjenda. Aðeins fimm umsækjendur voru boðaðir í framhaldsviðtal þar sem stjórnunarhæfileikar voru ræddir og telja umsækjendur að jafnræðisregla hafi verið brotin með því að fá ekki tækifæri til að ræða það atriði. Nefndin hafi því ekki gert heildstæðan samanburð á umsækjendum.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun velja nýjan seðlabankastjóra úr hópi umsækjenda í júlí. Fjórir voru metnir mjög vel hæfir, þeir Arnór Sighvatsson, Ásgeir Jónsson, Gylfi Magnússon og Jón Daníelsson. Þá voru Gunnar Haraldsson, Gylfi Arnbjörnsson, Katrín Ólafsdóttir, Sturla Pálsson og Sigurður Hannesson metin vel hæf. Loks voru Ásgeir Brynjar Torfason, Jón Gunnar Jónsson og Vilhjálmur Bjarnason metnir hæfir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár