Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Segja hæfnismat vegna seðlabankastjóra gallað

Sjö af um­sækj­end­um um stöðu seðla­banka­stjóra hafa and­mælt mati hæfn­is­nefnd­ar. Ekki hafi ver­ið tek­ið til­lit til stjórn­un­ar­hæfi­leika og þess stóra verk­efn­is að sam­eina Seðla­bank­ann og Fjár­mála­eft­ir­lit­ið.

Segja hæfnismat vegna seðlabankastjóra gallað

Að minnsta kosti sjö af umsækjendum um stöðu seðlabankastjóra hafa andmælt mati hæfnisnefndar á umsækjendunum. Telja þeir að nefndin hafi ekki gætt jafnræðis umsækjenda og hafi hunsað þær breytingar sem verða á starfinu við sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Umsækjendurnir telja verulega vankanta á málsmeðferð nefndarinnar og segja að stjórnunarhæfileikar hafi lítið sem ekkert verið ræddir í viðtölum við þorra umsækjenda. Aðeins fimm umsækjendur voru boðaðir í framhaldsviðtal þar sem stjórnunarhæfileikar voru ræddir og telja umsækjendur að jafnræðisregla hafi verið brotin með því að fá ekki tækifæri til að ræða það atriði. Nefndin hafi því ekki gert heildstæðan samanburð á umsækjendum.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun velja nýjan seðlabankastjóra úr hópi umsækjenda í júlí. Fjórir voru metnir mjög vel hæfir, þeir Arnór Sighvatsson, Ásgeir Jónsson, Gylfi Magnússon og Jón Daníelsson. Þá voru Gunnar Haraldsson, Gylfi Arnbjörnsson, Katrín Ólafsdóttir, Sturla Pálsson og Sigurður Hannesson metin vel hæf. Loks voru Ásgeir Brynjar Torfason, Jón Gunnar Jónsson og Vilhjálmur Bjarnason metnir hæfir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Við erum að virkja fyrir peningana sem okkur langar í“
6
Viðtal

„Við er­um að virkja fyr­ir pen­ing­ana sem okk­ur lang­ar í“

Odd­ur Sig­urðs­son hlaut Nátt­úru­vernd­ar­við­ur­kenn­ingu Sig­ríð­ar í Bratt­holti. Hann spáði fyr­ir um enda­lok Ok­jök­uls og því að Skeið­ará myndi ekki ná að renna lengi í sín­um far­vegi, sem rætt­ist. Nú spá­ir hann því að Reykja­nesskagi og höf­uð­borg­ar­svæð­ið fari allt und­ir hraun á end­an­um. Og for­dæm­ir fram­kvæmdagleði Ís­lend­inga á kostn­að nátt­úru­vernd­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár