Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Segja hæfnismat vegna seðlabankastjóra gallað

Sjö af um­sækj­end­um um stöðu seðla­banka­stjóra hafa and­mælt mati hæfn­is­nefnd­ar. Ekki hafi ver­ið tek­ið til­lit til stjórn­un­ar­hæfi­leika og þess stóra verk­efn­is að sam­eina Seðla­bank­ann og Fjár­mála­eft­ir­lit­ið.

Segja hæfnismat vegna seðlabankastjóra gallað

Að minnsta kosti sjö af umsækjendum um stöðu seðlabankastjóra hafa andmælt mati hæfnisnefndar á umsækjendunum. Telja þeir að nefndin hafi ekki gætt jafnræðis umsækjenda og hafi hunsað þær breytingar sem verða á starfinu við sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Umsækjendurnir telja verulega vankanta á málsmeðferð nefndarinnar og segja að stjórnunarhæfileikar hafi lítið sem ekkert verið ræddir í viðtölum við þorra umsækjenda. Aðeins fimm umsækjendur voru boðaðir í framhaldsviðtal þar sem stjórnunarhæfileikar voru ræddir og telja umsækjendur að jafnræðisregla hafi verið brotin með því að fá ekki tækifæri til að ræða það atriði. Nefndin hafi því ekki gert heildstæðan samanburð á umsækjendum.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun velja nýjan seðlabankastjóra úr hópi umsækjenda í júlí. Fjórir voru metnir mjög vel hæfir, þeir Arnór Sighvatsson, Ásgeir Jónsson, Gylfi Magnússon og Jón Daníelsson. Þá voru Gunnar Haraldsson, Gylfi Arnbjörnsson, Katrín Ólafsdóttir, Sturla Pálsson og Sigurður Hannesson metin vel hæf. Loks voru Ásgeir Brynjar Torfason, Jón Gunnar Jónsson og Vilhjálmur Bjarnason metnir hæfir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár