Það er svolítið með mig og súkkulaði eins og með kampavín og Frú Bollinger. Ég borða súkkulaði þegar ég er glöð, þegar ég er leið, stundum borða ég það ein og í félagsskap þykir mér það ómissandi ... Þessi frægu orð frú Bollinger um kampavín má auðveldlega heimfæra á súkkulaði og þó að ég hefði ekkert á móti kampavíni sem oftast eru súkkulaðikaup vissulega mun hagkvæmari. Ég og súkkulaði höfum átt langa og farsæla samleið og nú síðustu ár hef ég lagt mig í líma við að þefa uppi súkkulaðiverslanir í hverri einustu borg sem ég heimsæki og eins að tæma þar hillur stórverslana af súkklaði ýmiss konar.
Í Frakklandi heimsótti ég eitt sinn súkkulaðisafn, hérlendis hef ég farið á konfektnámskeið og eitt sinn át ég mig í gegnum Brussel heila helgi. Enn hef ég ekki þorað að stíga fæti mínum inn fyrir landamæri Sviss enda má Guð vita hvað …
Athugasemdir