Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fjármálaáætlun samþykkt: Bæta kjör öryrkja minna en til stóð vegna niðursveiflunnar

Stjórn­ar­meiri­hlut­inn ætl­ar að fyr­ir­byggja halla­rekst­ur rík­is­ins og trappa nið­ur upp­bygg­ingu vel­ferð­ar­kerf­is­ins vegna sam­drátt­ar­ins.

Fjármálaáætlun samþykkt: Bæta kjör öryrkja minna en til stóð vegna niðursveiflunnar

Meirihluti fjárlaganefndar vill að dregið verði úr útgjaldavexti almannatrygginga um tvo milljarða á tímabili fjármálaáætlunar miðað við það sem áður var gert ráð fyrir í framlagðri áætlun ríkisstjórnarinnar. 

Útgjöld til samgöngu- og fjarskiptamála verða 3 milljörðum lægri en til stóð, útgjöld til framhaldsskólastigsins lækka um rúman milljarð og útgjöld til heilbrigðismála um 3,5 milljarða. 

Þetta er á meðal þess sem tillögur nefndarmeirihlutans til breytinga á áætluninni bera með sér. Tillögurnar voru samþykktar við afgreiðslu fjármálaáætlunar á Alþingi í kvöld.

Skerðingarmörk barnabóta verða hækkuð í takt við fyrirheit sem gefin voru við gerð lífskjarasamninga. Fyrir vikið verður útgjaldaaukningin á sviði fjölskyldumála fimm milljörðum meiri en áður stóð til.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði nýlega fram endurskoðaða fjármálastefnu vegna breyttra efnahagsaðstæðna. Um leið boðaði ríkisstjórnin að ráðast þyrfti í aðhaldsaðgerðir til að koma í veg fyrir að ríkissjóður yrði rekinn með halla. Mun þetta að hluta til bitna á fólki sem reiðir sig á almannatryggingakerfið í þeim skilningi að kjör þess verða bætt minna á næstu árum en ríkisstjórnin hafði gefið fyrirheit um þegar fjármálaáætlun var fyrst kynnt.

Fjármálaráð, ráðgefandi sérfræðingahópur um opinber fjármál, hefur varið við því að samdrátturinn í íslensku efnahagslífi kunni að verða skarpari og lengri en búist var við. Af umfjöllun sem fram kemur í umsögn ráðsins um breytta fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar má ráða að sérfræðingarnir hafi efasemdir um þá ákvörðun stjórnvalda að hvika hvergi frá þeim stífu fjármálareglum laga um opinber fjármál á samdráttartímunum sem framundan eru. „Bent skal á að ábyrgð hvílir á stjórnvöldum varðandi þá ákvörðun að nýta ekki heimild laga til að víkja tímabundið til hliðar þeim tölulegu skilyrðum sem 7. gr. laga um opinber fjármál setur. Verði hagþróunin verri en ráð er fyrir gert gæti slíkt eitt og sér kallað á nýja endurskoðun,“ segir í umsögninni.

Ríkisstjórnin telur hins vegar mikilvægt að „varna því að í starfsemi hins opinbera myndist halli og lánsfjárþörf“ eins og það er orðað í greinargerð tillögu til breyttrar fjármálastefnu. Gildir þá einu þótt lánakjör ríkissjóðs hafi aldrei verið jafn góð og nú, en nýlega gaf ríkissjóður út skuldabréf í evrum á hagstæðustu vöxtum í sögu lýðveldisins. 

„Breytingartillögur meiri hlutans eru af ýmsum tilefnum en eiga sammerkt að þeim er ætlað að tryggja að afkomumarkmið nýrrar fjármálastefnu séu uppfyllt með samsvarandi breytingum á fjármálaáætlun,“ segir í nefndaráliti frá meirihluta fjárlaganefndar. „Þrátt fyrir spár um samdrátt í landsframleiðslu er gert ráð fyrir að heildarafkoma opinberra aðila verði lítillega jákvæð á árinu og afgangurinn hækki sem hlutfall af vergri landsframleiðslu á næstu árum.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár