Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fjármálaáætlun samþykkt: Bæta kjör öryrkja minna en til stóð vegna niðursveiflunnar

Stjórn­ar­meiri­hlut­inn ætl­ar að fyr­ir­byggja halla­rekst­ur rík­is­ins og trappa nið­ur upp­bygg­ingu vel­ferð­ar­kerf­is­ins vegna sam­drátt­ar­ins.

Fjármálaáætlun samþykkt: Bæta kjör öryrkja minna en til stóð vegna niðursveiflunnar

Meirihluti fjárlaganefndar vill að dregið verði úr útgjaldavexti almannatrygginga um tvo milljarða á tímabili fjármálaáætlunar miðað við það sem áður var gert ráð fyrir í framlagðri áætlun ríkisstjórnarinnar. 

Útgjöld til samgöngu- og fjarskiptamála verða 3 milljörðum lægri en til stóð, útgjöld til framhaldsskólastigsins lækka um rúman milljarð og útgjöld til heilbrigðismála um 3,5 milljarða. 

Þetta er á meðal þess sem tillögur nefndarmeirihlutans til breytinga á áætluninni bera með sér. Tillögurnar voru samþykktar við afgreiðslu fjármálaáætlunar á Alþingi í kvöld.

Skerðingarmörk barnabóta verða hækkuð í takt við fyrirheit sem gefin voru við gerð lífskjarasamninga. Fyrir vikið verður útgjaldaaukningin á sviði fjölskyldumála fimm milljörðum meiri en áður stóð til.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði nýlega fram endurskoðaða fjármálastefnu vegna breyttra efnahagsaðstæðna. Um leið boðaði ríkisstjórnin að ráðast þyrfti í aðhaldsaðgerðir til að koma í veg fyrir að ríkissjóður yrði rekinn með halla. Mun þetta að hluta til bitna á fólki sem reiðir sig á almannatryggingakerfið í þeim skilningi að kjör þess verða bætt minna á næstu árum en ríkisstjórnin hafði gefið fyrirheit um þegar fjármálaáætlun var fyrst kynnt.

Fjármálaráð, ráðgefandi sérfræðingahópur um opinber fjármál, hefur varið við því að samdrátturinn í íslensku efnahagslífi kunni að verða skarpari og lengri en búist var við. Af umfjöllun sem fram kemur í umsögn ráðsins um breytta fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar má ráða að sérfræðingarnir hafi efasemdir um þá ákvörðun stjórnvalda að hvika hvergi frá þeim stífu fjármálareglum laga um opinber fjármál á samdráttartímunum sem framundan eru. „Bent skal á að ábyrgð hvílir á stjórnvöldum varðandi þá ákvörðun að nýta ekki heimild laga til að víkja tímabundið til hliðar þeim tölulegu skilyrðum sem 7. gr. laga um opinber fjármál setur. Verði hagþróunin verri en ráð er fyrir gert gæti slíkt eitt og sér kallað á nýja endurskoðun,“ segir í umsögninni.

Ríkisstjórnin telur hins vegar mikilvægt að „varna því að í starfsemi hins opinbera myndist halli og lánsfjárþörf“ eins og það er orðað í greinargerð tillögu til breyttrar fjármálastefnu. Gildir þá einu þótt lánakjör ríkissjóðs hafi aldrei verið jafn góð og nú, en nýlega gaf ríkissjóður út skuldabréf í evrum á hagstæðustu vöxtum í sögu lýðveldisins. 

„Breytingartillögur meiri hlutans eru af ýmsum tilefnum en eiga sammerkt að þeim er ætlað að tryggja að afkomumarkmið nýrrar fjármálastefnu séu uppfyllt með samsvarandi breytingum á fjármálaáætlun,“ segir í nefndaráliti frá meirihluta fjárlaganefndar. „Þrátt fyrir spár um samdrátt í landsframleiðslu er gert ráð fyrir að heildarafkoma opinberra aðila verði lítillega jákvæð á árinu og afgangurinn hækki sem hlutfall af vergri landsframleiðslu á næstu árum.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
5
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
5
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár