Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fjármálaáætlun samþykkt: Bæta kjör öryrkja minna en til stóð vegna niðursveiflunnar

Stjórn­ar­meiri­hlut­inn ætl­ar að fyr­ir­byggja halla­rekst­ur rík­is­ins og trappa nið­ur upp­bygg­ingu vel­ferð­ar­kerf­is­ins vegna sam­drátt­ar­ins.

Fjármálaáætlun samþykkt: Bæta kjör öryrkja minna en til stóð vegna niðursveiflunnar

Meirihluti fjárlaganefndar vill að dregið verði úr útgjaldavexti almannatrygginga um tvo milljarða á tímabili fjármálaáætlunar miðað við það sem áður var gert ráð fyrir í framlagðri áætlun ríkisstjórnarinnar. 

Útgjöld til samgöngu- og fjarskiptamála verða 3 milljörðum lægri en til stóð, útgjöld til framhaldsskólastigsins lækka um rúman milljarð og útgjöld til heilbrigðismála um 3,5 milljarða. 

Þetta er á meðal þess sem tillögur nefndarmeirihlutans til breytinga á áætluninni bera með sér. Tillögurnar voru samþykktar við afgreiðslu fjármálaáætlunar á Alþingi í kvöld.

Skerðingarmörk barnabóta verða hækkuð í takt við fyrirheit sem gefin voru við gerð lífskjarasamninga. Fyrir vikið verður útgjaldaaukningin á sviði fjölskyldumála fimm milljörðum meiri en áður stóð til.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði nýlega fram endurskoðaða fjármálastefnu vegna breyttra efnahagsaðstæðna. Um leið boðaði ríkisstjórnin að ráðast þyrfti í aðhaldsaðgerðir til að koma í veg fyrir að ríkissjóður yrði rekinn með halla. Mun þetta að hluta til bitna á fólki sem reiðir sig á almannatryggingakerfið í þeim skilningi að kjör þess verða bætt minna á næstu árum en ríkisstjórnin hafði gefið fyrirheit um þegar fjármálaáætlun var fyrst kynnt.

Fjármálaráð, ráðgefandi sérfræðingahópur um opinber fjármál, hefur varið við því að samdrátturinn í íslensku efnahagslífi kunni að verða skarpari og lengri en búist var við. Af umfjöllun sem fram kemur í umsögn ráðsins um breytta fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar má ráða að sérfræðingarnir hafi efasemdir um þá ákvörðun stjórnvalda að hvika hvergi frá þeim stífu fjármálareglum laga um opinber fjármál á samdráttartímunum sem framundan eru. „Bent skal á að ábyrgð hvílir á stjórnvöldum varðandi þá ákvörðun að nýta ekki heimild laga til að víkja tímabundið til hliðar þeim tölulegu skilyrðum sem 7. gr. laga um opinber fjármál setur. Verði hagþróunin verri en ráð er fyrir gert gæti slíkt eitt og sér kallað á nýja endurskoðun,“ segir í umsögninni.

Ríkisstjórnin telur hins vegar mikilvægt að „varna því að í starfsemi hins opinbera myndist halli og lánsfjárþörf“ eins og það er orðað í greinargerð tillögu til breyttrar fjármálastefnu. Gildir þá einu þótt lánakjör ríkissjóðs hafi aldrei verið jafn góð og nú, en nýlega gaf ríkissjóður út skuldabréf í evrum á hagstæðustu vöxtum í sögu lýðveldisins. 

„Breytingartillögur meiri hlutans eru af ýmsum tilefnum en eiga sammerkt að þeim er ætlað að tryggja að afkomumarkmið nýrrar fjármálastefnu séu uppfyllt með samsvarandi breytingum á fjármálaáætlun,“ segir í nefndaráliti frá meirihluta fjárlaganefndar. „Þrátt fyrir spár um samdrátt í landsframleiðslu er gert ráð fyrir að heildarafkoma opinberra aðila verði lítillega jákvæð á árinu og afgangurinn hækki sem hlutfall af vergri landsframleiðslu á næstu árum.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár