Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Stjórnmálamenn kynda undir hatri á blaðamönnum

Fjöl­miðla­frelsi og ör­yggi blaða­manna minnk­ar ár frá ári. For­seti Banda­ríkj­anna kall­ar fjöl­miðla „óvini fólks­ins“. Alls voru 94 fjöl­miðla­menn drepn­ir við störf á síð­asta ári. Ís­land er langt á eft­ir hinum Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar frelsi fjöl­miðla.

Stjórnmálamenn kynda undir hatri á blaðamönnum
Óvinir fólksins Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur frá upphafi embættistíðar sinnar háð stríð við hefðbundna fjölmiðla, lýst þeim sem óvinum bandarísku þjóðarinnar og kallar allar fréttir sem honum hugnast ekki falsfréttir. Orðræða hans bítur, staða fjölmiðla í Bandaríkjunum hefur veikst og blaðamenn sem skrifa gegn forsetanum hafa setið undir hótunum.

Fjölmiðlafrelsi dregst saman og öryggi blaðamanna hefur farið síversnandi síðustu ár. Andúð stjórnmálamanna á, og hatursfull orðræða gegn, fjölmiðlum á stóran þátt í því að viðhorf í garð blaðamanna eru orðin svo neikvæð að kalla má þau hatur í einhverjum tilvika, og það hatur hefur leitt af sér ofbeldi og ógn. Samkvæmt tölum Alþjóðasamtaka blaðamanna voru 94 blaðamenn og starfsmenn fjölmiðla drepnir á síðasta ári, árið 2018. Þar af voru fimm blaðamenn drepnir í Bandaríkjunum, þar sem forseti landsins hefur lýst fjölmiðlum sem „óvini fólksins“.

Árleg samantekt samtakanna Blaðamenn án landamæra á stöðu fjölmiðlafrelsis var birt í apríl á þessu ári undir yfirskriftinni „Hringrás óttans“. Svo sem ætla má af yfirskrift skýrslunnar er hún svört og þar kemur fram að frelsi fjölmiðla telst hafa hnignað milli ára og það mest á þeim svæðum sem fram til þessa hafa talist til þeirra svæða þar sem staða þeirra mála hefur verið hvað …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu