Fjölmiðlafrelsi dregst saman og öryggi blaðamanna hefur farið síversnandi síðustu ár. Andúð stjórnmálamanna á, og hatursfull orðræða gegn, fjölmiðlum á stóran þátt í því að viðhorf í garð blaðamanna eru orðin svo neikvæð að kalla má þau hatur í einhverjum tilvika, og það hatur hefur leitt af sér ofbeldi og ógn. Samkvæmt tölum Alþjóðasamtaka blaðamanna voru 94 blaðamenn og starfsmenn fjölmiðla drepnir á síðasta ári, árið 2018. Þar af voru fimm blaðamenn drepnir í Bandaríkjunum, þar sem forseti landsins hefur lýst fjölmiðlum sem „óvini fólksins“.
Árleg samantekt samtakanna Blaðamenn án landamæra á stöðu fjölmiðlafrelsis var birt í apríl á þessu ári undir yfirskriftinni „Hringrás óttans“. Svo sem ætla má af yfirskrift skýrslunnar er hún svört og þar kemur fram að frelsi fjölmiðla telst hafa hnignað milli ára og það mest á þeim svæðum sem fram til þessa hafa talist til þeirra svæða þar sem staða þeirra mála hefur verið hvað …
Athugasemdir