Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Stjórnmálamenn kynda undir hatri á blaðamönnum

Fjöl­miðla­frelsi og ör­yggi blaða­manna minnk­ar ár frá ári. For­seti Banda­ríkj­anna kall­ar fjöl­miðla „óvini fólks­ins“. Alls voru 94 fjöl­miðla­menn drepn­ir við störf á síð­asta ári. Ís­land er langt á eft­ir hinum Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar frelsi fjöl­miðla.

Stjórnmálamenn kynda undir hatri á blaðamönnum
Óvinir fólksins Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur frá upphafi embættistíðar sinnar háð stríð við hefðbundna fjölmiðla, lýst þeim sem óvinum bandarísku þjóðarinnar og kallar allar fréttir sem honum hugnast ekki falsfréttir. Orðræða hans bítur, staða fjölmiðla í Bandaríkjunum hefur veikst og blaðamenn sem skrifa gegn forsetanum hafa setið undir hótunum.

Fjölmiðlafrelsi dregst saman og öryggi blaðamanna hefur farið síversnandi síðustu ár. Andúð stjórnmálamanna á, og hatursfull orðræða gegn, fjölmiðlum á stóran þátt í því að viðhorf í garð blaðamanna eru orðin svo neikvæð að kalla má þau hatur í einhverjum tilvika, og það hatur hefur leitt af sér ofbeldi og ógn. Samkvæmt tölum Alþjóðasamtaka blaðamanna voru 94 blaðamenn og starfsmenn fjölmiðla drepnir á síðasta ári, árið 2018. Þar af voru fimm blaðamenn drepnir í Bandaríkjunum, þar sem forseti landsins hefur lýst fjölmiðlum sem „óvini fólksins“.

Árleg samantekt samtakanna Blaðamenn án landamæra á stöðu fjölmiðlafrelsis var birt í apríl á þessu ári undir yfirskriftinni „Hringrás óttans“. Svo sem ætla má af yfirskrift skýrslunnar er hún svört og þar kemur fram að frelsi fjölmiðla telst hafa hnignað milli ára og það mest á þeim svæðum sem fram til þessa hafa talist til þeirra svæða þar sem staða þeirra mála hefur verið hvað …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár