Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Stjórnmálamenn kynda undir hatri á blaðamönnum

Fjöl­miðla­frelsi og ör­yggi blaða­manna minnk­ar ár frá ári. For­seti Banda­ríkj­anna kall­ar fjöl­miðla „óvini fólks­ins“. Alls voru 94 fjöl­miðla­menn drepn­ir við störf á síð­asta ári. Ís­land er langt á eft­ir hinum Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar frelsi fjöl­miðla.

Stjórnmálamenn kynda undir hatri á blaðamönnum
Óvinir fólksins Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur frá upphafi embættistíðar sinnar háð stríð við hefðbundna fjölmiðla, lýst þeim sem óvinum bandarísku þjóðarinnar og kallar allar fréttir sem honum hugnast ekki falsfréttir. Orðræða hans bítur, staða fjölmiðla í Bandaríkjunum hefur veikst og blaðamenn sem skrifa gegn forsetanum hafa setið undir hótunum.

Fjölmiðlafrelsi dregst saman og öryggi blaðamanna hefur farið síversnandi síðustu ár. Andúð stjórnmálamanna á, og hatursfull orðræða gegn, fjölmiðlum á stóran þátt í því að viðhorf í garð blaðamanna eru orðin svo neikvæð að kalla má þau hatur í einhverjum tilvika, og það hatur hefur leitt af sér ofbeldi og ógn. Samkvæmt tölum Alþjóðasamtaka blaðamanna voru 94 blaðamenn og starfsmenn fjölmiðla drepnir á síðasta ári, árið 2018. Þar af voru fimm blaðamenn drepnir í Bandaríkjunum, þar sem forseti landsins hefur lýst fjölmiðlum sem „óvini fólksins“.

Árleg samantekt samtakanna Blaðamenn án landamæra á stöðu fjölmiðlafrelsis var birt í apríl á þessu ári undir yfirskriftinni „Hringrás óttans“. Svo sem ætla má af yfirskrift skýrslunnar er hún svört og þar kemur fram að frelsi fjölmiðla telst hafa hnignað milli ára og það mest á þeim svæðum sem fram til þessa hafa talist til þeirra svæða þar sem staða þeirra mála hefur verið hvað …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár