Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Stjórnmálamenn kynda undir hatri á blaðamönnum

Fjöl­miðla­frelsi og ör­yggi blaða­manna minnk­ar ár frá ári. For­seti Banda­ríkj­anna kall­ar fjöl­miðla „óvini fólks­ins“. Alls voru 94 fjöl­miðla­menn drepn­ir við störf á síð­asta ári. Ís­land er langt á eft­ir hinum Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar frelsi fjöl­miðla.

Stjórnmálamenn kynda undir hatri á blaðamönnum
Óvinir fólksins Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur frá upphafi embættistíðar sinnar háð stríð við hefðbundna fjölmiðla, lýst þeim sem óvinum bandarísku þjóðarinnar og kallar allar fréttir sem honum hugnast ekki falsfréttir. Orðræða hans bítur, staða fjölmiðla í Bandaríkjunum hefur veikst og blaðamenn sem skrifa gegn forsetanum hafa setið undir hótunum.

Fjölmiðlafrelsi dregst saman og öryggi blaðamanna hefur farið síversnandi síðustu ár. Andúð stjórnmálamanna á, og hatursfull orðræða gegn, fjölmiðlum á stóran þátt í því að viðhorf í garð blaðamanna eru orðin svo neikvæð að kalla má þau hatur í einhverjum tilvika, og það hatur hefur leitt af sér ofbeldi og ógn. Samkvæmt tölum Alþjóðasamtaka blaðamanna voru 94 blaðamenn og starfsmenn fjölmiðla drepnir á síðasta ári, árið 2018. Þar af voru fimm blaðamenn drepnir í Bandaríkjunum, þar sem forseti landsins hefur lýst fjölmiðlum sem „óvini fólksins“.

Árleg samantekt samtakanna Blaðamenn án landamæra á stöðu fjölmiðlafrelsis var birt í apríl á þessu ári undir yfirskriftinni „Hringrás óttans“. Svo sem ætla má af yfirskrift skýrslunnar er hún svört og þar kemur fram að frelsi fjölmiðla telst hafa hnignað milli ára og það mest á þeim svæðum sem fram til þessa hafa talist til þeirra svæða þar sem staða þeirra mála hefur verið hvað …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
4
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
3
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár