Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Dætur Hjördísar Svan: „Af hverju var okkur ekki trúað eða tekið mark á gögnum um ofbeldi?“

Þrjár ung­ar stúlk­ur sem hafa reynslu af því að móð­ir þeirra sé fang­els­uð fyr­ir að halda þeim frá föð­ur segja að frum­varp sjálf­stæð­is­manna um refs­ingu við tálm­un bitni verst á börn­um. „Mamma okk­ar gerði allt til þess að forða okk­ur frá of­beldi.“

Dætur Hjördísar Svan: „Af hverju var okkur ekki trúað eða tekið mark á gögnum um ofbeldi?“

Þrjár dætur Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, á aldrinum 12, 13 og 15 ára, hafa sent Alþingi umsögn um frumvarp sjálfstæðismanna um refsingar við tálmun.

Í bréfinu er fjallað um persónuleg málefni fjölskyldunnar, en skrifstofa Alþingis leitaði staðfestingar á því að stúlkurnar hefðu sent bréfið og birti það á þingvefnum með leyfi þeirra.

Dætur Hjördísar segja að það sem þær gengu í gegnum þegar móðir þeirra var fangelsuð fyrir að hafa sótt þær ólöglega til Danmerkur og flogið með þær til Íslands sé eitthvað sem ekkert barn eigi að þurfa að upplifa.

Hjördís Svan

„Mamma okkar gerði allt til þess að forða okkur frá ofbeldi. Hún kom með okkur til Íslands eftir að ein af okkur var lögð inn á spítala með áverka eftir ofbeldi,“ segir í bréfinu.

Hjördís Svan fékk fullt forræði yfir dætrum sínum í fyrra, en mikla athygli vakti árið 2013 þegar hún flutti dætur sínar ólöglega til Íslands frá dönskum föður þeirra. Í kjölfarið var Hjördís dæmd í 18 mánaða fangelsi. 

Dætur hennar lýsa þessum tíma í umsögn sinni: „Einn dag fengum við öll símtal frá mömmu þar sem hún sagði okkur að ekki hafa áhyggjur af henni en hún gæti ekki verið í miklu sambandi við okkur í einhvern tíma. Þetta var dagurinn sem mamma var handtekin. Við gátum seinna talað við mömmu tvisvar í viku 5 mínútur í senn. Sem var ekki langur tími þar sem við þurftum fjögur að skipta á milli okkar 5 mínótum en það var klukka í fangelsinu sem taldi mínóturnar niður, þegar þær voru liðnar þá var skellt á. Þarna var mamma í 6 mánuði.“

„Það var ekki hlustað á okkur og aftur
og aftur brást fólk sem átti að hjálpa“

Stúlkurnar segja að eftir þessa reynslu finnist þeim skrítið að lesa að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem hangi uppi í grunnskólum, þar sem fram komi að öll börn eigi rétt á vernd og taka skuli mark á vilja þeirra. „Það var ekki hlustað á okkur og aftur og aftur brást fólk sem átti að hjálpa. Af hverju var okkur ekki trúað eða tekið mark á gögnum um ofbeldi?“ 

Þær biðla til þingmanna að huga að velferð og öryggi barna. „Þetta frumvarp bitnar verst á börnum. Í umræðum um mömmu á netinu er hún kölluð tálmunarmóðir, það ætti að fara skoða merkinguna á því orði vegna þess að í okkar huga er tálmun = vernd.“

Brynjar Níelssoner fyrsti flutningsmaður

Flutningsmenn frumvarpsins um refsingu við tálmun eru þau Brynjar Níelsson, Ásmundur Friðriksson, Bryndís Haraldsdóttir, Jón Gunnarsson, Njáll Trausti Friðbertsson, Óli Björn Kárason og Páll Magnússon.

Vilja þingmennirnir að tálmun varði „sektum eða fangelsi allt að fimm árum“ en að slík brot sæti aðeins opinberri rannsókn að undangenginni kæru barnaverndar til lögreglu. Í frumvarpinu er vitnað í barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og bent á að börn eiga rétt á að þekkja og umgangast báða foreldra sína. Þetta sé mikilvægt fyrir velferð barnsins. Telja flutningsmenn mikilvægt að tálmun fái sömu meðhöndlun barnaverndaryfirvalda og „annars konar vanræksla og/eða ofbeldi gegn barni“.

Meðal aðila sem gagnrýnt hafa frumvarpið er Mannréttindaskrifstofa Íslands sem telur efni þess andstætt hagsmunum barna og bendir á að oft sé umgengni tálmað vegna áhyggna af ofbeldi hins foreldrisins, vímuefnaneyslu eða andlegum veikindum þess. Telur stofnunin að það orki tvímælis „að refsa foreldri fyrir að uppfylla lögbundnar skyldur sínar við börn sín og furðar sig á að í frumvarpinu skuli ekki gert ráð fyrir undanþágum í tilvikum sem þeim sem hér eru rakin“.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Barnaverndarmál

Barnaníðskæru dagaði uppi fyrir „mjög bagaleg mistök“
FréttirBarnaverndarmál

Barn­aníðs­kæru dag­aði uppi fyr­ir „mjög baga­leg mis­tök“

Al­var­leg mis­tök lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og óvenju­leg af­skipti þá­ver­andi for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu af Hafn­ar­fjarð­ar­mál­inu urðu til þess að kæra barna­vernd­ar­nefnd­ar vegna meintra kyn­ferð­is­brota fékk ekki lög­mæta með­ferð og lá óhreyfð í meira en tvö ár. „Lög­regla beið eft­ir gögn­um frá barna­vernd sem aldrei komu,“ seg­ir í bréfi sem lög­regla sendi rík­is­sak­sókn­ara vegna máls­ins.
Barn talið óhult hjá föður þrátt fyrir sögu um barnaníð
FréttirBarnaverndarmál

Barn tal­ið óhult hjá föð­ur þrátt fyr­ir sögu um barn­aníð

Rann­sókn á meint­um kyn­ferð­is­brot­um föð­ur gegn barni var felld nið­ur án lækn­is­skoð­un­ar og Barna­hússvið­tals, en í kjöl­far­ið komu fram yf­ir­lýs­ing­ar frá kon­um sem segja mann­inn hafa mis­not­að þær í æsku. Dóm­stól­ar telja að „það þjóni hags­mun­um barns­ins að það njóti meiri og sam­felld­ari um­gengni við föð­ur“ og hafa úr­skurð­að um um­gengni án eft­ir­lits.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár