Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Upp á fjallsins brún

Ganga er ódýr­asta hreyf­ing sem hægt er að hugsa sér og sú hreyf­ing sem flest­ir sér­fræð­ing­ar mæla með til heilsu­bót­ar. Að búa sig rétt út í göngu get­ur skipt sköp­um þeg­ar kem­ur að ör­yggi, jafn­vel bjarg­að lífi við ákveðn­ar að­stæð­ur. Fjöldi göngu­hópa eru starf­rækt­ir, fyr­ir vana sem jafnt sem óvana göngu­menn.

Upp á fjallsins brún
Gengið niður Hvanngil Fjallgöngur reyna á bæði styrk og þol. Það þarf hins vegar ekki að taka svo langan tíma að þjálfa sig nægilega vel upp til að komast í tæri við stórfenglega náttúru. Mynd: Kolfinna Mjöll Ásgeirsdóttir

Það jafnast fátt á við góða göngu í fallegri náttúru til að efla andann og bæta hreysti. Samt sem áður gerum við mörg hver ekki nógu mikið af því að ganga. Við afsökum okkur með því hversu upptekin við erum, höfum ekki tíma, erum í of lélegu formi, eigum ekki pening, réttan útbúnað eða bíl til þess að koma okkur á áfangastað. En raunin er sú að við þurfum ekki mikið annað en okkur sjálf til þess að fara í góða heilsubætandi göngu. Við þurfum yfirleitt ekki að leita langt yfir skammt til að finna góð útivistarsvæði, bæði innan sem og utan bæjarmarka. Jafnframt eru til fjölmargir gönguhópar þar sem boðið er upp á rútuferðir á upphafsreit eða að samferðafólk safnist saman í bíla. En það reynist oft erfitt að koma sér af stað og stundum er það einfaldlega of þægilegt að henda sér í sófann þegar heim er komið …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár