Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Tæpur helmingur ánægður með ríkisstjórnina

Stuðn­ing­ur við stjórn­ina jókst um 4,5 pró­sentu­stig seinni hluta maí­mán­að­ar. Pírat­ar bæta mark­tækt við sig en ann­ars litl­ar breyt­ing­ar á fylgi flokka.

Tæpur helmingur ánægður með ríkisstjórnina
Stuðningur við eykst milli kannana Stuðningur við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur jókst um tæp fimm prósent á hálfum mánuði. Mynd: Stjórnarráðið

Stuðningur við ríkisstjórnina jókst um 4,5 prósentustig á hálfum mánuði, frá miðjum maí til loka mánaðarins og mælist nú 45,5 prósent. Breytingar á fylgi allra stjórnmálaflokka sem spurt var um reyndust óverulegar og innan vikmarka, utan þess að fylgi við Pírata eykst marktækt, um 4,2 prósentustig. Þá dalaði fylgi Flokks fólksins um 2,2 prósentustig, mældist 4,2 prósent, og er það einnig marktæk breyting.

Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR á fylgi flokka sem gerð var dagana 23. til 29. maí síðastliðinn. Síðasta könnun sem fyrirtækið gerð var birt 16. maí. Mælist Sjálfstæðisflokkurinn með stuðning 21,5 prósenta í könnuninni og er það 0,2 prósentustigum hærra en í síðustu könnun. Flokkurinn mælist með mest fylgi flokka á landsvísu.

Vinstri græn mælast næststærst með 14,1 prósent fylgi, hækka um 1,9 prósent milli kannana. Píratar eru því sem næst jafnir Vinstri grænum, njóta stuðnings 14 prósenta þeirra sem tóku þátt og bæta sem fyrr segir við sig 4,2 prósentustigum. Samfylkingin dalar lítillega, þó ekki marktækt frekar en flestir aðrir flokkar. Flokkurinn nýtur nú stuðnings 12,5 prósenta aðspurðra sem er 1,4 prósentustigum lægra en 16. maí síðastliðinn.

Miðflokkurinn lækkar um 1 prósentustig milli kannana, mælist nú með 10,8 prósent. Framsókn lækkar einnig, mælist með stuðning 9,7 prósenta aðspurðra en mældist síðast með 11,6 prósent. Viðreisn stendur í stað, mælist með 8,3 prósent miðað við 8,4 prósent síðast. Sem fyrr segir dalar Flokkur fólksins milli mælinga og nýtur nú stuðnings 4,2 prósenta. Sósíalistaflokkur Íslands stendur því sem næst í stað milli kannana, mælist nú með 3,4 prósent stuðning en var síðast mðe 3,2 prósent. Aðrir flokkar mælast með 1,6 prósenta stuðning.

Alls svöruðu 932 könnuninni og 79,3 prósent þeirra gáfu upp afstöðu til flokka. Óákveðnir voru 6,2 prósent, 6,8 prósent kváðust myndu skila auðu, 1,7 prósent sögðust ekki myndu kjósa og 5,6 prósent gáfu ekki upp afstöðu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár