Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fleiri lífeyrisþegar flytja til útlanda

Líf­eyr­is­greiðsl­ur til ein­stak­linga bú­settra er­lend­is eru 3,5 millj­arð­ar króna á ári.

Fleiri lífeyrisþegar flytja til útlanda

Greiðslur vegna lífeyris inn á erlenda reikninga hafa hækkað um nær helming á síðasta ári. Lífeyrisgreiðslur til einstaklinga búsettra erlendis eru alls um 3,5 milljarðar króna á ári. Morgunblaðið greinir frá.

Vinnsla og eftirfylgni mála hjá Tryggingastofnun er orðin flóknari vegna þessa, að sögn Sigríðar Lilly Baldursdóttur, forstjóra Tryggingastofnunar, í ávarpi hennar í ársskýrslu. „Tryggingastofnun er ekki einvörðungu stofnun allra landsmanna í merkingunni: þeirra sem hér á landi búa,“ skrifar hún. „Margvísleg réttindi fara landa á milli. Með flutningi íslenskra ríkisborgara og annarra sem eiga lögheimili hér á landi um stund eða til lengri tíma verða til réttindi sem flytjast og stofnast í öðrum löndum, jafnvel löngu eftir að dvöl á Íslandi lýkur.“

Félagsleg réttindi eins og uppbætur, bifreiðakostnaður, maka- og umönnunarbætur og endurhæfingarlífeyrir falla niður þegar flutt er frá Íslandi, en mismunandi reglur eru í gildi erlendis um slík réttindi. Eftir sex mánaða búsetu erlendis er lífeyrisþega skylt að flytja lögheimili sitt til búsetulandsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lífeyrismál

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár