Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fleiri lífeyrisþegar flytja til útlanda

Líf­eyr­is­greiðsl­ur til ein­stak­linga bú­settra er­lend­is eru 3,5 millj­arð­ar króna á ári.

Fleiri lífeyrisþegar flytja til útlanda

Greiðslur vegna lífeyris inn á erlenda reikninga hafa hækkað um nær helming á síðasta ári. Lífeyrisgreiðslur til einstaklinga búsettra erlendis eru alls um 3,5 milljarðar króna á ári. Morgunblaðið greinir frá.

Vinnsla og eftirfylgni mála hjá Tryggingastofnun er orðin flóknari vegna þessa, að sögn Sigríðar Lilly Baldursdóttur, forstjóra Tryggingastofnunar, í ávarpi hennar í ársskýrslu. „Tryggingastofnun er ekki einvörðungu stofnun allra landsmanna í merkingunni: þeirra sem hér á landi búa,“ skrifar hún. „Margvísleg réttindi fara landa á milli. Með flutningi íslenskra ríkisborgara og annarra sem eiga lögheimili hér á landi um stund eða til lengri tíma verða til réttindi sem flytjast og stofnast í öðrum löndum, jafnvel löngu eftir að dvöl á Íslandi lýkur.“

Félagsleg réttindi eins og uppbætur, bifreiðakostnaður, maka- og umönnunarbætur og endurhæfingarlífeyrir falla niður þegar flutt er frá Íslandi, en mismunandi reglur eru í gildi erlendis um slík réttindi. Eftir sex mánaða búsetu erlendis er lífeyrisþega skylt að flytja lögheimili sitt til búsetulandsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lífeyrismál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár