Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Hjólreiðamenn mótmæla hækkun hjálmaskyldu í 18 ár

Þing­nefnd vill hækka ald­urs­mörk hjálma­skyldu reið­hjóla­manna úr 15 í 18 ár. Stuðn­ings­mað­ur hjól­reiða seg­ir ákvörð­un­ina tekna af „fólki sem keyr­ir um á jeppa og hjól­ar aldrei“. Borg­ar­full­trúi seg­ir þetta búa til „þá ímynd að hjól­reið­ar séu óvenju­leg og hættu­leg hegð­un.“

Hjólreiðamenn mótmæla hækkun hjálmaskyldu í 18 ár
Hjólreiðamenn andvígir hjálmaskyldu Hjólreiðafólk er ósátt við að hjálmaskylda verði lengd til 18 ára aldurs.

Stuðningsmenn hjólreiða á Íslandi mótmæla tillögu umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um að skylda til notkunar reiðhjólahjálma nái til allra undir 18 ára aldri. Í frumvarpi ráðherra var upphaflega miðað við að hjálmaskyldan yrði áfram 15 ár.

Landssamtök hjólreiðamanna segja í færslu á Twitter að það sé „mjög alvarlegt“ ef Alþingi ætli að banna hjólreiðar yngri en 18 ára án hjálma. Slíkt vinni gegn auknum hjólreiðum, lýðheilsu, loftsslagsmálum og loftgæðum.

Breytingatillaga þingnefndarinnar var birt á vef Alþingis 24. maí. Þar kemur fram að nefndin hafi ráðfært sig við sérfræðinga varðandi hjálmaskylduna. „Bent var á að slík skylda væri mikið inngrip í frelsi hjólreiðamanna og fæli í sér höft við vali ungmenna á heilsueflandi og vistvænum ferðamátum,“ segir í nefndarálitinu. „Bent var á að árangur af hjálmaskyldu hefði ekki verið metinn, m.a. lýðheilsuáhrif hennar, en ef bann yrði lagt við hjólreiðum án hjálma væri hætt við að minna yrði hjólað en ella, með slæmum afleiðingum hvað snertir breytingar á ferðavenjum, lýðheilsumál og loftslagsmál. Það séu frekar auknar hjólreiðar sem auki öryggi hjólreiðamanna og notkun reiðhjólahjálma hafi þar lítil áhrif.“

Á móti er vísað í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa þar sem fram kemur að tíðni höfuðmeiðsla sé hærri hjá hjólreiðamönnum sem ekki nota hjálm. Í skýrslunni hvetur rannsóknarnefndin reiðhjólamenn til að nota viðurkenndan reiðhjólahjálm og hvetur til þess að reglur verði endurskoðaðar með tilliti til hjálmaskyldu fyrir allt hjólreiðafólk.

Hjólreiðafólk gagnrýnið á Twitter

Björn Teitsson, fyrrverandi formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, segir lögin vera sett af fólki sem keyrir um á jeppa og hjólar aldrei. „Umhverfis-og samgöngunefnd fékk til sín sérfræðinga, rannsóknir í hendur og afdráttarlausa skoðun fólks sem actually hjólar að hjálmaskylda leiðir til fækkunnar hjólafólks, meiri mengunar og minna umferðaröryggis,“ skrifar Björn á Twitter.

„Trúi því ekki fyrr en ég tek á því að frjálslyndi hluti ríkisstjórnarinnar ætli að styðja þessa dellu“

Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir sinn gamla flokk harðlega vegna málsins. „Ef XD ‘flokkur frelsis’ ætlar að banna 16 og 17 ára fólki að setjast uppá hjólið sitt og hjóla einhvern spotta hjálmlaust - þá er allt tal þeirra um frelsi og sjálfsábyrgð fólks algjörlega marklaus þvæla,“ skrifar hann á Twitter. „Trúi því ekki fyrr en ég tek á því að frjálslyndi hluti ríkisstjórnarinnar ætli að styðja þessa dellu. Og allir sem láta sér annt um borgarmál og minni mengun eiga að leggjast á árarnar.“

Pawel Bartoszek

Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í umhverfis- og samgöngunefnd, svarar Gísla Marteini og segir málið hafa verið töluvert rætt. „Við fengum engar afgerandi upplýsingar um að hjálmaskylda drægi úr hjólreiðum,“ skrifar hún. „En það var kallað á málið aftur inn í nefndina svo við tökum annan snúning á þessu.“

Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, segist ekki hafa hitt neinn raunverulegan talsmann stóraukinna hjólreiða sem telji þessa ofuráherslu á hjálma skynsamlega. „Öll þessi hjálmaumræða er svaka einkabílanormatív,“ skrifar hann á Twitter. „Hjólandi þarf að klæða sig í einhver urban warfare föt. Hjálma, vest, hlífar. Sá sem vill keyra sest bara í venjulegum fötum í bílinn sinn og keyrir af stað. Býr til þá ímynd að hjólreiðar séu óvenjuleg og hættuleg hegðun.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár