Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Hjólreiðamenn mótmæla hækkun hjálmaskyldu í 18 ár

Þing­nefnd vill hækka ald­urs­mörk hjálma­skyldu reið­hjóla­manna úr 15 í 18 ár. Stuðn­ings­mað­ur hjól­reiða seg­ir ákvörð­un­ina tekna af „fólki sem keyr­ir um á jeppa og hjól­ar aldrei“. Borg­ar­full­trúi seg­ir þetta búa til „þá ímynd að hjól­reið­ar séu óvenju­leg og hættu­leg hegð­un.“

Hjólreiðamenn mótmæla hækkun hjálmaskyldu í 18 ár
Hjólreiðamenn andvígir hjálmaskyldu Hjólreiðafólk er ósátt við að hjálmaskylda verði lengd til 18 ára aldurs.

Stuðningsmenn hjólreiða á Íslandi mótmæla tillögu umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um að skylda til notkunar reiðhjólahjálma nái til allra undir 18 ára aldri. Í frumvarpi ráðherra var upphaflega miðað við að hjálmaskyldan yrði áfram 15 ár.

Landssamtök hjólreiðamanna segja í færslu á Twitter að það sé „mjög alvarlegt“ ef Alþingi ætli að banna hjólreiðar yngri en 18 ára án hjálma. Slíkt vinni gegn auknum hjólreiðum, lýðheilsu, loftsslagsmálum og loftgæðum.

Breytingatillaga þingnefndarinnar var birt á vef Alþingis 24. maí. Þar kemur fram að nefndin hafi ráðfært sig við sérfræðinga varðandi hjálmaskylduna. „Bent var á að slík skylda væri mikið inngrip í frelsi hjólreiðamanna og fæli í sér höft við vali ungmenna á heilsueflandi og vistvænum ferðamátum,“ segir í nefndarálitinu. „Bent var á að árangur af hjálmaskyldu hefði ekki verið metinn, m.a. lýðheilsuáhrif hennar, en ef bann yrði lagt við hjólreiðum án hjálma væri hætt við að minna yrði hjólað en ella, með slæmum afleiðingum hvað snertir breytingar á ferðavenjum, lýðheilsumál og loftslagsmál. Það séu frekar auknar hjólreiðar sem auki öryggi hjólreiðamanna og notkun reiðhjólahjálma hafi þar lítil áhrif.“

Á móti er vísað í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa þar sem fram kemur að tíðni höfuðmeiðsla sé hærri hjá hjólreiðamönnum sem ekki nota hjálm. Í skýrslunni hvetur rannsóknarnefndin reiðhjólamenn til að nota viðurkenndan reiðhjólahjálm og hvetur til þess að reglur verði endurskoðaðar með tilliti til hjálmaskyldu fyrir allt hjólreiðafólk.

Hjólreiðafólk gagnrýnið á Twitter

Björn Teitsson, fyrrverandi formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, segir lögin vera sett af fólki sem keyrir um á jeppa og hjólar aldrei. „Umhverfis-og samgöngunefnd fékk til sín sérfræðinga, rannsóknir í hendur og afdráttarlausa skoðun fólks sem actually hjólar að hjálmaskylda leiðir til fækkunnar hjólafólks, meiri mengunar og minna umferðaröryggis,“ skrifar Björn á Twitter.

„Trúi því ekki fyrr en ég tek á því að frjálslyndi hluti ríkisstjórnarinnar ætli að styðja þessa dellu“

Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir sinn gamla flokk harðlega vegna málsins. „Ef XD ‘flokkur frelsis’ ætlar að banna 16 og 17 ára fólki að setjast uppá hjólið sitt og hjóla einhvern spotta hjálmlaust - þá er allt tal þeirra um frelsi og sjálfsábyrgð fólks algjörlega marklaus þvæla,“ skrifar hann á Twitter. „Trúi því ekki fyrr en ég tek á því að frjálslyndi hluti ríkisstjórnarinnar ætli að styðja þessa dellu. Og allir sem láta sér annt um borgarmál og minni mengun eiga að leggjast á árarnar.“

Pawel Bartoszek

Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í umhverfis- og samgöngunefnd, svarar Gísla Marteini og segir málið hafa verið töluvert rætt. „Við fengum engar afgerandi upplýsingar um að hjálmaskylda drægi úr hjólreiðum,“ skrifar hún. „En það var kallað á málið aftur inn í nefndina svo við tökum annan snúning á þessu.“

Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, segist ekki hafa hitt neinn raunverulegan talsmann stóraukinna hjólreiða sem telji þessa ofuráherslu á hjálma skynsamlega. „Öll þessi hjálmaumræða er svaka einkabílanormatív,“ skrifar hann á Twitter. „Hjólandi þarf að klæða sig í einhver urban warfare föt. Hjálma, vest, hlífar. Sá sem vill keyra sest bara í venjulegum fötum í bílinn sinn og keyrir af stað. Býr til þá ímynd að hjólreiðar séu óvenjuleg og hættuleg hegðun.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár