Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Leggur til að ríkið selji Spöl og semji við fyrirtækið um frekari samgönguverkefni

Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sting­ur upp á því að rík­ið selji líf­eyr­is­sjóð­um og sveit­ar­fé­lög­um Spöl og semji síð­an við fyr­ir­tæk­ið um stór sam­göngu­verk­efni til næstu ára.

Leggur til að ríkið selji Spöl og semji við fyrirtækið um frekari samgönguverkefni

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að ríkið selji Spöl hf., eignarhaldsfélag Hvalfjarðarganganna, til lífeyrissjóða og sveitarfélaga. Þessu stingur hann upp á í Facebook-færslu í dag.

„Nú væri ágætt að selja Spöl aftur t.d. til lífeyrissjóða og sveitarfélaga. Semja síðan við fyrirtækið um stór samgönguverkefni til næstu ára og halda því opnu að geta sett inn ný verkefni í framtíðinni. Þannig yrði lífeyrissparnaður landsmanna ávaxtaður í uppbyggingu innviða. Reynslan er góð og engin ástæða til að ætla annað en að svo geti verið áfram,“ skrifar Jón.

Hvalfjarðargöng voru afhent ríkinu til eignar í fyrra. Nýlega komst svo stjórn Spal­ar að sam­komu­lagi við Vega­gerðina um að hún tæki við fé­lag­inu og var gengið frá yf­ir­tök­unni á aðal­fundi Spal­ar í gær. „Einkahlutafélagið er nú í raun á forræði Vegagerðarinnar og verður það til fulls þegar formsatriðum eigendaskipta lýkur innan tveggja til þriggja vikna,“ segir á vef félagsins.

Vegagerðin hefur verið hluthafi í Speli frá stofnun félagsins 25. janúar 1991 en er nú orðin eini hluthafinn eftir aðalfund félagsins á morgun. Útlit er fyrir að Speli fylgi að minnsta kosti 120 milljónir króna í handbæru fé til Vegagerðarinnar eftir yfirtöku. Helmingurinn er ógreiddar kröfur viðskiptavina á félagið vegna inneigna á reikningum auk veglykla og afsláttarmiða sem ekki hefur verið skilað.  Hinn hlutinn, 60-70 milljónir króna, eru fjármunir sem eftir verða hjá Speli þegar allur kostnaður félagsins hefur verið greiddur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár