Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Leggur til að ríkið selji Spöl og semji við fyrirtækið um frekari samgönguverkefni

Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sting­ur upp á því að rík­ið selji líf­eyr­is­sjóð­um og sveit­ar­fé­lög­um Spöl og semji síð­an við fyr­ir­tæk­ið um stór sam­göngu­verk­efni til næstu ára.

Leggur til að ríkið selji Spöl og semji við fyrirtækið um frekari samgönguverkefni

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að ríkið selji Spöl hf., eignarhaldsfélag Hvalfjarðarganganna, til lífeyrissjóða og sveitarfélaga. Þessu stingur hann upp á í Facebook-færslu í dag.

„Nú væri ágætt að selja Spöl aftur t.d. til lífeyrissjóða og sveitarfélaga. Semja síðan við fyrirtækið um stór samgönguverkefni til næstu ára og halda því opnu að geta sett inn ný verkefni í framtíðinni. Þannig yrði lífeyrissparnaður landsmanna ávaxtaður í uppbyggingu innviða. Reynslan er góð og engin ástæða til að ætla annað en að svo geti verið áfram,“ skrifar Jón.

Hvalfjarðargöng voru afhent ríkinu til eignar í fyrra. Nýlega komst svo stjórn Spal­ar að sam­komu­lagi við Vega­gerðina um að hún tæki við fé­lag­inu og var gengið frá yf­ir­tök­unni á aðal­fundi Spal­ar í gær. „Einkahlutafélagið er nú í raun á forræði Vegagerðarinnar og verður það til fulls þegar formsatriðum eigendaskipta lýkur innan tveggja til þriggja vikna,“ segir á vef félagsins.

Vegagerðin hefur verið hluthafi í Speli frá stofnun félagsins 25. janúar 1991 en er nú orðin eini hluthafinn eftir aðalfund félagsins á morgun. Útlit er fyrir að Speli fylgi að minnsta kosti 120 milljónir króna í handbæru fé til Vegagerðarinnar eftir yfirtöku. Helmingurinn er ógreiddar kröfur viðskiptavina á félagið vegna inneigna á reikningum auk veglykla og afsláttarmiða sem ekki hefur verið skilað.  Hinn hlutinn, 60-70 milljónir króna, eru fjármunir sem eftir verða hjá Speli þegar allur kostnaður félagsins hefur verið greiddur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.
Atlantshafsbandalagið í sinni mestu krísu:  Fjölþáttakrísa  siðmenningarinnar
6
Greining

Atlants­hafs­banda­lag­ið í sinni mestu krísu: Fjöl­þáttakrísa sið­menn­ing­ar­inn­ar

Atlants­hafs­banda­lag­ið Nató er í sinni mestu krísu frá upp­hafi og er við það að lið­ast í sund­ur. Banda­rík­in, stærsti og sterk­asti að­ili banda­lags­ins, virð­ast mögu­lega ætla að draga sig út úr varn­ar­sam­starf­inu. Þau ætla, að því er best verð­ur séð, ekki leng­ur að sinna því hlut­verki að vera leið­togi hins vest­ræna eða frjálsa heims. Ut­an­rík­is­stefna þeirra sem nú birt­ist er ein­hvers kon­ar blanda af henti­stefnu og nýrri ný­lendu­stefnu með auð­linda-upp­töku. Fjöl­þáttakrísa (e. polycris­is) ræð­ur ríkj­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár