Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Leggur til að ríkið selji Spöl og semji við fyrirtækið um frekari samgönguverkefni

Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sting­ur upp á því að rík­ið selji líf­eyr­is­sjóð­um og sveit­ar­fé­lög­um Spöl og semji síð­an við fyr­ir­tæk­ið um stór sam­göngu­verk­efni til næstu ára.

Leggur til að ríkið selji Spöl og semji við fyrirtækið um frekari samgönguverkefni

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að ríkið selji Spöl hf., eignarhaldsfélag Hvalfjarðarganganna, til lífeyrissjóða og sveitarfélaga. Þessu stingur hann upp á í Facebook-færslu í dag.

„Nú væri ágætt að selja Spöl aftur t.d. til lífeyrissjóða og sveitarfélaga. Semja síðan við fyrirtækið um stór samgönguverkefni til næstu ára og halda því opnu að geta sett inn ný verkefni í framtíðinni. Þannig yrði lífeyrissparnaður landsmanna ávaxtaður í uppbyggingu innviða. Reynslan er góð og engin ástæða til að ætla annað en að svo geti verið áfram,“ skrifar Jón.

Hvalfjarðargöng voru afhent ríkinu til eignar í fyrra. Nýlega komst svo stjórn Spal­ar að sam­komu­lagi við Vega­gerðina um að hún tæki við fé­lag­inu og var gengið frá yf­ir­tök­unni á aðal­fundi Spal­ar í gær. „Einkahlutafélagið er nú í raun á forræði Vegagerðarinnar og verður það til fulls þegar formsatriðum eigendaskipta lýkur innan tveggja til þriggja vikna,“ segir á vef félagsins.

Vegagerðin hefur verið hluthafi í Speli frá stofnun félagsins 25. janúar 1991 en er nú orðin eini hluthafinn eftir aðalfund félagsins á morgun. Útlit er fyrir að Speli fylgi að minnsta kosti 120 milljónir króna í handbæru fé til Vegagerðarinnar eftir yfirtöku. Helmingurinn er ógreiddar kröfur viðskiptavina á félagið vegna inneigna á reikningum auk veglykla og afsláttarmiða sem ekki hefur verið skilað.  Hinn hlutinn, 60-70 milljónir króna, eru fjármunir sem eftir verða hjá Speli þegar allur kostnaður félagsins hefur verið greiddur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu