
Ég les yfirleitt (of) margar bækur í einu og síðustu ár hafa fagurbókmenntir vikið fyrir fræðibókum og ævisögum, því miður. Sú sem ég byrjaði á síðast nefnist Sapiens, A Brief History of Humankind eftir Yuval Noah Harari. Titillinn er dálítið villandi því bókin er rúmar 450 bls. en í ljósi þess að sögusviðið spannar 200.000 ár þá sleppur maður nokkuð vel frá. Þannig.
Athugasemdir