Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„ESB verður að breyta um kúrs í málum er varða grunnþjónustu og orku“

And­staða ASÍ við inn­leið­ingu þriðja orkupakk­ans staf­ar ekki af nein­um sér­stök­um ákvæð­um sem þar er að finna held­ur snýst hún um orku­stefnu ESB í heild og markaðs­hyggju sam­bands­ins.

„ESB verður að breyta um kúrs í málum er varða grunnþjónustu og orku“

Alþýðusamband Íslands hefur áhyggjur af orkustefnu og harðri markaðshyggju Evrópusambandsins en ekki neinum sérstökum ákvæðum í gerðum þriðja orkupakkans. „Það þarf að vinda ofan af markaðshyggjuhugmyndum varðandi orkuna og á það vorum við að benda,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, aðspurð um afstöðu sambandsins til innleiðingar þriðja orkupakkans.

Athygli vakti þegar ASÍ lagðist með afgerandi hætti gegn innleiðingu þriðja orkupakkans í íslenskan rétt þann 29. apríl síðastliðinn. Í umsögn sambandsins er fjallað með mjög almennum hætti um raforkumál og markaðsvæðingu. Fram kemur að „of langt hafi verið gengið nú þegar í markaðsvæðingu grunnstoða“ og að það sé „feigðarflan að staðfesta markaðsvæðinguna og ganga lengra í þá átt“. ASÍ vísar sérstaklega til þess að með þriðju raforkutilskipuninni „sé gengið lengra í að stuðla að virkum raforkumarkaði með því að tryggja aðskilnað á eignarhaldi í flutningsstarfsemi frá markaðsaðilum“ en getur þess ekki að Íslandi hefur verið veitt undanþága frá þeirri grein tilskipunarinnar sem snýst um þetta (sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 93/2017).

Stundin sendi ASÍ fyrirspurn í gær um hvað það væri helst í orkupakkagerðunum sem sambandið hefði áhyggjur af; hvaða ákvæði, sem Ísland hefði ekki fengið undanþágu frá, væru að mati ASÍ til þess fallin að útvíkka eða auka markaðsvæðingu orkumála á Íslandi frá því sem nú er.

„Umsögn okkar til þingsins segir í raun allt sem segja þarf, þar erum við að gagnrýna þær forsendur sem allir orkupakkarnir (1-5) hvíla í raun á og er farið vel yfir í greinargerð með þingsályktunartillögunni að almenn sé litið á orku eins og hverja aðra vöru sem samkeppnislögmál gilda um og orkupakki 3 sé hluti af þeirri vegferð að vinnsla og sala raforku skuli vera rekin í markaðskerfi á samkeppnisgrundvelli,“ segir í svörum Drífu Snædal.

Stundin spurði aftur hvort það væru þá engin sérstök ákvæði eða atriði í þriðja orkupakkanum sem ASÍ hefði áhyggur af og skýrðu afstöðu þess. Jafnframt var Drífa spurð hvort ASÍ teldi æskilegt að Ísland reyndi að semja um að vera undanþegið allri orkulöggjöf ESB.

„Við vekjum athygli á því að það þarf að ræða þetta allt í samhengi, sem sagt orkustefnu ESB í heild sinni,“ svarar Drífa. „Það þarf að vinda ofan af markaðshyggjuhugmyndum varðandi orkuna og á það vorum við að benda. Við lítum því á málið í stærra samhengi. Ég persónulega er sannfærð um að ESB verður að breyta um kúrs í málum er varða grunnþjónustu svo sem orku og vandræði sem endurspeglast í minni tiltrú fólks á batteríinu (sbr. niðurstöður kosninganna um helgina) spretta úr blindri trú á að markaðurinn eigi að leysa öll vandamál, þar með talin grunnþarfir og velferð.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Þriðji orkupakkinn

Frosti: „Hneyksli“ að ECT-samningurinn hafi ekki verið borinn undir Alþingi
FréttirÞriðji orkupakkinn

Frosti: „Hneyksli“ að ECT-samn­ing­ur­inn hafi ekki ver­ið bor­inn und­ir Al­þingi

Frosti Sig­ur­jóns­son, fyrr­ver­andi þing­mað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins og einn af tals­mönn­um Ork­unn­ar okk­ar, tel­ur það stjórn­ar­skrár­brot að Ís­land hafi und­ir­geng­ist skuld­bind­ing­ar ECT-samn­ings­ins án að­komu Al­þing­is. Gunn­ar Bragi Sveins­son stóð að full­gild­ingu samn­ings­ins í rík­is­stjórn­ar­tíð Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar.
Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“
FréttirÞriðji orkupakkinn

Að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar rétt­læt­ir full­gild­ingu ECT-samn­ings­ins: „Stund­um er hlut­um bland­að inn í um­ræð­una“

Hinn um­deildi samn­ing­ur um vernd orku­fjár­fest­inga varð ekki bind­andi fyr­ir Ís­land fyrr en rík­is­stjórn Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar full­gilti hann ár­ið 2015. Ólíkt því sem lagt var upp með við und­ir­rit­un samn­ings­ins 20 ár­um áð­ur var full­gild­ing­in ekki bor­in und­ir Al­þingi. Að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar Dav­íðs gef­ur lít­ið fyr­ir frétta­flutn­ing af mál­inu, en önn­ur Evr­ópu­ríki töldu ástæðu til að sam­þykkja sér­staka yf­ir­lýs­ingu um for­ræði yf­ir sæ­strengj­um og olíu­leiðsl­um. Með und­ir­rit­un Gunn­ars Braga Sveins­son­ar og Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar ár­ið 2015 skuld­bundu ís­lensk stjórn­völd sig til að fram­fylgja samn­ingn­um í hví­vetna.
Stjórn Sigmundar fullgilti umdeildan samning um vernd orkufjárfestinga
FréttirÞriðji orkupakkinn

Stjórn Sig­mund­ar full­gilti um­deild­an samn­ing um vernd orku­fjár­fest­inga

Með full­gild­ingu ECT-samn­ings­ins hafa ís­lensk stjórn­völd skuld­bund­ið sig til að liðka fyr­ir frjáls­um við­skipt­um með orku­auð­lind­ir og að beita sér fyr­ir sam­keppni, mark­aðsvæð­ingu og sam­vinnu á sviði orku­flutn­inga. Reynt gæti á ákvæði samn­ings­ins ef upp koma deil­ur um lagn­ingu sæ­strengs, en fjár­fest­ar hafa með­al ann­ars not­að samn­ing­inn sem vopn gegn stjórn­valds­að­gerð­um sem er ætl­að að halda niðri raf­orku­verði til al­menn­ings.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Á ekki möguleika á að fá réttláta málsmeðferð“
3
Fréttir

„Á ekki mögu­leika á að fá rétt­láta máls­með­ferð“

Nauðg­un­ar­kær­an var felld nið­ur, en um­boðs­mað­ur Al­þing­is tek­ur und­ir að­finnsl­ur við rann­sókn lög­reglu, varð­andi at­riði sem hefðu getað skipt máli við sönn­un­ar­mat. Eft­ir at­hug­un á máli Guðnýj­ar S. Bjarna­dótt­ur sendi um­boðs­mað­ur Al­þing­is einnig rík­is­sak­sókn­ara ábend­ingu varð­andi varð­veislu gagna í saka­mál­um og árétt­aði mik­il­vægi þess að ákær­andi hafi öll gögn und­ir hönd­um þeg­ar hann tek­ur af­stöðu.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
1
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
5
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár