Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

Stund­in ræð­ir við þekkt­an palestínsk­an bar­áttu­mann sem er þakk­lát­ur Hat­ara fyr­ir að sýna mál­staðn­um stuðn­ing.

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

Mustafa Barghouti, læknir og fyrrverandi forsetaframbjóðandi í Palestínu sem fengið hefur tilnefningu til friðarverðlauna Nóbels, hafði samband við meðlimi Hatara í dag og þakkaði þeim fyrir að hafa notað Eurovision-keppnina sem vettvang til að sýna Palestínu stuðning.

„Ég held að þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna með því sem þeir gerðu,“ segir Mustafa í samtali við Stundina. „Ég þakkaði þeim fyrir þrennt. Í fyrsta lagi fyrir að hafa dregið fram palestínska fánann. Eins og þú kannski veist er prinsippafstaða okkar sú að tónlistarfólk eigi að sniðganga Evrópsku söngvakeppina. En við skiljum sjónarmið Hatara um að ef þau hefðu ekki sniðgengið keppnina hefði einfaldlega einhver annar flytjandi tekið þátt fyrir hönd Íslands í staðinn. Þau gerðu það sem þau lofuðu, að draga fram fánann og þessi samstöðuyfirlýsing þeirra hefur vakið athygli um allan heim. Þetta gerðu þau þótt þau vissu að þeim gæti verið refsað fyrir það.“

Mustafa segist einnig hafa þakkað meðlimum Hatara fyrir „dásamlegar yfirlýsingar“ í hinum og þessum fjölmiðlum. Sem kunnugt er hafa hljómsveitarmeðlimir notað hugtök eins og hernám og aðskilnaðarstefna til að lýsa ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Þetta hefur vakið talsverða athygli og komið við kauninn á Ísraelsmönnum og stjórnendum söngvakeppninnar.

„Að lokum þakkaði ég þeim fyrir að vera að vinna að nýju lagi fyrir Palestínu,“ segir Mustafa. „Við kunnum mjög að meta það sem þau hafa gert. Allt þetta endurspeglar hve samstaða Íslendinga með Palestínumönnum ristir djúpt.“

„Allt þetta endurspeglar hve 
samstaða Íslendinga með 
Palestínumönnum ristir djúpt“

Eins og fjallað hefur verið um í íslenskum og erlendum fjölmiðlum drógu meðlimir Hatara fram borða með palestínskum fánalitum þegar stigagjöfin var kynnt í gærkvöldi. Olli þetta nokkru fjaðrafoki; öryggisverðir komu aðvífandi og hrifsuðu af þeim fánann og gerð voru hróp að hljómsveitinni. 

Mustafa Barghouti var aðalritari Palestínska þjóðarframtaksins (e. Palestinian National Initiative) um árabil, situr í Löggjafarráði Palestínu og í miðstjórn Palestínsku frelsishreyfingarinnar (PLO). 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár