Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

Stund­in ræð­ir við þekkt­an palestínsk­an bar­áttu­mann sem er þakk­lát­ur Hat­ara fyr­ir að sýna mál­staðn­um stuðn­ing.

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

Mustafa Barghouti, læknir og fyrrverandi forsetaframbjóðandi í Palestínu sem fengið hefur tilnefningu til friðarverðlauna Nóbels, hafði samband við meðlimi Hatara í dag og þakkaði þeim fyrir að hafa notað Eurovision-keppnina sem vettvang til að sýna Palestínu stuðning.

„Ég held að þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna með því sem þeir gerðu,“ segir Mustafa í samtali við Stundina. „Ég þakkaði þeim fyrir þrennt. Í fyrsta lagi fyrir að hafa dregið fram palestínska fánann. Eins og þú kannski veist er prinsippafstaða okkar sú að tónlistarfólk eigi að sniðganga Evrópsku söngvakeppina. En við skiljum sjónarmið Hatara um að ef þau hefðu ekki sniðgengið keppnina hefði einfaldlega einhver annar flytjandi tekið þátt fyrir hönd Íslands í staðinn. Þau gerðu það sem þau lofuðu, að draga fram fánann og þessi samstöðuyfirlýsing þeirra hefur vakið athygli um allan heim. Þetta gerðu þau þótt þau vissu að þeim gæti verið refsað fyrir það.“

Mustafa segist einnig hafa þakkað meðlimum Hatara fyrir „dásamlegar yfirlýsingar“ í hinum og þessum fjölmiðlum. Sem kunnugt er hafa hljómsveitarmeðlimir notað hugtök eins og hernám og aðskilnaðarstefna til að lýsa ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Þetta hefur vakið talsverða athygli og komið við kauninn á Ísraelsmönnum og stjórnendum söngvakeppninnar.

„Að lokum þakkaði ég þeim fyrir að vera að vinna að nýju lagi fyrir Palestínu,“ segir Mustafa. „Við kunnum mjög að meta það sem þau hafa gert. Allt þetta endurspeglar hve samstaða Íslendinga með Palestínumönnum ristir djúpt.“

„Allt þetta endurspeglar hve 
samstaða Íslendinga með 
Palestínumönnum ristir djúpt“

Eins og fjallað hefur verið um í íslenskum og erlendum fjölmiðlum drógu meðlimir Hatara fram borða með palestínskum fánalitum þegar stigagjöfin var kynnt í gærkvöldi. Olli þetta nokkru fjaðrafoki; öryggisverðir komu aðvífandi og hrifsuðu af þeim fánann og gerð voru hróp að hljómsveitinni. 

Mustafa Barghouti var aðalritari Palestínska þjóðarframtaksins (e. Palestinian National Initiative) um árabil, situr í Löggjafarráði Palestínu og í miðstjórn Palestínsku frelsishreyfingarinnar (PLO). 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bráðafjölskylda á vaktinni
5
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár