Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Segir Kínverja standa að baki Finnafjarðarhöfn

Björn Bjarna­son, fyrr­ver­andi ráð­herra, seg­ir Ís­landi standa til boða fjár­magn frá kín­versk­um stjórn­völd­um til að efla sigl­ing­ar um Norð­ur­slóð­ir.

Segir Kínverja standa að baki Finnafjarðarhöfn

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, segir vaxandi áhuga Kínverja á siglingum um Norðurslóðir vera ástæðu þess að áform eru komin af stað um byggingu umskipunarhafnar í Finnafirði á Norðausturlandi. Íslandi bjóðist kínverskt fjármagn til að nota í slíkar framkvæmdir.

„Fleiri þættir en verkfræðilegir og fjárhagslegir koma til álita við ákvarðanir um stórframkvæmdir,“ skrifar Björn í grein í Morgunblaðinu í dag. „Þetta á ekki síst við þegar Kínverjar eiga í hlut. Vissulega kunna Kínverjar á einn eða annan hátt að standa að baki áformunum um umskipunarhöfn í Finnafirði.“

Fjallar Björn um verkefni kínverska stjórnvalda „belti og braut“ sem snúi að fjárfestingu Kínverja í land- og sjósamgöngum víða um heim. Er markmiðið meðal annars að efla hina svokölluðu Pól-silkileið, siglingar um Norðurslóðir, sem stytta sjóflutninga á milli Asíu og Evrópu um allt að tíu daga, með tilheyrandi sparnaði og minni útblæstri. Er verkefnið um tíu sinnum stærra en öll Marshall aðstoð Bandaríkjanna eftir Seinni heimsstyrjöld.

Segir Björn að Finnafjarðarhöfn verði í samkeppni við hafnarbæinn Kirkenes í Noregi hvað varðar umskipun vegna siglinga um Norðurslóðir. Kínverjar hafi þegar tilkynnt um miklar fjárfestingar við lestarsamgöngur á svæðinu í gegnum „belti og braut“ verkefnið. Kínverska skipafélagið COSCO sé fremst á sviði siglinga norður fyrir Rússland.

Björn bendir á að Jin Zhijian, sendiherra Kína á Íslandi, segi að samskipti Íslands og Kína muni eflast gerist íslenska ríkisstjórnin aðili að verkefninu. „Undir þeim hatti gætu Íslendingar átt sameiginlega aðild að þróun Pól-silkileiðarinnar,“ skrifar Björn. „Sé meginmarkmið hennar hins vegar að stytta siglingatíma COSCO-skipa með varning til Norður-Atlantshafssvæðisins sýnist höfn í Kirkenes skynsamlegri kostur fyrir Kínverja til umskipunar en höfn í Finnafirði. Sigling þangað gæti orðið þremur sólarhringum lengri fyrir COSCO-skipin en til Kirkenes.“

Loks segir Björn að kínversk stjórnvöld leggi mikla áherslu á að hlustað sé á málflutning þeirra á vegum Norðurskautsráðsins. „Á hringborðsfundinum í Shanghai tók Ólafur Ragnar Grímsson upp hanskann fyrir Kínverja, þeir hefðu réttmæta ástæðu til afskipta af norðurskautinu, loftslagsbreytingar þar gætu til dæmis leitt til flóða í Shanghai,“ skrifar hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár