Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Segir Kínverja standa að baki Finnafjarðarhöfn

Björn Bjarna­son, fyrr­ver­andi ráð­herra, seg­ir Ís­landi standa til boða fjár­magn frá kín­versk­um stjórn­völd­um til að efla sigl­ing­ar um Norð­ur­slóð­ir.

Segir Kínverja standa að baki Finnafjarðarhöfn

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, segir vaxandi áhuga Kínverja á siglingum um Norðurslóðir vera ástæðu þess að áform eru komin af stað um byggingu umskipunarhafnar í Finnafirði á Norðausturlandi. Íslandi bjóðist kínverskt fjármagn til að nota í slíkar framkvæmdir.

„Fleiri þættir en verkfræðilegir og fjárhagslegir koma til álita við ákvarðanir um stórframkvæmdir,“ skrifar Björn í grein í Morgunblaðinu í dag. „Þetta á ekki síst við þegar Kínverjar eiga í hlut. Vissulega kunna Kínverjar á einn eða annan hátt að standa að baki áformunum um umskipunarhöfn í Finnafirði.“

Fjallar Björn um verkefni kínverska stjórnvalda „belti og braut“ sem snúi að fjárfestingu Kínverja í land- og sjósamgöngum víða um heim. Er markmiðið meðal annars að efla hina svokölluðu Pól-silkileið, siglingar um Norðurslóðir, sem stytta sjóflutninga á milli Asíu og Evrópu um allt að tíu daga, með tilheyrandi sparnaði og minni útblæstri. Er verkefnið um tíu sinnum stærra en öll Marshall aðstoð Bandaríkjanna eftir Seinni heimsstyrjöld.

Segir Björn að Finnafjarðarhöfn verði í samkeppni við hafnarbæinn Kirkenes í Noregi hvað varðar umskipun vegna siglinga um Norðurslóðir. Kínverjar hafi þegar tilkynnt um miklar fjárfestingar við lestarsamgöngur á svæðinu í gegnum „belti og braut“ verkefnið. Kínverska skipafélagið COSCO sé fremst á sviði siglinga norður fyrir Rússland.

Björn bendir á að Jin Zhijian, sendiherra Kína á Íslandi, segi að samskipti Íslands og Kína muni eflast gerist íslenska ríkisstjórnin aðili að verkefninu. „Undir þeim hatti gætu Íslendingar átt sameiginlega aðild að þróun Pól-silkileiðarinnar,“ skrifar Björn. „Sé meginmarkmið hennar hins vegar að stytta siglingatíma COSCO-skipa með varning til Norður-Atlantshafssvæðisins sýnist höfn í Kirkenes skynsamlegri kostur fyrir Kínverja til umskipunar en höfn í Finnafirði. Sigling þangað gæti orðið þremur sólarhringum lengri fyrir COSCO-skipin en til Kirkenes.“

Loks segir Björn að kínversk stjórnvöld leggi mikla áherslu á að hlustað sé á málflutning þeirra á vegum Norðurskautsráðsins. „Á hringborðsfundinum í Shanghai tók Ólafur Ragnar Grímsson upp hanskann fyrir Kínverja, þeir hefðu réttmæta ástæðu til afskipta af norðurskautinu, loftslagsbreytingar þar gætu til dæmis leitt til flóða í Shanghai,“ skrifar hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
6
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár