Fyrirtæki sem meðal annars er í eigu Hreiðars Más Sigurðssonar, athafnamanns og fyrrverandi bankastjóra Kaupþings, greiðir Orkuveitu Reykjavíkur rúmlega 7 milljónir króna á ári fyrir veiðiréttinn í Þorsteinsvík og Ölfusvatnsvík í Þingvallavatni og Erni Jónassyni bónda á Nesjum 1 milljóna en getur selur afnot af þessum veiðirétti fyrir allt að 21 milljón króna á ári. Þessi upphæð er miðuð við að allar fjórar stangirnar á veiðisvæðinu, sem yfirleitt er kallað ION-svæðið eftir samnefndu hóteli Hreiðars Más í nágrenni við svæðið, seljist alla daga yfir það fimm mánaða tímabil sem veiðitímabilið stendur yfir.

Jóhann Hafnfjörð Rafnsson, framkvæmdastjóri og einn af eigendum fyrirtækisins sem heitir ION Fishing, segir hins vegar að sala á veiðileyfunum á ION-svæðinu detti niður í júní, …
Athugasemdir