Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Dómstólar Guðs

Hug­tak­ið sja­ría­l­ög skýt­ur mörg­um skelk í bringu á Vest­ur­lönd­um þar sem flest­ir tengja orð­ið við lim­lest­ing­ar og af­tök­ur í al­ræð­is­ríkj­um á borð við Sádi-Ar­ab­íu. Það er hins veg­ar að­eins ein birt­ing­ar­mynd þess­ar­ar fornu laga­hefð­ar sem var end­ur­vak­in eða end­ur­skil­greind af póli­tísk­um öfl­um á 20. öld­inni og er oft mis­skil­in í dag.

Dómstólar Guðs
Hassanal Bolkiah, soldáninn af Brúnei Soldánsdæmið Brúnei komst óvænt í fréttirnar á dögunum eftir að soldáninn, sem þar er einráður, tilkynnti að hann hygðist innleiða íslömsk sjaríalög í ríkinu. Mynd: Shutterstock

Soldánsdæmið Brúnei komst óvænt í fréttirnar á dögunum eftir að soldáninn, sem þar er einráður, tilkynnti að hann hygðist innleiða íslömsk sjaríalög í ríkinu. Flest múslimaríki byggja að einhverju leyti á þessari sömu lagahefð en túlkanir eru svo margar og fjölbreyttar að það getur verið erfitt að bera þær saman. Meðal súnní-múslima eru fjórir jafngildir skólar lagatúlkunar og sjía-múslimar hafa sínar eigin hefðir. Þar að auki hefur framkvæmd og eftirfylgni laganna ákveðin sérkenni í hverju ríki fyrir sig.

Sjálft orðið er sennilega af hebreskum uppruna og merkir „vegurinn“ eða „leiðin“. Það vísar til þess að þegar Múhameð spámaður færði fylgismönnum boðskap sinn var ekki bara um að ræða trúarbrögð heldur heildstæðan lífsstíl sem mótaði alla hegðun og daglegt líf. Þannig tókst honum að sameina fjölbreytt eyðimerkursamfélög hirðingja sem höfðu borist á banaspjótum öldum saman.

Boðskapur Múhameðs, og meira að segja Kóraninn sjálfur, var ekki tekinn saman með skipulegum hætti fyrr …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
2
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár