Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Inga Sæland sendir fjölmiðlum myndir af íslenskum fyrirbura

Stúlk­an nafn­greind og sögð „full­kom­lega heil­brigð“ og „glöð og ánægð með líf­ið“.

Inga Sæland sendir fjölmiðlum myndir af íslenskum fyrirbura

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur sent fjölmiðlum myndir af fjögurra ára stúlku sem fæddist á 23. viku meðgöngu en er í dag fjögurra ára gömul. Tekur Inga fram að myndirnar séu sendar með vitund og vilja foreldranna. Fram kemur í tölvupósti frá móður stúlkunnar að stúlkan sé „fullkomlega heilbrigð“ og „glöð og ánægð með lífið“.

Eins og Stundin fjallaði um í gær vilja þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins þrengja verulega réttinn til að gangast undir þungunarrof frá því sem nú er. Þegar frumvarp heilbrigðisráðherra til laga um þungunarrof var afgreitt úr annarri umræðu greiddu Inga Sæland, Guðmundur Ingi Kristinsson og Karl Gauti Hjaltason atkvæði með breytingartillögu þess efnis að heimild til þungunarrofs miði við aðeins 12 vikur „nema fyrir hendi séu ótvíræðar læknisfræðilegar ástæður og lífi og heilsu konunnar sé stefnt í meiri hættu með lengri meðgöngu og/eða fæðingu“. Ef slík breyting næði fram að ganga má ráða, miðað við opinberar tölur um fóstureyðingar, að á hverju ári yrðu tugir kvenna látnir ganga með og fæða barn gegn vilja sínum. Slík kvöð yrði óháð félagslegum aðstæðum og lögð á konur þótt ólétta stafaði til dæmis af nauðgun eða sifjaspelli. Þótt barn hefði greinst með alvarlega fötlun mætti kona ekki gangast undir þungunarrof nema ef ljóst væri að áframhaldandi þungun stefndi lífi hennar í hættu eða fóstur teldist ekki lífvænlegt til frambúðar.  

„Vegna fóstureyðingarfrumvarpsins sem nú býður atkvæðagreiðslu Alþingis, sendi ég ykkur þessar myndir með vitund og vilja foreldra þessarar litlu stúlku,“ segir í tölvupóstinum sem Inga Sæland sendi öllum fjölmiðlum í kvöld. Í viðhengi eru sex myndir af stúlkunni, bæði nýjar myndir og af henni nýfæddri.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Þungunarrof

Varaþingmaður Miðflokksins talaði um jónandi geislun: „Það er fóstrið sem ræður“
FréttirÞungunarrof

Vara­þing­mað­ur Mið­flokks­ins tal­aði um jón­andi geisl­un: „Það er fóstr­ið sem ræð­ur“

„Til að mynda með jón­andi geisl­un um borð í loft­ferð­um, þar má venju­legt fólk fá eitt milli-sívert. Geislastétt­ir, til að mynda rönt­g­en­tækn­ar mega taka 3 milli-sívert og flug­stétt­ir sex, en það er fóstr­ið sem ræð­ur.“ Þetta sagði vara­þing­mað­ur Mið­flokks­ins í um­ræð­um um þung­un­ar­rof rétt í þessu.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu