Nefnd um dómarastörf taldi það ekki falla undir valdsvið sitt að hafa afskipti af því að Davíð Þór Björgvinsson tæki að sér launað starf fyrir ríkislögmann vegna varna ríkisins fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í Landsréttarmálinu eftir að Davíð var skipaður dómari við Landsrétt.
Þetta kemur fram í svörum nefndarinnar vegna fyrirspurnar í tengslum við sakamál sem nú er rekið fyrir Landsrétti. Þar er deilt um hæfi Davíðs Þórs til að dæma í málum er varða íslenska ríkið, en Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður hefur krafist þess að Davíð víki sæti í máli skjólstæðings síns.
„Ákærði á ekki að þurfa að sæta því að embættisdómari sem hefur verið að sinna lögmannsstörfum fyrir framkvæmdavaldið og er að reka dómsmál gegn skipuðum verjanda hans fyrir MDE dæmi í máli hans,“ sagði Vilhjálmur í bréfi sem hann sendi Landsrétti í byrjun apríl.
Málflutningur fór fram í Landsrétti fimmtudaginn 9. maí.
Ákæruvaldið …
Athugasemdir