Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sjálfstæðismenn urðu hræddir: „Hefurðu heyrt um einhvern Íslending með bakpoka sem sprengir sig upp?“

Sig­urð­ur Sig­ur­björns­son, formað­ur Sjálf­stæð­is­fé­lags­ins í Kópa­vogi, seg­ist ekk­ert hafa á móti hæl­is­leit­end­um en hafa áhyggj­ur af öfg­um. „Við er­um ný­bú­in að hlusta á frétt­ir frá Sri Lanka um að ein af sprengj­un­um hafi kom­ið frá bak­poka.“

Sjálfstæðismenn urðu hræddir: „Hefurðu heyrt um einhvern Íslending með bakpoka sem sprengir sig upp?“

Gestir á fundi Sjálfstæðismanna um þriðja orkupakkann höfðu áhyggjur af bakpoka sem hælisleitandi hafði meðferðis. Hringt var í lögregluna, lögreglulið kom sér fyrir við Kópavogskirkju og ráðherrar fóru „ákveðna flóttaleið“ út af fundinum. 

Þetta kemur fram í viðtali við Sigurð Sigurbjörnsson, formann Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi, í frétt á vef Hringbrautar. „Það var líka ógnandi eins og einhver hafði á orði eftir fundinn, hvað hefði getað verið í þessum bakpoka,“ segir hann í viðtalinu.

Stundin hafði samband við Sigurð í von um frekari skýringar. Hann gefur lítið fyrir frétt Hringbrautar og segir að orð sín hafi verið tekin úr samhengi. 

„Ég hef ekkert á móti hælisleitendum, en það kemur þessu ekki við. Þeir áttu ekki erindi á þennan fund. Staða þeirra er veik þótt hún sé ekki verri á Íslandi en víða annars staðar. Ég held að það þurfi að vinna hraðar og betur að þessum málum hér á landi, en við skulum samt hafa í huga að gagnaöflun er erfið því hælisleitendurnir koma oft með fölsuð skilríki,“ segir hann.

„Ég öfunda ekki hælisleitendur og sem betur fer hefur maður aldrei þurft að vera í þeirra sporum. En hvað eru Íslendingar að hugsa sem draga þá sem einhverja leiksýningu inn á fundi til að vera með læti? Er ekki Rauði krossinn að vinna alveg ágætt starf fyrir hælisleitendur?“

„Hefurðu heyrt um einhvern Íslending
með bakpoka sem hafi sprengt sig upp?“

Segir fólk hafa orðið hrætt

Aðspurður hvers vegna fólk hafi haft áhyggjur af því að manneskja væri með bakpoka segir Sigurður: 

„Menn hugsa ýmsa hluti og það fór slatti af fólki út úr salnum þegar þetta gerðist. Fólk hafði áhyggjur af ástandinu sem myndaðist þarna. Það var reynt að fá þá [hælisleitendurna] til að róa sig og þeim bent á að þetta væri hvorki staður né stund til að taka þessa umræðu. Þetta truflaði mannskapinn og fólk varð hrætt. Þessi einstaklingur var eitt, en svo voru hróp og köll annars staðar frá.“

Hann heldur áfram: „Við erum nýbúin að hlusta á fréttir frá Sri Lanka um að ein af sprengjunum hafi komið frá bakpoka. Það gerðist í Boston-maraþoninu fyrir örfáum árum. Ég hugsaði þetta ekki sjálfur. En þetta heyrðist eitthvað aðeins, pískur um þennan bakpoka.“ 

En heldurðu að sams konar áhyggjur hefðu komið upp ef hvítur Íslendingur væri með bakpoka á fundinum? 

„Hefurðu heyrt um einhvern Íslending með bakpoka sem sprengir sig upp?“ 

Nei, en maður hefur heldur ekki heyrt af hælisleitanda á Íslandi með bakpoka sem sprengir sig upp. 

„Nei, en við vitum heldur ekki alltaf hverjir þessir hælisleitendur eru. Á meðan þeir koma með fölsuð skilríki, þá vitum við ekki hverjir þeir eru og þá er ekki hægt að kanna það.“

Anders Breivik þurfti engin fölsuð skilríki... þú skilur hvað ég er að fara?

„Já, ég skil það alveg og þú sérð hvað gerðist á Nýja Sjálandi. Við erum með ofsafengna brjálæðinga sem eru hvítir öfgahægrimenn. Við höfum séð hvernig andúðin og öfgarnar blossa upp í okkar samfélagi miðað við hvernig menn skrifa og orðræðan er.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár