Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sjálfstæðismenn urðu hræddir: „Hefurðu heyrt um einhvern Íslending með bakpoka sem sprengir sig upp?“

Sig­urð­ur Sig­ur­björns­son, formað­ur Sjálf­stæð­is­fé­lags­ins í Kópa­vogi, seg­ist ekk­ert hafa á móti hæl­is­leit­end­um en hafa áhyggj­ur af öfg­um. „Við er­um ný­bú­in að hlusta á frétt­ir frá Sri Lanka um að ein af sprengj­un­um hafi kom­ið frá bak­poka.“

Sjálfstæðismenn urðu hræddir: „Hefurðu heyrt um einhvern Íslending með bakpoka sem sprengir sig upp?“

Gestir á fundi Sjálfstæðismanna um þriðja orkupakkann höfðu áhyggjur af bakpoka sem hælisleitandi hafði meðferðis. Hringt var í lögregluna, lögreglulið kom sér fyrir við Kópavogskirkju og ráðherrar fóru „ákveðna flóttaleið“ út af fundinum. 

Þetta kemur fram í viðtali við Sigurð Sigurbjörnsson, formann Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi, í frétt á vef Hringbrautar. „Það var líka ógnandi eins og einhver hafði á orði eftir fundinn, hvað hefði getað verið í þessum bakpoka,“ segir hann í viðtalinu.

Stundin hafði samband við Sigurð í von um frekari skýringar. Hann gefur lítið fyrir frétt Hringbrautar og segir að orð sín hafi verið tekin úr samhengi. 

„Ég hef ekkert á móti hælisleitendum, en það kemur þessu ekki við. Þeir áttu ekki erindi á þennan fund. Staða þeirra er veik þótt hún sé ekki verri á Íslandi en víða annars staðar. Ég held að það þurfi að vinna hraðar og betur að þessum málum hér á landi, en við skulum samt hafa í huga að gagnaöflun er erfið því hælisleitendurnir koma oft með fölsuð skilríki,“ segir hann.

„Ég öfunda ekki hælisleitendur og sem betur fer hefur maður aldrei þurft að vera í þeirra sporum. En hvað eru Íslendingar að hugsa sem draga þá sem einhverja leiksýningu inn á fundi til að vera með læti? Er ekki Rauði krossinn að vinna alveg ágætt starf fyrir hælisleitendur?“

„Hefurðu heyrt um einhvern Íslending
með bakpoka sem hafi sprengt sig upp?“

Segir fólk hafa orðið hrætt

Aðspurður hvers vegna fólk hafi haft áhyggjur af því að manneskja væri með bakpoka segir Sigurður: 

„Menn hugsa ýmsa hluti og það fór slatti af fólki út úr salnum þegar þetta gerðist. Fólk hafði áhyggjur af ástandinu sem myndaðist þarna. Það var reynt að fá þá [hælisleitendurna] til að róa sig og þeim bent á að þetta væri hvorki staður né stund til að taka þessa umræðu. Þetta truflaði mannskapinn og fólk varð hrætt. Þessi einstaklingur var eitt, en svo voru hróp og köll annars staðar frá.“

Hann heldur áfram: „Við erum nýbúin að hlusta á fréttir frá Sri Lanka um að ein af sprengjunum hafi komið frá bakpoka. Það gerðist í Boston-maraþoninu fyrir örfáum árum. Ég hugsaði þetta ekki sjálfur. En þetta heyrðist eitthvað aðeins, pískur um þennan bakpoka.“ 

En heldurðu að sams konar áhyggjur hefðu komið upp ef hvítur Íslendingur væri með bakpoka á fundinum? 

„Hefurðu heyrt um einhvern Íslending með bakpoka sem sprengir sig upp?“ 

Nei, en maður hefur heldur ekki heyrt af hælisleitanda á Íslandi með bakpoka sem sprengir sig upp. 

„Nei, en við vitum heldur ekki alltaf hverjir þessir hælisleitendur eru. Á meðan þeir koma með fölsuð skilríki, þá vitum við ekki hverjir þeir eru og þá er ekki hægt að kanna það.“

Anders Breivik þurfti engin fölsuð skilríki... þú skilur hvað ég er að fara?

„Já, ég skil það alveg og þú sérð hvað gerðist á Nýja Sjálandi. Við erum með ofsafengna brjálæðinga sem eru hvítir öfgahægrimenn. Við höfum séð hvernig andúðin og öfgarnar blossa upp í okkar samfélagi miðað við hvernig menn skrifa og orðræðan er.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu