Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Segja aðgerðir Bandaríkjanna gegn Venesúela hafa kostað tugi þúsunda lífið

Hag­fræð­ing­arn­ir Jef­frey D. Sachs og Mark Weis­brot greina áhrif efna­hags­þving­ana Banda­ríkja­stjórn­ar á lífs­kjör al­menn­ings í Venesúela. Ís­lend­ing­ar lögð­ust gegn álykt­un í Mann­rétt­inda­ráði Sam­ein­uðu þjóð­anna um að ein­hliða þving­un­ar­að­gerð­ir yrðu for­dæmd­ar.

Segja aðgerðir Bandaríkjanna gegn Venesúela hafa kostað tugi þúsunda lífið

Efnahagsþvinganir Bandaríkjanna gegn Venesúela hafa kostað tugþúsundir manns lífið. Aðgerðirnar juku mjög á efnahagsvanda landsins og gerðu að verkum að ómögulegt hefur reynst að koma böndum á óðaverðbólguna og reisa hagkerfið við. Þannig hefur lífskjörum og lýðheilsu hrakað, skortur á nauðsynjavörum orðið meiri og sárari og dánartíðni rokið upp úr öllu valdi.

Jeffrey D. Sachser á meðal þekktustu hagfræðinga heims og höfundur metsölubóka um þróunarmál.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýútkominni skýrslu hagfræðinganna Jeffrey D. Sachs og Mark Weisbrot um viðskiptaþvinganir Bandaríkjastjórnar og afleiðingar þeirra, Economic Sanctions as Collective Punishment: The Case of Venezuela.

Sachs og Weisbrot áætla að viðskiptaþvinganirnar hafi kostað að minnsta kosti 40 þúsund manns lífið á tímabilinu 2017 og 2018. Þær hafi gert hið skelfilega efnahagsástand í Venesúela verra en það ellegar væri og lagst þyngst á fátækustu og viðkvæmustu hópa landsins.

Grafið undan olíuverslun og öflun gjaldeyris

Höfundar benda á að samhliða stuðningsyfirlýsingu Bandaríkjanna við Juan Guaidó og hans menn hafi verið settar af stað víðtækar fjármála- og viðskiptaþvinganir gegn stjórnvöldum landsins og grafið sérstaklega undan olíuútflutningi og aðgangi landsins að gjaldeyri.

„Hagkerfi Venesúela er svipt aðgangi að milljörðum dala af gjaldeyristekjum sem þarf til að greiða fyrir lífsnauðsynlegar innflutningsvörur. Refsiaðgerðirnar sem ráðist var í árið 2019 með viðurkenningu á hliðarríkisstjórn í landinu hafa aukið á skort og jafnframt klippt á aðgang Venesúela að flestum alþjóðlegum greiðslukerfum. Fyrir vikið hafa landsmenn verið sviptir aðgangi að nauðsynlegum innflutningsvörum, svo sem lyfjum og mat,“ segja skýrsluhöfundar. „Það er hafið yfir allan vafa að þessar þvingunaraðgerðir frá ágúst 2017 hafa haft veruleg áhrif á líf og heilsu íbúa Venesúela.“ 

Sachs og Weisbrot telja aðgerðirnar fela í sér hóprefsingu gegn óbreyttum borgurum og þannig stangast á við alþjóðleg mannúðarlög, meðal annars sáttmála sem Bandaríkin eiga aðild að.

Ísland lagðist gegn fordæmingu á þvingunaraðgerðunum

Hér má sjá hvernig atkvæði féllu í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.

Íslensk stjórnvöld lýstu yfir stuðningi við Juan Guaidó sem bráðabirgðaforseta Venesúela þann 4. febrúar síðastliðinn.

Skömmu síðar greiddi Ísland atkvæði gegn tillögu Venesúela í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna um að einhliða þvingunaraðgerðir yrðu fordæmdar og skaðleg áhrif þeirra á lífskjör almennings og vernd mannréttinda viðurkennd.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur engu að síður lýst áhyggjum af skorti á nauðsynjavörum í Venesúela. „Ástandið í Venesúela er hreint út sagt skelfilegt. Í fyrra fór verðbólgan yfir milljón prósent. Fólk sveltur, rafmagnsskortur er viðvarandi, jafnvel á sjúkrahúsum, vatn er að verða munaðarvara, alger skortur er á öllum helstu nauðsynjavörum. Vonandi fer þetta ástand að breytast til hins betra sem allra, allra fyrst,“ skrifaði Bjarni nýlega á Facebook.

„Fólk sveltur, rafmagnsskortur er viðvarandi, jafnvel á sjúkrahúsum, vatn er að verða munaðarvara, alger skortur er á öllum helstu nauðsynjavörum“

Eins og Jeffrey Sachs og Mark Weisbrot greina í skýrslu sinni hafa þvingunaraðgerðir Bandaríkjanna gegn Venesúela aukið verulega á þennan skort og gert ríkisstjórn landsins erfiðara að vinna gegn honum.

„Þvingunaraðgerðir Bandaríkjanna miða að því að rústa hagkerfi Venesúela enn frekar og ýta þannig undir stjórnarskipti. Þetta er árangurslaust, kaldrifjað, ólöglegt og klúðurslegt og hefur skelfilegar afleiðingar fyrir íbúa Venesúela,“ segir Jeffrey Sachs í viðtali við Democracy Now. Hér má lesa skýrslu þeirra Mark Weisbrot í heild sem unnin var fyrir hugveituna Center for Economic and Policy Research.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
3
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
4
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
3
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár