Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Segja aðgerðir Bandaríkjanna gegn Venesúela hafa kostað tugi þúsunda lífið

Hag­fræð­ing­arn­ir Jef­frey D. Sachs og Mark Weis­brot greina áhrif efna­hags­þving­ana Banda­ríkja­stjórn­ar á lífs­kjör al­menn­ings í Venesúela. Ís­lend­ing­ar lögð­ust gegn álykt­un í Mann­rétt­inda­ráði Sam­ein­uðu þjóð­anna um að ein­hliða þving­un­ar­að­gerð­ir yrðu for­dæmd­ar.

Segja aðgerðir Bandaríkjanna gegn Venesúela hafa kostað tugi þúsunda lífið

Efnahagsþvinganir Bandaríkjanna gegn Venesúela hafa kostað tugþúsundir manns lífið. Aðgerðirnar juku mjög á efnahagsvanda landsins og gerðu að verkum að ómögulegt hefur reynst að koma böndum á óðaverðbólguna og reisa hagkerfið við. Þannig hefur lífskjörum og lýðheilsu hrakað, skortur á nauðsynjavörum orðið meiri og sárari og dánartíðni rokið upp úr öllu valdi.

Jeffrey D. Sachser á meðal þekktustu hagfræðinga heims og höfundur metsölubóka um þróunarmál.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýútkominni skýrslu hagfræðinganna Jeffrey D. Sachs og Mark Weisbrot um viðskiptaþvinganir Bandaríkjastjórnar og afleiðingar þeirra, Economic Sanctions as Collective Punishment: The Case of Venezuela.

Sachs og Weisbrot áætla að viðskiptaþvinganirnar hafi kostað að minnsta kosti 40 þúsund manns lífið á tímabilinu 2017 og 2018. Þær hafi gert hið skelfilega efnahagsástand í Venesúela verra en það ellegar væri og lagst þyngst á fátækustu og viðkvæmustu hópa landsins.

Grafið undan olíuverslun og öflun gjaldeyris

Höfundar benda á að samhliða stuðningsyfirlýsingu Bandaríkjanna við Juan Guaidó og hans menn hafi verið settar af stað víðtækar fjármála- og viðskiptaþvinganir gegn stjórnvöldum landsins og grafið sérstaklega undan olíuútflutningi og aðgangi landsins að gjaldeyri.

„Hagkerfi Venesúela er svipt aðgangi að milljörðum dala af gjaldeyristekjum sem þarf til að greiða fyrir lífsnauðsynlegar innflutningsvörur. Refsiaðgerðirnar sem ráðist var í árið 2019 með viðurkenningu á hliðarríkisstjórn í landinu hafa aukið á skort og jafnframt klippt á aðgang Venesúela að flestum alþjóðlegum greiðslukerfum. Fyrir vikið hafa landsmenn verið sviptir aðgangi að nauðsynlegum innflutningsvörum, svo sem lyfjum og mat,“ segja skýrsluhöfundar. „Það er hafið yfir allan vafa að þessar þvingunaraðgerðir frá ágúst 2017 hafa haft veruleg áhrif á líf og heilsu íbúa Venesúela.“ 

Sachs og Weisbrot telja aðgerðirnar fela í sér hóprefsingu gegn óbreyttum borgurum og þannig stangast á við alþjóðleg mannúðarlög, meðal annars sáttmála sem Bandaríkin eiga aðild að.

Ísland lagðist gegn fordæmingu á þvingunaraðgerðunum

Hér má sjá hvernig atkvæði féllu í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.

Íslensk stjórnvöld lýstu yfir stuðningi við Juan Guaidó sem bráðabirgðaforseta Venesúela þann 4. febrúar síðastliðinn.

Skömmu síðar greiddi Ísland atkvæði gegn tillögu Venesúela í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna um að einhliða þvingunaraðgerðir yrðu fordæmdar og skaðleg áhrif þeirra á lífskjör almennings og vernd mannréttinda viðurkennd.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur engu að síður lýst áhyggjum af skorti á nauðsynjavörum í Venesúela. „Ástandið í Venesúela er hreint út sagt skelfilegt. Í fyrra fór verðbólgan yfir milljón prósent. Fólk sveltur, rafmagnsskortur er viðvarandi, jafnvel á sjúkrahúsum, vatn er að verða munaðarvara, alger skortur er á öllum helstu nauðsynjavörum. Vonandi fer þetta ástand að breytast til hins betra sem allra, allra fyrst,“ skrifaði Bjarni nýlega á Facebook.

„Fólk sveltur, rafmagnsskortur er viðvarandi, jafnvel á sjúkrahúsum, vatn er að verða munaðarvara, alger skortur er á öllum helstu nauðsynjavörum“

Eins og Jeffrey Sachs og Mark Weisbrot greina í skýrslu sinni hafa þvingunaraðgerðir Bandaríkjanna gegn Venesúela aukið verulega á þennan skort og gert ríkisstjórn landsins erfiðara að vinna gegn honum.

„Þvingunaraðgerðir Bandaríkjanna miða að því að rústa hagkerfi Venesúela enn frekar og ýta þannig undir stjórnarskipti. Þetta er árangurslaust, kaldrifjað, ólöglegt og klúðurslegt og hefur skelfilegar afleiðingar fyrir íbúa Venesúela,“ segir Jeffrey Sachs í viðtali við Democracy Now. Hér má lesa skýrslu þeirra Mark Weisbrot í heild sem unnin var fyrir hugveituna Center for Economic and Policy Research.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár