Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Þingmaður Miðflokksins ver Duterte og segir hann fórnarlamb „falsfrétta“

„Þetta er eins og mað­ur sé stadd­ur í ein­hverju leik­riti herra for­seti,“ sagði Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé sem mis­bauð mál­flutn­ing­ur Birg­is Þór­ar­ins­son­ar til varn­ar fil­ipp­eysk­um stjórn­völd­um.

Þingmaður Miðflokksins ver Duterte og segir hann fórnarlamb „falsfrétta“
Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins Mynd: Miðflokkurinn

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, er óánægður með að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafi gagnrýnt stjórnvöld á Filippseyjum fyrir mannréttindabrot á vettvangi Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. 

Í ræðu sem Birgir flutti á Alþingi í gær fagnaði hann þeim árangri sem ríkisstjórn Rodrigo Duterte hefði náð í stríði sínu gegn fíkniefnum og glæpahringjum.„Árangurinn af aðgerðum stjórnvalda er mikill og í flestum borgum landsins hefur glæpatíðni minnkað á bilinu 40 til 70 prósent,“ sagði hann.

Samkvæmt ársskýrslu Human Rights Watch hafa þúsundir verið drepnar í herferð Duterte gegn glæpahringjum síðan forsetinn tók við embætti í júní 2016. Sjálfur hefur forsetinn viðurkennt að hafa staðið að aftökum án dóms og laga. Þá hefur hann hvatt landsmenn til að drepa eiturlyfjafíkla og líkt sjálfum sér við Adolf Hitler.

Birgir Þórarinsson segir hins vegar að umræðan um ástandið á Filippseyjum sé lituð af „falsfréttum“. „Málið snýst um stríð gegn eiturlyfjum þar í landi og hafa stjórnvöld verið sökuð um dráp á borgurum án dóms og laga. Ekki er þó allt sem sýnist í þessum og mikið af falsfréttum hefur verið dreift sem eru fjármagnaðar af eiturlyfjahringjum á Filippseyjum og settar fram í þeim tilgangi að sverta stjórnvöld,“ sagði Birgir í ræðu sinni í gær.

Vill að eiturlyfjafíklar deyiÁtak Rodrigo Duterte gegn eiturlyfjum og glæpum snýst að miklu leyti um að murka lífið úr eiturlyfjafíklum og eiturlyfjasölum. Hann hefur líkt sjálfum sér við Hitler.

„Fjölmargir lögreglumenn hafa verið drepnir í þessum aðgerðum á Filippseyjum, en þær hafa hins vegar skilað verulegum árangri þar í landi og hófst þessi aðgerð fyrir þremur árum. Glæpatíðni á Filippseyjum var há og má segja að landið hafi verið þjakað af eiturlyfjagengum.“ Sagði þingmaðurinn að nú loksins væri staðan orðin þannig að almennir borgarar gætu gengið óhultir um götur Filippseyja að kvöldlagi. 

„Forsetinn á Filippseyjum nýtur mikils stuðnings meðal landsmanna og almenningur á Filippseyjum stendur fyllilega við bakið á forsetanum í þessu stríði. Ég tel að í þessu máli hefðum við átt að stíga varlegar til jarðar í mannréttindaráðinu.“

Blöskraði málflutningurinn**Kolbeinn Proppé**, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi Birgi Þórarinsson harðlega.

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, veitti andsvar og gagnrýndi Birgi harðlega fyrir málflutninginn.

„Er það, forseti, skoðun háttvirts þingmanns að stofnanir eins og Amnesty International, sem talar um grun um þúsundir ólöglegra aftaka eða drápa af hendi lögreglu á Fillipseyjum, að þetta byggi allt á misskilningi og falsfréttum? Ég veit eiginlega ekki hvað skal segja við svona málflutningi. Ég er of kurteis maður til að segja það sem ég hefði helst viljað segja hér í pontu,“ sagði hann. 

„Ég er of kurteis maður til að segja það sem
ég hefði helst viljað segja hér í pontu“

Kolbeinn rakti að samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum í Filippseyjum hefðu 4948 grunaðir eiturlyfjanotendur og eiturlyfjasalar dáið frá 1. júlí 2016 til 30. september 2018 í stríðinu gegn eiturlyfjum. „Alþjóðaglæpadómstóllinn tilkynnir að hann ætli að hefja forrannsókn á þessu – getur verið ef tæplega 5000 manns eru drepnir á þessum tíma í baráttunni gegn eiturlyfjum að eitthvað sé ekki í lagi? – í febrúar 2018. Mánuði síðar tilkynnir forseti Filippseyja að hann ætli að draga landið úr Alþjóðaglæpadómstólnum. Og hér stendur háttvirtur þingmaður, í forréttindastöðu sinni uppi á Íslandi og kallar þessar hörmungar falsfréttir. Mér er misboðið forseti.“

Birgir sagði málið ekki jafn einfalt og það liti út fyrir að vera. Sjálfur hefði hann rætt við samfélag Filippseyinga á Íslandi sem hefði frætt hann um stöðu mála. „Það fer tvennum sögum í þessum efnum og það er staðreynd að það hefur verið dreift heilmikið af falsfréttum hvað varðar stöðu mála og þá sérstaklega þessar svokölluðu aftökur án dóms og laga,“ sagði Birgir. Kolbeinn sagði málflutninginn óboðlegan. „Þetta er eins og maður sé staddur í einhverju leikriti herra forseti.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár