Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Vigdís Hauksdóttir setti fram þrjár rangfærslur í örstuttu viðtali

Um 60 pró­sent alls þess sem haft er eft­ir borg­ar­full­trú­an­um í við­tali á Mbl.is er ósatt eða á mis­skiln­ingi byggt.

Vigdís Hauksdóttir setti fram þrjár rangfærslur í örstuttu viðtali

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins og lögfræðingur, setur fram þrjár rangar fullyrðingar í stuttu viðtali sem birtist á Mbl.is í dag. Meira en helmingur alls þess sem haft er eftir henni innan gæsalappa er ósatt eða á misskilningi byggt.

Viðtalið fjallar um áform Vigdísar um að kæra úrskurð sýslumanns um mál er varðar lögmæti borgarstjórnarkosninganna 2018 til dómsmálaráðuneytisins.

Í fyrsta lagi fullyrðir Vigdís að ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, annist kosningaeftirlit. „Ef ég vísa þessu til ESA sem rek­ur kosn­inga­eft­ir­lit þá taka þau málið ekki fyr­ir fyrr en kæru­leiðir eru tæmd­ar í heima­land­inu,“ seg­ir hún. ESA rekur ekki kosningaeftirlit en hugsanlegt er að hér hafi Vigdís átt við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE.

Í öðru lagi segir Vigdís að eftirlitsstofnun á vegum hins opinbera hafi komist að þeirri niðurstöðu að Reykjavíkurborg hafi framið „kosningasvindl“. Orðrétt segir hún: „Þetta er ekki mín per­sónu­lega skoðun að þetta sé kosn­inga­s­vindl held­ur er þetta eft­ir­lits­stofn­un rík­is­ins sem kemst að því að kosn­inga­s­vindl átti sér stað og fjall­ar um það í úr­sk­urði sín­um.“ 

Af samhenginu má ráða að þarna vísi Vigdís til ákvörðunar Persónuverndar frá 7. febrúar síðastliðnum þar sem fjallað var um notkun Reykjavíkurborgar og rannsakenda við Háskóla Íslands á persónuupplýsingum frá Þjóðskrá Íslands fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í maí 2018.

Niðurstaða Persónuverndar var sú að Reykjavíkurborg og rannsakendur við Háskóla Íslands hefðu ekki gætt að ákvæðum persónuverndarlaga, meðal annars um gagnsæi og fyrirsjáanleika, og því brostið heimild til vinnslu persónuupplýsinga. Þá voru Reykjavíkurborg veittar átölur fyrir að hafa veitt Persónuvernd ófullnægjandi upplýsingar við meðferð málsins. Í niðurstöðu Persónuverndar er því hins vegar hvergi haldið fram að kosningasvindl hafi átt sér stað. 

Í þriðja lagi fullyrðir Vigdís: „Í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um er það sá meiri­hluti sem sit­ur sem sér um fram­kvæmd kosn­ing­anna.“ Þetta er rangt. Meirihluti sveitarstjórnar fer ekki með framkvæmd kosninga heldur yfirkjörstjórn sem lýtur engu boðvaldi sveitarstjórnar. Í 5. mgr. 14. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna segir orðrétt:  „Kjörstjórnir eru í störfum sínum óháðar ákvörðunarvaldi sveitarstjórnar.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Reykjavíkurborg

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár