Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Vigdís Hauksdóttir setti fram þrjár rangfærslur í örstuttu viðtali

Um 60 pró­sent alls þess sem haft er eft­ir borg­ar­full­trú­an­um í við­tali á Mbl.is er ósatt eða á mis­skiln­ingi byggt.

Vigdís Hauksdóttir setti fram þrjár rangfærslur í örstuttu viðtali

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins og lögfræðingur, setur fram þrjár rangar fullyrðingar í stuttu viðtali sem birtist á Mbl.is í dag. Meira en helmingur alls þess sem haft er eftir henni innan gæsalappa er ósatt eða á misskilningi byggt.

Viðtalið fjallar um áform Vigdísar um að kæra úrskurð sýslumanns um mál er varðar lögmæti borgarstjórnarkosninganna 2018 til dómsmálaráðuneytisins.

Í fyrsta lagi fullyrðir Vigdís að ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, annist kosningaeftirlit. „Ef ég vísa þessu til ESA sem rek­ur kosn­inga­eft­ir­lit þá taka þau málið ekki fyr­ir fyrr en kæru­leiðir eru tæmd­ar í heima­land­inu,“ seg­ir hún. ESA rekur ekki kosningaeftirlit en hugsanlegt er að hér hafi Vigdís átt við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE.

Í öðru lagi segir Vigdís að eftirlitsstofnun á vegum hins opinbera hafi komist að þeirri niðurstöðu að Reykjavíkurborg hafi framið „kosningasvindl“. Orðrétt segir hún: „Þetta er ekki mín per­sónu­lega skoðun að þetta sé kosn­inga­s­vindl held­ur er þetta eft­ir­lits­stofn­un rík­is­ins sem kemst að því að kosn­inga­s­vindl átti sér stað og fjall­ar um það í úr­sk­urði sín­um.“ 

Af samhenginu má ráða að þarna vísi Vigdís til ákvörðunar Persónuverndar frá 7. febrúar síðastliðnum þar sem fjallað var um notkun Reykjavíkurborgar og rannsakenda við Háskóla Íslands á persónuupplýsingum frá Þjóðskrá Íslands fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í maí 2018.

Niðurstaða Persónuverndar var sú að Reykjavíkurborg og rannsakendur við Háskóla Íslands hefðu ekki gætt að ákvæðum persónuverndarlaga, meðal annars um gagnsæi og fyrirsjáanleika, og því brostið heimild til vinnslu persónuupplýsinga. Þá voru Reykjavíkurborg veittar átölur fyrir að hafa veitt Persónuvernd ófullnægjandi upplýsingar við meðferð málsins. Í niðurstöðu Persónuverndar er því hins vegar hvergi haldið fram að kosningasvindl hafi átt sér stað. 

Í þriðja lagi fullyrðir Vigdís: „Í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um er það sá meiri­hluti sem sit­ur sem sér um fram­kvæmd kosn­ing­anna.“ Þetta er rangt. Meirihluti sveitarstjórnar fer ekki með framkvæmd kosninga heldur yfirkjörstjórn sem lýtur engu boðvaldi sveitarstjórnar. Í 5. mgr. 14. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna segir orðrétt:  „Kjörstjórnir eru í störfum sínum óháðar ákvörðunarvaldi sveitarstjórnar.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Reykjavíkurborg

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár