Sýklalyfjaónæmi er vel þekkt vandamál sem orsakast meðal annars af rangri notkun á sýklalyfjum. Heilmikið hefur verið fjallað um sýklalyfjaónæmi á undanförnum árum og er það ekki að ástæðulausu.
Vegna sýklalyfjaónæmis reynist nú erfiðara að meðhöndla sýkingar af völdum ákveðinna baktería. Sýkingar á borð við þvagfærasýkingar geta nú í stöku tilfellum jafnvel leitt til dauða vegna þess að viðkomandi baktería er ónæm fyrir mest notuðu sýklalyfjunum á markaðinum. Minna hefur verið fjallað um aðra hættu tengda sýklalyfjum: Skertan aðgang að þeim.
Víða í heiminum eiga einstaklingar í lág- og millitekjulöndum erfitt með að nálgast sýklalyf þegar á þarf að halda. Metið er að ár hvert látist 5,7 milljónir einstaklinga vegna skerts aðgengis og er því mikið í húfi. Flest dauðsföllin þessu tengd eiga sér stað í lág- og millitekjulöndum.
Dregur fleiri til dauða en sýklalyfjaónæmi
Fyrr í mánuðinum birtist skýrsla sem unnin var af vísindamönnum við heilbrigðisrannsóknarstofnunina Center for …
Athugasemdir