Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fullyrðingar um „húskarl Evrópusambandsins“ standast ekki

Þrýsti­hóp­ur gegn þriðja orkupakk­an­um full­yrð­ir að ís­lenska rík­ið þurfi að bera kostn­að af nýju embætti í Reykja­vík sem muni taka ákvarð­an­ir um orku­mál Ís­lands og „gefa út fyr­ir­mæli í bak og fyr­ir“. Ekk­ert slíkt kem­ur fram í op­in­ber­um gögn­um um inn­leið­ing­una.

Fullyrðingar um „húskarl Evrópusambandsins“ standast ekki

Fullyrðingar um að þriðji orkupakkinn leiði til þess að stofnað verði sérstakt embætti á Íslandi, á kostnað íslenska ríkisins, sem muni gefa fyrirmæli um orkumál eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum. Þetta er ljóst af þeim opinberu gögnum sem liggja fyrir um þriðja orkupakkann og fyrirhugaða innleiðingu hans á Íslandi. 

Hvergi í þingsályktunum og lagafrumvörpum utanríkisráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra er minnst á að nýju embætti verði komið á fót vegna þriðja orkupakkans eða að íslenska ríkið muni bera kostnað af nýju stöðugildi hjá Evrópusambandinu.

Samkvæmt svari atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins við fyrirspurn Stundarinnar er ástæðan fyrir þessu einföld: það stendur ekki til að koma á fót neinu embætti vegna þriðja orkupakkans.  

„Það er gert ráð fyrir að það komi hér embættismaður í Reykjavík sem mun gefa út fyrirmæli í bak og fyrir,“ segir Haraldur Ólafsson veðurfræðingur í myndbandi sem samtökin Orkan okkar hafa dreift undanfarna daga. 

„Sá embættismaður, hann sækir ekkert umboð til Íslendinga eða íslenskra stjórnvalda. Hann er húskarl Evrópusambandins. Og í öllum álitamálum sem kunna að kom upp í þessu samhengi þá er það Evrópusambandið sem mun úrskurða.“ 

Málflutningurinn er í samræmi við fullyrðingar sem settar eru fram á vef Orkunnar okkar, sjá hér að neðan:

Eins og Stundin greindi frá í morgun lúta þær lagabreytingarnar sem þriðji orkupakkinn kallar á hérlendis að sjálfstæði og auknum valdheimildum Orkustofnunar við framkvæmd raforkueftirlits.

Gert er ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs vegna aukinna lögbundinna verkefna raforkueftirlits Orkustofnunar – meðal annars vegna þátttöku í ACER, Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði – aukist um 49 milljónir króna árið 2019 en að tekjur ríkissjóðs aukist um 47 milljónir frá og með 2020 vegna hækkunar á gjaldinu sem stendur undir kostnaði vð raforkueftirlitið.

Enginn landsreglari á leið til Reykjavíkur

„Þriðji orkupakki ESB mælir ekki fyrir um að hér verði starfrækt embætti Landsreglara, eða nýtt embætti sem taki ákvarðanir um orkumál Íslands,“ segir Þórir Hrafnsson, upplýsingafulltrúi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í svari við fyrirspurn Stundarinnar um málið. 

Eins og kemur fram í frumvarpi sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, mælti fyrir í gærkvöldi verður raforkueftirlit áfram í höndum Orkustofnunar eins og verið hefur frá setningu raforkulaga 2003. 

„Gert er ráð fyrir að Orkustofnun verði óháð bæði markaðsaðilum og stjórnvöldum í eftirlitshlutverki sínu og að hún veri efld og styrkt, sjá frumvarp um breyting á raforkulögum á þingskjali 1242,“ segir Þórir.

„Þetta felur ekki í sér frávik eða eðlisbreytingu frá því sem gildir um aðrar sjálfstæðar eftirlitsstofnanir á Íslandi sem á undanförnum árum hefur verið fengið aukið sjálfstæði, sbr. t.d. Samkeppniseftirlitið og Fjármálaeftirlitið.“

„ACER eða ESA mun ekki hafa
neitt boðvald yfir Orkustofnun“

Fram kemur í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um þriðja orkupakkann að tryggt sé að Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði (ACER) muni ekki geta gefið út nein bindandi tilmæli fyrir íslensk stjórnvöld. Upplýsingafulltrúi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins tekur í sama streng. „ACER eða ESA mun ekki hafa neitt boðvald yfir Orkustofnun nema ef sú staða kemur upp að Ísland sé búið að leggja raforkusæstreng til Evrópu og deilur koma upp á milli raforkueftirlits Orkustofnunar og raforkueftirlits á hinum enda strengsins um tiltekna tæknilega þætti sem lúta að tengingunni,“ segir upplýsingafulltrúinn. „Þá ber að vísa slíkri deilu til ESA. Sæstrengur verður hins vegar aldrei lagður til eða frá Íslandi án samþykkis Alþingis og hvorki ACER né ESA hafa nokkuð um það að segja, né aðrar stofnanir eða einkaaðilar.“

Samhliða innleiðingu þriðja orkupakkans hefur ríkisstjórnin kynnt lagabreytingar sem er ætlað að taka af öll tvímæli um að óheimilt sé að ráðast í tengingu raforkukerfi landsins við raforkukerfi annars lands í gegnum sæstreng nema að undangengnu samþykki Alþingis og heildstæðu mati á umhverfis-, samfélags- og efnahagslegum áhrifum slíkrar tengingar. Þórdís Kolbrún mælti fyrir lagabreytingu þess efnis í gærkvöldi. 

Samtökin Orkan okkar hafa vakið nokkra athygli eftir að þau þingmönnum áskorun um að hafna þriðja orku­pakka Evrópusambandsins og hófu undirskriftasöfnun gegn innleiðingu hans í íslenskan rétt. Í forsvari fyrir hópnum er þjóðþekkt fólk á borð við Frosta Sigurjónsson, Vigdísi Hauksdóttur, Guðna Ágústsson og Jón Baldvin Hannibalsson. Fram kemur á vef samtakanna að þau vilji standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt Íslands í orkumálum. „Samtökin voru stofnuð í október 2018 til þess að vekja athygli á mikilvægi orkuauðlindarinnar fyrir lífskjörin í landinu og kynna rök gegn frekari innleiðingu orkulöggjafar ESB hér á landi. Samtökin eru opin öllum sem vilja styðja málstaðinn.“

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Orkumál

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár