Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fullyrðingar um „húskarl Evrópusambandsins“ standast ekki

Þrýsti­hóp­ur gegn þriðja orkupakk­an­um full­yrð­ir að ís­lenska rík­ið þurfi að bera kostn­að af nýju embætti í Reykja­vík sem muni taka ákvarð­an­ir um orku­mál Ís­lands og „gefa út fyr­ir­mæli í bak og fyr­ir“. Ekk­ert slíkt kem­ur fram í op­in­ber­um gögn­um um inn­leið­ing­una.

Fullyrðingar um „húskarl Evrópusambandsins“ standast ekki

Fullyrðingar um að þriðji orkupakkinn leiði til þess að stofnað verði sérstakt embætti á Íslandi, á kostnað íslenska ríkisins, sem muni gefa fyrirmæli um orkumál eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum. Þetta er ljóst af þeim opinberu gögnum sem liggja fyrir um þriðja orkupakkann og fyrirhugaða innleiðingu hans á Íslandi. 

Hvergi í þingsályktunum og lagafrumvörpum utanríkisráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra er minnst á að nýju embætti verði komið á fót vegna þriðja orkupakkans eða að íslenska ríkið muni bera kostnað af nýju stöðugildi hjá Evrópusambandinu.

Samkvæmt svari atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins við fyrirspurn Stundarinnar er ástæðan fyrir þessu einföld: það stendur ekki til að koma á fót neinu embætti vegna þriðja orkupakkans.  

„Það er gert ráð fyrir að það komi hér embættismaður í Reykjavík sem mun gefa út fyrirmæli í bak og fyrir,“ segir Haraldur Ólafsson veðurfræðingur í myndbandi sem samtökin Orkan okkar hafa dreift undanfarna daga. 

„Sá embættismaður, hann sækir ekkert umboð til Íslendinga eða íslenskra stjórnvalda. Hann er húskarl Evrópusambandins. Og í öllum álitamálum sem kunna að kom upp í þessu samhengi þá er það Evrópusambandið sem mun úrskurða.“ 

Málflutningurinn er í samræmi við fullyrðingar sem settar eru fram á vef Orkunnar okkar, sjá hér að neðan:

Eins og Stundin greindi frá í morgun lúta þær lagabreytingarnar sem þriðji orkupakkinn kallar á hérlendis að sjálfstæði og auknum valdheimildum Orkustofnunar við framkvæmd raforkueftirlits.

Gert er ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs vegna aukinna lögbundinna verkefna raforkueftirlits Orkustofnunar – meðal annars vegna þátttöku í ACER, Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði – aukist um 49 milljónir króna árið 2019 en að tekjur ríkissjóðs aukist um 47 milljónir frá og með 2020 vegna hækkunar á gjaldinu sem stendur undir kostnaði vð raforkueftirlitið.

Enginn landsreglari á leið til Reykjavíkur

„Þriðji orkupakki ESB mælir ekki fyrir um að hér verði starfrækt embætti Landsreglara, eða nýtt embætti sem taki ákvarðanir um orkumál Íslands,“ segir Þórir Hrafnsson, upplýsingafulltrúi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í svari við fyrirspurn Stundarinnar um málið. 

Eins og kemur fram í frumvarpi sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, mælti fyrir í gærkvöldi verður raforkueftirlit áfram í höndum Orkustofnunar eins og verið hefur frá setningu raforkulaga 2003. 

„Gert er ráð fyrir að Orkustofnun verði óháð bæði markaðsaðilum og stjórnvöldum í eftirlitshlutverki sínu og að hún veri efld og styrkt, sjá frumvarp um breyting á raforkulögum á þingskjali 1242,“ segir Þórir.

„Þetta felur ekki í sér frávik eða eðlisbreytingu frá því sem gildir um aðrar sjálfstæðar eftirlitsstofnanir á Íslandi sem á undanförnum árum hefur verið fengið aukið sjálfstæði, sbr. t.d. Samkeppniseftirlitið og Fjármálaeftirlitið.“

„ACER eða ESA mun ekki hafa
neitt boðvald yfir Orkustofnun“

Fram kemur í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um þriðja orkupakkann að tryggt sé að Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði (ACER) muni ekki geta gefið út nein bindandi tilmæli fyrir íslensk stjórnvöld. Upplýsingafulltrúi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins tekur í sama streng. „ACER eða ESA mun ekki hafa neitt boðvald yfir Orkustofnun nema ef sú staða kemur upp að Ísland sé búið að leggja raforkusæstreng til Evrópu og deilur koma upp á milli raforkueftirlits Orkustofnunar og raforkueftirlits á hinum enda strengsins um tiltekna tæknilega þætti sem lúta að tengingunni,“ segir upplýsingafulltrúinn. „Þá ber að vísa slíkri deilu til ESA. Sæstrengur verður hins vegar aldrei lagður til eða frá Íslandi án samþykkis Alþingis og hvorki ACER né ESA hafa nokkuð um það að segja, né aðrar stofnanir eða einkaaðilar.“

Samhliða innleiðingu þriðja orkupakkans hefur ríkisstjórnin kynnt lagabreytingar sem er ætlað að taka af öll tvímæli um að óheimilt sé að ráðast í tengingu raforkukerfi landsins við raforkukerfi annars lands í gegnum sæstreng nema að undangengnu samþykki Alþingis og heildstæðu mati á umhverfis-, samfélags- og efnahagslegum áhrifum slíkrar tengingar. Þórdís Kolbrún mælti fyrir lagabreytingu þess efnis í gærkvöldi. 

Samtökin Orkan okkar hafa vakið nokkra athygli eftir að þau þingmönnum áskorun um að hafna þriðja orku­pakka Evrópusambandsins og hófu undirskriftasöfnun gegn innleiðingu hans í íslenskan rétt. Í forsvari fyrir hópnum er þjóðþekkt fólk á borð við Frosta Sigurjónsson, Vigdísi Hauksdóttur, Guðna Ágústsson og Jón Baldvin Hannibalsson. Fram kemur á vef samtakanna að þau vilji standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt Íslands í orkumálum. „Samtökin voru stofnuð í október 2018 til þess að vekja athygli á mikilvægi orkuauðlindarinnar fyrir lífskjörin í landinu og kynna rök gegn frekari innleiðingu orkulöggjafar ESB hér á landi. Samtökin eru opin öllum sem vilja styðja málstaðinn.“

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Orkumál

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár