Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fullyrðingar um „húskarl Evrópusambandsins“ standast ekki

Þrýsti­hóp­ur gegn þriðja orkupakk­an­um full­yrð­ir að ís­lenska rík­ið þurfi að bera kostn­að af nýju embætti í Reykja­vík sem muni taka ákvarð­an­ir um orku­mál Ís­lands og „gefa út fyr­ir­mæli í bak og fyr­ir“. Ekk­ert slíkt kem­ur fram í op­in­ber­um gögn­um um inn­leið­ing­una.

Fullyrðingar um „húskarl Evrópusambandsins“ standast ekki

Fullyrðingar um að þriðji orkupakkinn leiði til þess að stofnað verði sérstakt embætti á Íslandi, á kostnað íslenska ríkisins, sem muni gefa fyrirmæli um orkumál eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum. Þetta er ljóst af þeim opinberu gögnum sem liggja fyrir um þriðja orkupakkann og fyrirhugaða innleiðingu hans á Íslandi. 

Hvergi í þingsályktunum og lagafrumvörpum utanríkisráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra er minnst á að nýju embætti verði komið á fót vegna þriðja orkupakkans eða að íslenska ríkið muni bera kostnað af nýju stöðugildi hjá Evrópusambandinu.

Samkvæmt svari atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins við fyrirspurn Stundarinnar er ástæðan fyrir þessu einföld: það stendur ekki til að koma á fót neinu embætti vegna þriðja orkupakkans.  

„Það er gert ráð fyrir að það komi hér embættismaður í Reykjavík sem mun gefa út fyrirmæli í bak og fyrir,“ segir Haraldur Ólafsson veðurfræðingur í myndbandi sem samtökin Orkan okkar hafa dreift undanfarna daga. 

„Sá embættismaður, hann sækir ekkert umboð til Íslendinga eða íslenskra stjórnvalda. Hann er húskarl Evrópusambandins. Og í öllum álitamálum sem kunna að kom upp í þessu samhengi þá er það Evrópusambandið sem mun úrskurða.“ 

Málflutningurinn er í samræmi við fullyrðingar sem settar eru fram á vef Orkunnar okkar, sjá hér að neðan:

Eins og Stundin greindi frá í morgun lúta þær lagabreytingarnar sem þriðji orkupakkinn kallar á hérlendis að sjálfstæði og auknum valdheimildum Orkustofnunar við framkvæmd raforkueftirlits.

Gert er ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs vegna aukinna lögbundinna verkefna raforkueftirlits Orkustofnunar – meðal annars vegna þátttöku í ACER, Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði – aukist um 49 milljónir króna árið 2019 en að tekjur ríkissjóðs aukist um 47 milljónir frá og með 2020 vegna hækkunar á gjaldinu sem stendur undir kostnaði vð raforkueftirlitið.

Enginn landsreglari á leið til Reykjavíkur

„Þriðji orkupakki ESB mælir ekki fyrir um að hér verði starfrækt embætti Landsreglara, eða nýtt embætti sem taki ákvarðanir um orkumál Íslands,“ segir Þórir Hrafnsson, upplýsingafulltrúi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í svari við fyrirspurn Stundarinnar um málið. 

Eins og kemur fram í frumvarpi sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, mælti fyrir í gærkvöldi verður raforkueftirlit áfram í höndum Orkustofnunar eins og verið hefur frá setningu raforkulaga 2003. 

„Gert er ráð fyrir að Orkustofnun verði óháð bæði markaðsaðilum og stjórnvöldum í eftirlitshlutverki sínu og að hún veri efld og styrkt, sjá frumvarp um breyting á raforkulögum á þingskjali 1242,“ segir Þórir.

„Þetta felur ekki í sér frávik eða eðlisbreytingu frá því sem gildir um aðrar sjálfstæðar eftirlitsstofnanir á Íslandi sem á undanförnum árum hefur verið fengið aukið sjálfstæði, sbr. t.d. Samkeppniseftirlitið og Fjármálaeftirlitið.“

„ACER eða ESA mun ekki hafa
neitt boðvald yfir Orkustofnun“

Fram kemur í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um þriðja orkupakkann að tryggt sé að Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði (ACER) muni ekki geta gefið út nein bindandi tilmæli fyrir íslensk stjórnvöld. Upplýsingafulltrúi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins tekur í sama streng. „ACER eða ESA mun ekki hafa neitt boðvald yfir Orkustofnun nema ef sú staða kemur upp að Ísland sé búið að leggja raforkusæstreng til Evrópu og deilur koma upp á milli raforkueftirlits Orkustofnunar og raforkueftirlits á hinum enda strengsins um tiltekna tæknilega þætti sem lúta að tengingunni,“ segir upplýsingafulltrúinn. „Þá ber að vísa slíkri deilu til ESA. Sæstrengur verður hins vegar aldrei lagður til eða frá Íslandi án samþykkis Alþingis og hvorki ACER né ESA hafa nokkuð um það að segja, né aðrar stofnanir eða einkaaðilar.“

Samhliða innleiðingu þriðja orkupakkans hefur ríkisstjórnin kynnt lagabreytingar sem er ætlað að taka af öll tvímæli um að óheimilt sé að ráðast í tengingu raforkukerfi landsins við raforkukerfi annars lands í gegnum sæstreng nema að undangengnu samþykki Alþingis og heildstæðu mati á umhverfis-, samfélags- og efnahagslegum áhrifum slíkrar tengingar. Þórdís Kolbrún mælti fyrir lagabreytingu þess efnis í gærkvöldi. 

Samtökin Orkan okkar hafa vakið nokkra athygli eftir að þau þingmönnum áskorun um að hafna þriðja orku­pakka Evrópusambandsins og hófu undirskriftasöfnun gegn innleiðingu hans í íslenskan rétt. Í forsvari fyrir hópnum er þjóðþekkt fólk á borð við Frosta Sigurjónsson, Vigdísi Hauksdóttur, Guðna Ágústsson og Jón Baldvin Hannibalsson. Fram kemur á vef samtakanna að þau vilji standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt Íslands í orkumálum. „Samtökin voru stofnuð í október 2018 til þess að vekja athygli á mikilvægi orkuauðlindarinnar fyrir lífskjörin í landinu og kynna rök gegn frekari innleiðingu orkulöggjafar ESB hér á landi. Samtökin eru opin öllum sem vilja styðja málstaðinn.“

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Orkumál

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár