Efling gerði árið 2018 tvær kröfur á dag vegna vangoldinna launa eða samtals 550 kröfur og er það nýtt met. Í tilkynningu frá stéttarfélaginu kemur fram að kröfurnar heyri upp á 423 þúsund krónur að meðaltali, sem er litlu undir meðaltali mánaðarlauna félagsmanna. Í heild nema kröfurnar um 233 milljónum.
Flestar kröfur voru sendar innan veitingabransans. Vinnustaðaeftirlit Eflingar hefur beint spjótum sínum sérstaklega að þessum geira en veitingahús eru helst mönnuð ungu fólki, mörgu erlendis frá. Farið var á 837 vinnustaði árið 2018.
„Þetta er peningurinn sem er af einskærri
ósvífni stolið af félagsmönnum okkar“
Haft er Sólveigu Önnu í fréttatilkynningu frá Eflingu að þetta sé glæpsamlegt. Brotin ættu að vera refsiverð, enda séu lagabreytingar þess efnis á meðal forsendna þess að kjarasamningar stóru verkalýðsfélaganna og Samtaka atvinnulífsins haldi. „Þetta er peningurinn sem er af einskærri ósvífni stolið af félagsmönnum okkar,“ segir hún.
Athugasemdir