Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Þorvaldi sýnist kjarasamningur ávísun á aukna verðbólgu og veikara gengi

„Önn­ur laun­þega­sam­tök, t.d. BSRB og iðn­að­ar­menn, kunna að krefjast enn frek­ari kaup­hækk­un­ar án þess að slaka á klónni í ljósi von­ar um lækk­un vaxta.“

Þorvaldi sýnist kjarasamningur ávísun á aukna verðbólgu og veikara gengi

Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, telur að kjarasamningur stóru verkalýðsfélaganna og Samtaka atvinnulífsins muni leiða til aukinnar verðbólgu og gengisveikingar.

Þessari skoðun lýsir hann á Facebook og nefnir fjórar ástæður: 1) Sum fyrirtæki munu með gamla laginu velta auknum kaupkostnaði út í verðlagið frekar en að hagræða rekstri; 2) Mörg fyrirtæki munu líkt og fyrr leggjast í lántökur ef vextir lækka, og auknum lántökum fylgja aukin umsvif og verðhækkanir; 3) Aðgerðum ríkisins til að greiða fyrir samningunum fylgja útgjöld sem ýta undir eftirspurn og verðbólgu; 4) Önnur launþegasamtök, t.d. BSRB og iðnaðarmenn, kunna að krefjast enn frekari kauphækkunar án þess að slaka á klónni í ljósi vonar um lækkun vaxta.  

Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, telur að kjarasamningarnir séu til þess fallnir að draga úr verðbólguþrýstingi á þessu ári. „Jákvætt að heyra að verkalýðsleiðtogar hafi á endanum tekið tillit til ágjafar í efnahagslífinu þetta vorið,“ skrifar hann á Twitter. 

Þá hefur Ásgeir Jónsson, hagfræðingur sem gagnrýndi verkalýðshreyfinguna ítrekað og sagði kröfur hennar óraunhæfar, farið lofsamlegum orðum um lendingu kjaraviðræðna á Facebook:

Eins hefur Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagt að á heildina litið virðist honum niðurstaðan vera af hinu góða. Ekki hafi verið samið um jafn miklar launahækkanir og hann óttaðist.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Efnahagsmál

Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár