Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, telur að kjarasamningur stóru verkalýðsfélaganna og Samtaka atvinnulífsins muni leiða til aukinnar verðbólgu og gengisveikingar.
Þessari skoðun lýsir hann á Facebook og nefnir fjórar ástæður: 1) Sum fyrirtæki munu með gamla laginu velta auknum kaupkostnaði út í verðlagið frekar en að hagræða rekstri; 2) Mörg fyrirtæki munu líkt og fyrr leggjast í lántökur ef vextir lækka, og auknum lántökum fylgja aukin umsvif og verðhækkanir; 3) Aðgerðum ríkisins til að greiða fyrir samningunum fylgja útgjöld sem ýta undir eftirspurn og verðbólgu; 4) Önnur launþegasamtök, t.d. BSRB og iðnaðarmenn, kunna að krefjast enn frekari kauphækkunar án þess að slaka á klónni í ljósi vonar um lækkun vaxta.
Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, telur að kjarasamningarnir séu til þess fallnir að draga úr verðbólguþrýstingi á þessu ári. „Jákvætt að heyra að verkalýðsleiðtogar hafi á endanum tekið tillit til ágjafar í efnahagslífinu þetta vorið,“ skrifar hann á Twitter.
Þá hefur Ásgeir Jónsson, hagfræðingur sem gagnrýndi verkalýðshreyfinguna ítrekað og sagði kröfur hennar óraunhæfar, farið lofsamlegum orðum um lendingu kjaraviðræðna á Facebook:
Eins hefur Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagt að á heildina litið virðist honum niðurstaðan vera af hinu góða. Ekki hafi verið samið um jafn miklar launahækkanir og hann óttaðist.
Athugasemdir