John F. Kennedy lifir í minningunni sem einn ástsælasti forseti Bandaríkjanna frá upphafi en hans fyrsta ár í embætti var enginn dans á rósum.
Vígbúnaðarkapphlaupið við Sovétríkin var í algleymingi á einum heitasta tíma kalda stríðsins og ráðamenn í Kreml höfðu undirtökin að mati margra hershöfðingja vestanhafs. Ekki bætti úr skák að geimvísindamenn Sovétríkjanna virtust bera höfuð og herðar yfir þá bandarísku. Tæknin, sem þurfti til að skjóta kjarnorkuflaug á milli heimsálfa, var í grunninn sú sama og menn sáu fyrir sér að hægt væri að nýta til geimferða.
Það var því gríðarlegur álitshnekkur og hernaðarlegt áhyggjuefni fyrir Bandaríkjastjórn þegar Sovétmenn urðu á undan að koma gervitungli á sporbraut um jörðu. Á eftir fyrsta Spútnik-farinu sendu þeir fleiri og sífellt fullkomnari för sem áttu eftir að bera tíkina Laiku og á endanum Yuri Gagarín, fyrstu mannveruna sem yfirgaf plánetuna okkar og hélt út í geim.
Við heimkomuna …
Athugasemdir