Stjórnandi hjá Sónar Reykjavík segir það ráðast á næstunni hvort hátíðin snúi aftur að ári. Aflýsa þurfti hátíðinni sem átti að fara fram 25.–27. apríl næstkomandi vegna falls WOW air. Samstarfsaðilar, tónlistarmenn og eigendur Sónar í Barcelona hafi sýnt ákvörðuninni mikinn skilning, en nú taki við að semja við kröfuhafa.
„Okkar áhersla var að tryggja rétta endurgreiðslu til miðahafa,“ segir Ásgeir Guðmundsson, einn af stjórnendum hátíðarinnar. „Að aðdáendur hátíðarinnar mundu ekki sitja eftir með sárt ennið. Það kostar mikið og þar sem það var stutt í hátíð var búið að leggja út fyrir mörgum kostnaðarliðum.“
„Það þarf allt að ganga upp og fall WOW air var reiðarslagið“
Aðrar íslenskar tónlistarhátíðir, Iceland Airwaves og Secret Solstice, hafa báðar skipt um rekstraraðila undanfarin ár og segir Ásgeir rekstur hátíða af þessu tagi alltaf vera viðkvæman. „Það þarf allt að ganga upp og fall WOW air var reiðarslagið,“ segir hann.
Ásgeir segir forsendur …
Athugasemdir