„Línan The Wanderer er innblásin af ferðalagi um Vesturströnd Bandaríkjanna þaðan sem ég er ættuð og partur af fjölskyldunni minni býr, en hún er einnig innblásin af Íslandi. Þarna mætast því tveir ólíkir heimar,“ segir Hildur Yeoman um nýju línuna sína, Wanderer, sem frumsýnd var á Hönnunarmars. „Það er kúrekaþema og við unnum mikið með gallaefni, svarta sanda, glitur og glamúr í bland.“
Pabbi Hildar er fæddur í New Jersey en stór hluti fjölskyldu hennar býr á Vesturströnd Bandaríkjanna. Í fyrrasumar fór fjölskyldan saman í „roadtrip“ um Vesturströndina og þá spruttu hugmyndirnar fram eins og af sjálfu sér.
„Það er kúrekaþema og við unnum mikið með gallaefni, svarta sanda, glitur og glamúr í bland.“
„Við keyrðum fáfarna strandvegi, heimsóttum litla bæi og hlustuðum á góða tónlist. Bæði náttúran og sagan heillar mig mikið við Bandaríkin og þeir þættir eru svo áþreifanlegir á þessum slóðum. Ég hef alltaf heillast af kúrekum …
Athugasemdir