Verslun á netinu færist sífellt í aukana. Vefsíður á borð við ASOS og Amazon bjóða upp á einfalda og jafnframt fljótlega leið til að fá nánast hvaða vöru sem hugurinn girnist heim að dyrum. Þessi munaður er þó ekki að kostnaðarlausu fyrir umhverfið. Að því ósögðu hver aukin neysluhyggja almennt hefur á umhverfið eru þær leiðir sem pakkarnir okkar berast oft síður en svo umhverfisvænir.
Flugferðir dýrkeyptar fyrir umhverfið
Þegar kemur að kolefnisfótspori einstaklinga eru flugferðir ein af þeim fjórum þáttum sem eru hvað veigamestir. Að fluginu undanskildu eru áhrifaríkustu leiðirnar fyrir einstaklinga að draga úr kolefnisfótspori sínu plöntumiðað mataræði sem dregur úr kolefnisfótspori einstaklinga um það sem nemur 0,8 tonn af koltvísýringi á ári, lifa bíllausum lífsstíl (fjögur tonn á ári) og það að eignast einu færra barn (58,6 tonn á ári).
Hver flugferð fram og til baka yfir Atlantshafið jafngildir um 1,6 tonnum af koltvísýringi sem bætist við …
Athugasemdir