Maaria Päivinen, finnskur rithöfundur sem dvaldi í Kvennaathvarfinu um margra mánaða skeið meðan hún átti í forræðisdeilu við íslenskan barnsföður sinn, hefur fengið óskipta forsjá yfir syni sínum staðfesta í Héraðsdómi Reykjavíkur og Landsrétti. Þá hefur Hæstiréttur hafnað áfrýjunarbeiðni mannsins.
Maaria steig fram í Stundinni þann 23. desember 2017 og sagði sögu sína. Þá hafði hún kært barnsföður sinn til lögreglu vegna meintra brota gegn sér en hann neitaði sök og hélt því fram að Maaria væri að misnota aðstöðuna í Kvennaathvarfinu í von um samúð.
Nú hafa deilurnar verið leiddar til lykta fyrir íslenskum dómstólum og eru mæðginin snúin aftur Finnlands.
Faðir vanstilltur en engin hætta á ofbeldi
Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu síðasta sumar að Maaria skyldi fara með forsjá barnsins, lögheimilið yrði hjá henni en faðirinn fengi ríka umgengni. Fram kemur í dóminum að á stuttri ævi barnsins hafi það ekki tengst neinum einum dvalarstað nema …
Athugasemdir