Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Skuldabréf Skúla í WOW nær einskis virði – Arion banki á veð í fasteignum hans

Eign­ar­halds­fé­lag í eigu Skúla Mo­gensen af­sal­aði sér ein­býl­is­húsi til hans í fyrra. WOW er hætt rekstri og mun rekstr­ar­stöðv­un fé­lags­ins hafa víð­tæk­ar af­leið­ing­ar, með­al ann­ars fyr­ir kröfu­hafa WOW og Skúla sjálf­an.

Skuldabréf Skúla í WOW nær einskis virði – Arion banki á veð í fasteignum hans
Hver er staða Skúla? Ein af spurningunum sem fall WOW air ber með sér er hver staða Skúla Mogensen, forstjóra og eiganda WOW air, sé nú. Hús hans er veðsett fyrir skuldabréfum sem orðin eru nær verðlaus með falli WOW. Mynd: WOWAIR.IS

Arion banki, viðskiptabanki WOW air og Skúla Mogensen, á veð í flestum fasteignum sem tengjast rekstri flugfélagsins og fasteignum tengdra félaga. Fasteignirnar voru meðal annars veðsettar á seinni hluta síðasta árs fyrir fjármagni sem notað var til að reyna að bjarga WOW air frá falli. 

WOW air hætti starfsemi í morgun og er ljóst að hluthafar flugfélagsins, þar með talið fyrrverandi skuldabréfaeigendur þess sem breyttu kröfum sínum í hlutafé, sem og kröfuhafar fyrirtækisins, meðal annars Arion banki, munu tapa fjármunum vegna falls félagsins.

Þá er ljóst að Skúli Mogensen, sem hefur verið eini eigandi WOW-air síðastliðin ár, mun tapa þeirri fjárfestingu sem hann réðist í, meðal annars þeim fjármunum sem hann notaði til að fjárfesta í skuldabréfaútboði WOW-air.  Í viðtali við fréttastofu RÚV í hádeginu sagði Skúli að hann hefði sett allt sitt í reksturinn: „Í setti aleiguna í þennan rekstur.“

Þrátt fyrir skuldbindingar WOW-air við Arion banka sendi bankinn frá sér tilkynningu í morgun þar sem fram kom að þær væru ekki svo miklar að áhrifin á bankann yrðu „veruleg“: „Í ljósi umfjöllunar í fjölmiðlum um málefni WOW Air og skuldbindingar félagsins við Arion banka vill bankinn taka fram að stöðvun rekstrar WOW Air mun ekki hafa veruleg bein áhrif á rekstrarafkomu bankans að teknu tilliti til annarra þátta í rekstri bankans.“

Ekki mikið höggArion banki, sem á veð í fasteignum Skúla Mogensen, segir að höggið út af falli WOW air sé ekki mikið. 

„Stöðvun rekstrar WOW Air mun ekki hafa veruleg bein áhrif á rekstrarafkomu bankans“

Ný 733 milljóna króna lán

Eins og Stundin greindi frá í byrjun desember var nýjum skuldabréfum upp á samtals 733 milljónir króna, 5.7 milljónir evra, þinglýst á fasteignir í eigu félaga tengdum Skúla og WOW í september í fyrra en þetta var gert á sama tíma og skuldabréfaútgáfa WOW-air fór fram. 

Arion banki þinglýsti þá meðal annars 2,9 milljóna evra, 375 milljóna króna, tryggingabréfi á hótel á Suðurnesjum sem félagið TF-KEF ehf. á, og eins á fasteignir í Hvammsvík í Hvalfirði sem Skúli Mogensen á í gegnum félagið Kotasælu ehf.  Tryggingabréfið á hótelinu á Suðurnesjum er á þriðja veðrétti á eftir tveimur tryggingabréfum frá Arion upp á samtals 650 milljónir króna sem hvíla á fyrsta og öðrum veðrétti á því.

Arion banki þinglýsti einnig nýju tryggingabréfi upp á 2,77 milljónir evra, 358 milljónir króna, á heimili Skúla á Seltjarnarnesi sama dag. Engin veðbönd hvíldu á húsinu fyrir þetta.

Kotasæla afsalaði sér húsinu til Skúla í fyrra

Þegar Skúli veðsetti húsið í fyrra hafði hann ekki átt það mjög lengi því áður en hann eignaðist það persónulega í júlí 2018 var húsið skráð á eignarhaldsfélag hans, Kotasælu ehf. Þetta er sama eignarhaldsfélög og notað var til veðsetningar fyrir nýjum lánum frá WOW air. 

Í afsalinu er ekki tekið fram hvað Skúli greiddi Kotasælu ehf. fyrir húsið en þó kemur fram að kaupverðið sé að fullu greitt: „Þar sem afsalshafi hefur að fullu greitt umsamið kaupverð eignarinnar fyrir hina seldu eign lýsi afsalsgjafi hann lögfullan eiganda að eigninni,“ segir í afsalinu. 

Í ársreikningi Kotasælu fyrir árið 2017 kemur hins vegar fram að Kotasæla ehf. hafi skuldað Skúla Mogensen tæplega 150 milljónir króna í árslok 2017. Auk þess voru tæplega 660 milljóna króna skuldir við félög í eigu Skúla Mogensen. Þá átti félagið kröfur á hendur WOW air ehf. upp á rúmlega 250 milljónir króna

Miðað við þetta er líklegt að Kotasæla ehf. og Skúli hafi gert samkomulag um skuldajöfnun þannig að Skúli fengi húsið upp í kröfur sínar á hendur félaginu. 

Bæði eftirstandandi fasteignir Kotasælu ehf. og eins húsið á Seltjarnarnesi voru svo notuð til veðsetningar í fyrrahaust þegar WOW air og Skúla vantaði fjármuni eftir að WOW-air lenti í erfiðleikum.

Hvað verður um þessar eignir, sem og aðrar eignir sem Arion banki og aðrir kröfuhafar WOW air eiga veð í, er eitt af því sem á eftir að koma í ljós við skuldauppgjör WOW air og Skúla Mogensen við kröfuhafa sína næstu misserin.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fall WOW air

Fjárfestar saka stjórnendur WOW um blekkingar og vilja 2,8 milljarða bætur
FréttirFall WOW air

Fjár­fest­ar saka stjórn­end­ur WOW um blekk­ing­ar og vilja 2,8 millj­arða bæt­ur

Nokkr­ir fjár­fest­ar sem tóku þátt í skulda­bréfa­út­boði WOW air ár­ið 2018 telja sig hafa ver­ið plat­aða. Þeir vilja meina að WOW air hefði átt að vera gef­ið upp til gjald­þrota­skipta fyr­ir út­boð­ið. Af þeim sök­um vilja þeir 2,8 millj­arða í skaða­bæt­ur frá stjórn­end­um WOW í dóms­máli. Skúli Mo­gensen vill ekki tjá sig um mál­ið.
Skúli notaði félag í skattaskjólinu Tortólu til að halda utan um hlutabréf sín
Fréttir

Skúli not­aði fé­lag í skatta­skjól­inu Tor­tólu til að halda ut­an um hluta­bréf sín

Á OZ-tíma­bil­inu í kring­um alda­mót­in fékk Skúli Mo­gensen um 1200 millj­óna króna lán í rík­is­bank­an­um Lands­banka Ís­lands til að kaupa hluta­bréf í ýms­um ný­sköp­un­ar- og tæknifyr­ir­tækj­un­um. Fjár­fest­ing­arn­ar voru í gegn­um fé­lag á Tor­tólu og þurfti að af­skrifa stór­an hluta lán­anna eft­ir að net­ból­an sprakk.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár