Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Skrifstofustjóri Alþingis bað RÚV um að fjarlægja frétt eftir kvörtun frá Miðflokki

Þing­menn Mið­flokks­ins gagn­rýna birt­ingu „svo­kall­aðr­ar“ siðanefnd­ar Al­þing­is á mati í Klaust­urs­mál­inu. Álit­ið var birt á vef Al­þing­is fyr­ir mis­tök.

Skrifstofustjóri Alþingis bað RÚV um að fjarlægja frétt eftir kvörtun frá Miðflokki

Þingmenn Miðflokksins gagnrýna birtingu á mati „svokallaðrar“ siðanefndar Alþingis vegna Klaustursmálsins. „Pólitískt eðli málsins er nú staðfest enn á ný og þurfti ekki frekari vitnanna við,“ segir í yfirlýsingu frá flokknum.

Álit ráðgefandi siðanefndar sem forsætisnefnd leitaði til í málinu var birt á vef Alþingis fyrir mistök í gær.

Skrifstofustjóri Alþingis fór þess á leit við RÚV að frétt um málið yrði fjarlægð, en ekki var orðið við því. Nú hefur álitið verið fjarlægt af vefnum.

Í álitinu kemur fram að samtalið sem sex þingmenn áttu á Klaustri bar í nóvember og var tekið upp hafi ekki talist einkasamtal. Ummæli og hegðun þingmannanna sex falli undir siðareglur Alþingis.

Steinunn Þóra Árnadóttir og Haraldur Benediktsson voru kosnir sérstakir varaforsetar Alþingis þar sem forsætisnefnd lýsti sig í heild sinni vanhæfa í málinu. Óskuðu þau eftir álitinu. Í því kemur ekki fram afstaða til þess hvort siðareglur hafi verið brotnar, en þar segir að þingmenn séu opinberar persónur. „Þar sem hátternið varðar almenning verður ekki litið á þau atvik sem hér um ræðir sem einkasamtal.“

Róbert Haraldsson skilaði séráliti, þar sem hann segir efasemdir um að hátterni þingmannanna falli undir siðareglur Alþingis. Samræður þeirra á barnum hafi verið á köflum „sundurlaust raus“ en ekki nokkuð sem varðar almannahagsmuni.

Ríkisútvarpið upplýst um álitið

Í yfirlýsingu frá Miðflokknum er birting álitsins gagnrýnd, sér í lagi þar sem frestur til að skila andmælum hafi ekki verið runninn út. „Slíkt gengur gegn stjórnsýslulögum,“ segir í yfirlýsingunni. „Hins vegar lægju fyrir nýjar og veigamiklar upplýsingar sem sýndu að mat siðanefndarinnar væri byggt á röngum forsendum. Bentu þingmennirnir á að ekki væri hægt að skilja tilkynninguna og tímasetningu tilkynningarinnar öðruvísi en að með því væri ætlunin að festa siðanefndina í farvegi sem hún hefði komið sér í, á grundvelli ófullnægjandi upplýsinga.“

Segir í yfirlýsingunni að fallist hafi verið á kröfu þingmannanna, en RÚV hafi engu að síður birt frétt um málið. „Ljóst má vera að Ríkisútvarpið hafi verið upplýst um innihald bréfsins,“ segir í yfirlýsingunni. „Pólitískt eðli málsins er nú staðfest enn á ný og þurfti ekki frekari vitnanna við. Lög og grundvallarreglur sanngjarnrar málsmeðferðar hafa ítrekað verið brotnar við meðferð málsins.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár