Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Hagaskóli með styrktarsýningu á Mary Poppins fyrir Zainab Safari

All­ur ágóði leik­sýn­ing­ar nem­enda Haga­skóla í kvöld renn­ur til Zainab Safari og fjöl­skyldu henn­ar. „Við mun­um halda áfram að berj­ast fyr­ir Zainab og fjöl­skyldu henn­ar,“ seg­ir sam­nem­andi henn­ar.

Hagaskóli með styrktarsýningu á Mary Poppins fyrir Zainab Safari
Mary Poppins Nemendur í Hagaskóla setja árlega upp leikrit. Mynd: Birna Ósk Kristinsdóttir

Hagaskóli frumsýndi sönleikinn Mary Poppins í gærkvöldi en í kvöld, þriðjudaginn 26. mars, er sérstök styrktarsýning fyrir Zainab Safari, nemanda í Hagaskóla og fjölskyldu hennar. Allur ágóði af sýningunni rennur til þeirra.

Zainab er 14 ára stelpa og hælisleitandi frá Afganistan sem kom til Íslands fyrir um sex mánuðum síðan með móður sinni og bróður. Fjölskyldu Zainab var synjað um efnislega meðferð hælisumsóknar sinnar á Íslandi og bíða þau brottvísunar.

Síðastliðinn föstudag gengu nemendur fylktu liði úr Hagaskóla að húsnæði Kærunefndar útlendingamála og dómsmálaráðuneytinu til að afhenda 6000 undirskriftir sem þeir söfnuðu fyrir skólasystur sína. Áður en lagt var af stað í kröfugöngu buðu nemendur foreldrum sínum og öðrum að koma í skólann, fá sér kaffi og kleinur og um leið að styrkja fjölskylduna með frjálsum framlögum. Þannig hófst fjáröflunin fyrir fjölskylduna.

Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar, lagði sama dag fram endurupptökubeiðni vegna máls fjölskyldunnar hjá Kærunefnd útlendingamála. Krafan sem hann sendi inn var reist á þeim grundvelli að að aðstæður fjölskyldunnar hefðu breyst verulega frá því að ákvörðun um brottvísunina var tekin. Breytingin felist í því hversu sterk tengsl fjölskyldan hefur myndað á meðan þau hafa dvalið hér. Magnús segir það sérstaklega eiga við um Zainab, sem hefur myndað öflugt tengslanet í Hagaskóla og að undirskriftir skólafélaga hennar séu til marks um það.

Styrktarsýning á Mary Poppins

Í kvöld halda nemendurnir fjáröflun sinni áfram með sérstakri styrktarsýningu á Mary Poppins, söngleik Hagaskóla í ár, þar sem ágóðinn rennur allur til Zainab og fjölskyldu hennar.

„Þetta er ellefti söngleikurinn sem Hagaskóli setur upp,“ segir Sigríður Birna Valsdóttir, leikstjóri sýningarinnar. „Svona stórar sýningar eru fastur liður í starfi skólans. En hvað varðar þessa sýningu, þá var ákveðið á meðal nemenda skólans og þátttakenda sýningarinnar að ein af sýningunum yrði styrktarsýning.“

„Mér finnst mjög mikilvægt að rödd okkar barna heyrist og það er mikilvægt að við getum tjáð skoðanir okkar og hjálpað þeim sem eru með minni rödd.“

Það var á fundi þar sem Zainab sagði nemendum og kennurum Hagaskóla sögu sína sem hugmyndin kom upp ásamt fleiri tillögum um hvernig hjálpa mætti Zainab og fjölskyldu hennar.

„Ég er svo hrikalega stolt af nemendum okkar í því hvernig þau hafa staðið að þessum málum með Zainab og svo er ég auðvitað stolt af þeim fyrir sýninguna,“ segir Sigríður.

Aðgerðahópur nemenda

Svava Þóra Árnadóttir, nemandi í Hagaskóla, er þátttakandi í Mary Poppins og hluti af aðgerðahóp sem hefur það að markmiði að hjálpa Zainab og fjölskyldu hennar. Svava segir að það sé mikil samstaða í skólanum og allir vilji leggja sitt af mörkum.

Aðgerðahópurinn ætli hittast á morgun, daginn eftir sýningu og fara yfir stöðu mála. Í hópnum eru krakkar í nemendaráði, réttindaráði og nemendafulltrúar auk annarra sem vilja leggja málefninu lið. Aðgerðarhópurinn vinnur í nánu samstarfi við kennara og starfsmenn skólans sem eru þeim innan handar og til halds og trausts.

„Mér finnst mjög mikilvægt að rödd okkar barna heyrist og það er mikilvægt að við getum tjáð skoðanir okkar og hjálpað þeim sem eru með minni rödd. Við munum halda áfram að berjast fyrir Zainab og fjölskyldu hennar,“ segir Svava.

Hægt er að kaupa miða á leiksýninguna á vefsíðu Hagaskóla.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár