Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ef ríkisstarfsmenn semja um meira en 0,5 prósenta launahækkanir mun ríkisstjórnin skera niður

Launa­bæt­ur stofn­ana lækka úr 1,5 pró­sent­um nið­ur í 0,5 pró­sent um­fram verð­lag. „Verði launa­þróun önn­ur fell­ur það í hlut­verk við­kom­andi ráðu­neyt­is að mæta um­fram­kostn­aði með ráðstöfun­um,“ seg­ir í fjár­mála­áætl­un.

Ef ríkisstarfsmenn semja um meira en 0,5 prósenta launahækkanir mun ríkisstjórnin skera niður

Ríkisstjórnin gerir ráð fyrir að launabætur til stofnana næstu þrjú árin verði aðeins 0,5 prósent umfram verðlag og hyggst bregðast við launakostnaði umfram slíka kaupmáttaraukningu með niðurskurði, innheimtu gjalda eða öðrum aðhaldsráðstöfunum. 

Þetta kemur fram í greinargerð fjármálaáætlunar. „Gengið verður út frá þeirri stefnumörkun, í fjárlögum áranna 2020-2022, að launabætur til stofnana nemi 0,5% umfram verðlag árin 2020-2022, í stað 1,5%, og að bæturnar verði 1,5% eftir það,“ segir þar. „Verði launaþróun önnur fellur það í hlutverk viðkomandi ráðuneytis að mæta umframkostnaði með ráðstöfunum innan viðeigandi málefnasviðs og málaflokks í fjárlagagerðinni.“ 

Í fjármálaáætlun Bjarna Benediktssonar frá 2016 var gert ráð fyrir 1 prósents launabótum á sama tímabili og í fjármálaáætlun Benedikts Jóhannessonar frá 2017 var gert ráð fyrir 1,5 prósenta launabótum rétt eins og í fyrri áætlun ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. 

Oddný Harðardóttirþingkona Samfylkingarinnar

Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, gagnrýnir lækkunina harðlega í pistli sem hún birtir í Fréttablaðinu í dag. 

„Ef ríkisstarfsmenn semja um meira en 0,5% launahækkanir umfram verðlag verða ráðuneytin að skera niður fyrir þeim launakostnaði,“ skrifar hún. Þetta mun hafa í för með sér lakari þjónustu við sjúklinga og börn og aðra þá sem þurfa á þjónustu ríkisins að halda og þetta mun auka enn álag á stóru kvennastéttirnar eins og á það sé bætandi, eða líklegt sé að þetta muni laða til starfa fleiri hjúkrunarfræðinga eða sjúkraliða. Þessi skilaboð í gegnum fjármálaáætlunina eiga væntanlega að setja pressu á samningsaðila. Slíkt er ekkert annað en ljótur leikur stjórnvalda í upphafi kjaraviðræðna við ríkisstarfsmenn.“

Henný Hinzdeildarstjóri hagdeildar ASÍ

Henný Hinz, deildarstjóri hagdeildar ASÍ, tekur í sama streng í viðtali við RÚV. Haft er eftir henni að lækkun launabóta geti haft alvarlegar afleiðingar, meðal annars fyrir stofnanir í heilbrigðisþjónustu og velferðarþjónustu. „Það liggur í augum uppi að þar sem launakostnaður er hár þá þýðir það að það þarf annaðhvort að fækka fólki eða draga úr þjónustu með öðrum hætti,“ segir hún. 

Eins og Stundin greindi frá um helgina gerir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar ráð fyrir 2 prósenta aðhaldskröfu til flestra málefnasviða hins opinbera frá 2020 til 2022. 

Þetta stendur til þrátt fyrir að horfur séu á kólnun í hagkerfinu en samkvæmt þjóðhagsspá Hagstofunnar verður hagvöxtur aðeins 1,7 prósent í ár. Fari WOW air í þrot má ætla að landsframleiðsla dragist saman, jafnvel um hátt í 3 prósent.

Stefnan er í samræmi við afkomumarkmið fjármálastefnunnar sem ríkisstjórnin setti sér í upphafi kjörtímabils á grundvelli laga um opinber fjármál. Aðhaldskrafan gagnvart heilbrigðisstofnunum, öldrunarstofnunum og skólum verður 0,5 prósent og engin aðhaldskrafa verður gerð til bótakerfa almannatrygginga og atvinnuleysis, sjúkratrygginga og dómstóla. Gert er ráð fyrir 3,6 til 4 prósenta atvinnuleysi á áætlunartímanum og munu útgjöld vegna atvinnuleysistrygginga þróast með hliðsjón af því.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár