Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ef ríkisstarfsmenn semja um meira en 0,5 prósenta launahækkanir mun ríkisstjórnin skera niður

Launa­bæt­ur stofn­ana lækka úr 1,5 pró­sent­um nið­ur í 0,5 pró­sent um­fram verð­lag. „Verði launa­þróun önn­ur fell­ur það í hlut­verk við­kom­andi ráðu­neyt­is að mæta um­fram­kostn­aði með ráðstöfun­um,“ seg­ir í fjár­mála­áætl­un.

Ef ríkisstarfsmenn semja um meira en 0,5 prósenta launahækkanir mun ríkisstjórnin skera niður

Ríkisstjórnin gerir ráð fyrir að launabætur til stofnana næstu þrjú árin verði aðeins 0,5 prósent umfram verðlag og hyggst bregðast við launakostnaði umfram slíka kaupmáttaraukningu með niðurskurði, innheimtu gjalda eða öðrum aðhaldsráðstöfunum. 

Þetta kemur fram í greinargerð fjármálaáætlunar. „Gengið verður út frá þeirri stefnumörkun, í fjárlögum áranna 2020-2022, að launabætur til stofnana nemi 0,5% umfram verðlag árin 2020-2022, í stað 1,5%, og að bæturnar verði 1,5% eftir það,“ segir þar. „Verði launaþróun önnur fellur það í hlutverk viðkomandi ráðuneytis að mæta umframkostnaði með ráðstöfunum innan viðeigandi málefnasviðs og málaflokks í fjárlagagerðinni.“ 

Í fjármálaáætlun Bjarna Benediktssonar frá 2016 var gert ráð fyrir 1 prósents launabótum á sama tímabili og í fjármálaáætlun Benedikts Jóhannessonar frá 2017 var gert ráð fyrir 1,5 prósenta launabótum rétt eins og í fyrri áætlun ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. 

Oddný Harðardóttirþingkona Samfylkingarinnar

Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, gagnrýnir lækkunina harðlega í pistli sem hún birtir í Fréttablaðinu í dag. 

„Ef ríkisstarfsmenn semja um meira en 0,5% launahækkanir umfram verðlag verða ráðuneytin að skera niður fyrir þeim launakostnaði,“ skrifar hún. Þetta mun hafa í för með sér lakari þjónustu við sjúklinga og börn og aðra þá sem þurfa á þjónustu ríkisins að halda og þetta mun auka enn álag á stóru kvennastéttirnar eins og á það sé bætandi, eða líklegt sé að þetta muni laða til starfa fleiri hjúkrunarfræðinga eða sjúkraliða. Þessi skilaboð í gegnum fjármálaáætlunina eiga væntanlega að setja pressu á samningsaðila. Slíkt er ekkert annað en ljótur leikur stjórnvalda í upphafi kjaraviðræðna við ríkisstarfsmenn.“

Henný Hinzdeildarstjóri hagdeildar ASÍ

Henný Hinz, deildarstjóri hagdeildar ASÍ, tekur í sama streng í viðtali við RÚV. Haft er eftir henni að lækkun launabóta geti haft alvarlegar afleiðingar, meðal annars fyrir stofnanir í heilbrigðisþjónustu og velferðarþjónustu. „Það liggur í augum uppi að þar sem launakostnaður er hár þá þýðir það að það þarf annaðhvort að fækka fólki eða draga úr þjónustu með öðrum hætti,“ segir hún. 

Eins og Stundin greindi frá um helgina gerir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar ráð fyrir 2 prósenta aðhaldskröfu til flestra málefnasviða hins opinbera frá 2020 til 2022. 

Þetta stendur til þrátt fyrir að horfur séu á kólnun í hagkerfinu en samkvæmt þjóðhagsspá Hagstofunnar verður hagvöxtur aðeins 1,7 prósent í ár. Fari WOW air í þrot má ætla að landsframleiðsla dragist saman, jafnvel um hátt í 3 prósent.

Stefnan er í samræmi við afkomumarkmið fjármálastefnunnar sem ríkisstjórnin setti sér í upphafi kjörtímabils á grundvelli laga um opinber fjármál. Aðhaldskrafan gagnvart heilbrigðisstofnunum, öldrunarstofnunum og skólum verður 0,5 prósent og engin aðhaldskrafa verður gerð til bótakerfa almannatrygginga og atvinnuleysis, sjúkratrygginga og dómstóla. Gert er ráð fyrir 3,6 til 4 prósenta atvinnuleysi á áætlunartímanum og munu útgjöld vegna atvinnuleysistrygginga þróast með hliðsjón af því.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
4
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
2
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár