Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ef ríkisstarfsmenn semja um meira en 0,5 prósenta launahækkanir mun ríkisstjórnin skera niður

Launa­bæt­ur stofn­ana lækka úr 1,5 pró­sent­um nið­ur í 0,5 pró­sent um­fram verð­lag. „Verði launa­þróun önn­ur fell­ur það í hlut­verk við­kom­andi ráðu­neyt­is að mæta um­fram­kostn­aði með ráðstöfun­um,“ seg­ir í fjár­mála­áætl­un.

Ef ríkisstarfsmenn semja um meira en 0,5 prósenta launahækkanir mun ríkisstjórnin skera niður

Ríkisstjórnin gerir ráð fyrir að launabætur til stofnana næstu þrjú árin verði aðeins 0,5 prósent umfram verðlag og hyggst bregðast við launakostnaði umfram slíka kaupmáttaraukningu með niðurskurði, innheimtu gjalda eða öðrum aðhaldsráðstöfunum. 

Þetta kemur fram í greinargerð fjármálaáætlunar. „Gengið verður út frá þeirri stefnumörkun, í fjárlögum áranna 2020-2022, að launabætur til stofnana nemi 0,5% umfram verðlag árin 2020-2022, í stað 1,5%, og að bæturnar verði 1,5% eftir það,“ segir þar. „Verði launaþróun önnur fellur það í hlutverk viðkomandi ráðuneytis að mæta umframkostnaði með ráðstöfunum innan viðeigandi málefnasviðs og málaflokks í fjárlagagerðinni.“ 

Í fjármálaáætlun Bjarna Benediktssonar frá 2016 var gert ráð fyrir 1 prósents launabótum á sama tímabili og í fjármálaáætlun Benedikts Jóhannessonar frá 2017 var gert ráð fyrir 1,5 prósenta launabótum rétt eins og í fyrri áætlun ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. 

Oddný Harðardóttirþingkona Samfylkingarinnar

Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, gagnrýnir lækkunina harðlega í pistli sem hún birtir í Fréttablaðinu í dag. 

„Ef ríkisstarfsmenn semja um meira en 0,5% launahækkanir umfram verðlag verða ráðuneytin að skera niður fyrir þeim launakostnaði,“ skrifar hún. Þetta mun hafa í för með sér lakari þjónustu við sjúklinga og börn og aðra þá sem þurfa á þjónustu ríkisins að halda og þetta mun auka enn álag á stóru kvennastéttirnar eins og á það sé bætandi, eða líklegt sé að þetta muni laða til starfa fleiri hjúkrunarfræðinga eða sjúkraliða. Þessi skilaboð í gegnum fjármálaáætlunina eiga væntanlega að setja pressu á samningsaðila. Slíkt er ekkert annað en ljótur leikur stjórnvalda í upphafi kjaraviðræðna við ríkisstarfsmenn.“

Henný Hinzdeildarstjóri hagdeildar ASÍ

Henný Hinz, deildarstjóri hagdeildar ASÍ, tekur í sama streng í viðtali við RÚV. Haft er eftir henni að lækkun launabóta geti haft alvarlegar afleiðingar, meðal annars fyrir stofnanir í heilbrigðisþjónustu og velferðarþjónustu. „Það liggur í augum uppi að þar sem launakostnaður er hár þá þýðir það að það þarf annaðhvort að fækka fólki eða draga úr þjónustu með öðrum hætti,“ segir hún. 

Eins og Stundin greindi frá um helgina gerir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar ráð fyrir 2 prósenta aðhaldskröfu til flestra málefnasviða hins opinbera frá 2020 til 2022. 

Þetta stendur til þrátt fyrir að horfur séu á kólnun í hagkerfinu en samkvæmt þjóðhagsspá Hagstofunnar verður hagvöxtur aðeins 1,7 prósent í ár. Fari WOW air í þrot má ætla að landsframleiðsla dragist saman, jafnvel um hátt í 3 prósent.

Stefnan er í samræmi við afkomumarkmið fjármálastefnunnar sem ríkisstjórnin setti sér í upphafi kjörtímabils á grundvelli laga um opinber fjármál. Aðhaldskrafan gagnvart heilbrigðisstofnunum, öldrunarstofnunum og skólum verður 0,5 prósent og engin aðhaldskrafa verður gerð til bótakerfa almannatrygginga og atvinnuleysis, sjúkratrygginga og dómstóla. Gert er ráð fyrir 3,6 til 4 prósenta atvinnuleysi á áætlunartímanum og munu útgjöld vegna atvinnuleysistrygginga þróast með hliðsjón af því.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu