Tómas Már Sigurðsson, aðstoðarforstjóri álfyrirtækisins Alcoa og framkvæmdastjóri stefnumótunartengsla hjá fyrirtækinu, var með 366 milljónir króna í laun, kaupauka, kauprétti og aðrar starfstengdar greiðslur í fyrra. Þetta kemur fram í nýbirtum upplýsingum frá Alcoa fyrir árið 2018. Ársreikningur Alcoa, sem á og rekur álverið á Reyðarfirði, var birtur á heimasíðu fyrirtækisins þann 19. mars og fylgdu einnig upplýsingar um launagreiðslur æðstu stjórnenda fyrirtækisins en Tómas er einn af þeim.
Vegna þess að Aloca er skráð á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum ber fyrirtækinu að opinbera mjög nákvæmar upplýsingar um rekstur sinn.
Orðinn þriðji launahæsti starfsmaðurinn af 14 þúsund
Tómas var áður forstjóri Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði á fyrstu árum álverksmiðjunnar og síðar forstjóri Alcoa á Íslandi, árið 2008. Síðastliðin ár hefur Tómas klifið upp metorðastigann innan fyrirtækisins og er nú kominn í allra efsta lag þess, eftir að hafa meðal annars verið forstjóri Alcoa í Evrópu og Mið-Austurlöndum.
Samkvæmt tilkynningunni um launagreiðslur …
Athugasemdir