Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Orkunotkun gagnavera meiri en heimila

All­ar lík­ur eru á því að ís­lensk gagna­ver noti nú meiri orku en heim­il­in í land­inu, að mati for­stöðu­manns hjá HS Orku. Að­stæð­ur á Ís­landi henta vel und­ir orku­frek­an tölvu­bún­að, en þing­mað­ur gagn­rýn­ir að lít­ið verði eft­ir af verð­mæt­um í land­inu.

Orkunotkun gagnavera meiri en heimila
Jóhann Snorri Sigurbergsson Gagnaverið Mjölnir, í eigu Advania, var reist fyrir tæpum fimm árum á Fitjum í Reykjanesbæ. Fjöldi gagnavera hefur gert samninga um kaup á rafmagni við íslensk orkufyrirtæki.

Orkunotkun gagnavera á Íslandi er líklega nú þegar orðin meiri en orkunotkun allra heimila í landinu. Samkvæmt spám verður orkunotkun þeirra um 50% meiri en heimila eftir tvö ár, en árið 2013 þekktist þessi starfsemi varla á Íslandi.

Stór hluti starfsemi gagnaveranna er vegna námugraftar (e. mining) eftir Bitcoin rafmyntinni eða sambærilegrar starfsemi. Bitcoin rafmyntir verða til með slíkri námuvinnslu, sem stýrt er af fólki, og í sívaxandi mæli af sérstökum Bitcoin-vinnslustöðvum sem leggja til reiknigetu tölvubúnaðar við að viðhalda færsluskránni, sem kölluð er bálkakeðja (e. blockchain).

Ferlið krefst gríðarlegrar orku og hefur það mætt töluverðri gagnrýni. Smári McCarthy, þingmaður Pírata, hefur sagt að huga þurfi að mörgu ef iðnaðurinn eigi að vera til góðs fyrir Ísland. „Núna eru ótrúlega margir stórir aðilar sem eru að koma til Íslands og nota orkuna sem er mjög ódýr hérna til að búa til margra milljarða króna verðmæti og það verður ekkert eftir …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
5
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár