Orkunotkun gagnavera meiri en heimila

All­ar lík­ur eru á því að ís­lensk gagna­ver noti nú meiri orku en heim­il­in í land­inu, að mati for­stöðu­manns hjá HS Orku. Að­stæð­ur á Ís­landi henta vel und­ir orku­frek­an tölvu­bún­að, en þing­mað­ur gagn­rýn­ir að lít­ið verði eft­ir af verð­mæt­um í land­inu.

Orkunotkun gagnavera meiri en heimila
Jóhann Snorri Sigurbergsson Gagnaverið Mjölnir, í eigu Advania, var reist fyrir tæpum fimm árum á Fitjum í Reykjanesbæ. Fjöldi gagnavera hefur gert samninga um kaup á rafmagni við íslensk orkufyrirtæki.

Orkunotkun gagnavera á Íslandi er líklega nú þegar orðin meiri en orkunotkun allra heimila í landinu. Samkvæmt spám verður orkunotkun þeirra um 50% meiri en heimila eftir tvö ár, en árið 2013 þekktist þessi starfsemi varla á Íslandi.

Stór hluti starfsemi gagnaveranna er vegna námugraftar (e. mining) eftir Bitcoin rafmyntinni eða sambærilegrar starfsemi. Bitcoin rafmyntir verða til með slíkri námuvinnslu, sem stýrt er af fólki, og í sívaxandi mæli af sérstökum Bitcoin-vinnslustöðvum sem leggja til reiknigetu tölvubúnaðar við að viðhalda færsluskránni, sem kölluð er bálkakeðja (e. blockchain).

Ferlið krefst gríðarlegrar orku og hefur það mætt töluverðri gagnrýni. Smári McCarthy, þingmaður Pírata, hefur sagt að huga þurfi að mörgu ef iðnaðurinn eigi að vera til góðs fyrir Ísland. „Núna eru ótrúlega margir stórir aðilar sem eru að koma til Íslands og nota orkuna sem er mjög ódýr hérna til að búa til margra milljarða króna verðmæti og það verður ekkert eftir …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár