Orkunotkun gagnavera á Íslandi er líklega nú þegar orðin meiri en orkunotkun allra heimila í landinu. Samkvæmt spám verður orkunotkun þeirra um 50% meiri en heimila eftir tvö ár, en árið 2013 þekktist þessi starfsemi varla á Íslandi.
Stór hluti starfsemi gagnaveranna er vegna námugraftar (e. mining) eftir Bitcoin rafmyntinni eða sambærilegrar starfsemi. Bitcoin rafmyntir verða til með slíkri námuvinnslu, sem stýrt er af fólki, og í sívaxandi mæli af sérstökum Bitcoin-vinnslustöðvum sem leggja til reiknigetu tölvubúnaðar við að viðhalda færsluskránni, sem kölluð er bálkakeðja (e. blockchain).
Ferlið krefst gríðarlegrar orku og hefur það mætt töluverðri gagnrýni. Smári McCarthy, þingmaður Pírata, hefur sagt að huga þurfi að mörgu ef iðnaðurinn eigi að vera til góðs fyrir Ísland. „Núna eru ótrúlega margir stórir aðilar sem eru að koma til Íslands og nota orkuna sem er mjög ódýr hérna til að búa til margra milljarða króna verðmæti og það verður ekkert eftir …
Athugasemdir