Alls 22.587 manns bjuggu í dreifbýli eða smærri byggðakjörnum í byrjun árs. Það eru um 6% landsmanna, sem voru alls 356.991 talsins.
Þetta kemur fram í nýrri tölfræði sem Hagstofan hefur birt. Í henni kemur fram að landsmönnum hafi fjölgað um 2,4% á síðasta ári. Mest varð fólksfjölgunin á Suðurnesjum, 5,2%, en á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 5.747 manns, eða 2,6%. Lítilsverð fækkun varð á Norðurlandi eystra, eða um 0,03%.
Þá kemur fram að karlmönnum hafi fjölgað hlutfallslega meira en konum. Karlmönnum fjölgaði um 2,9%, en konum um 1,9%.
Í tölfræðinni kemur fram að 330 þúsund manns búi í þéttbýli. Í sjö sveitarfélögum búa færri en 100 manns, en í 40 sveitarfélögum færri en 1.000. Einungis tíu sveitarfélög höfðu yfir 5.000 íbúa.
Athugasemdir