Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Aðeins 6% landsmanna búa í dreifbýli

Lands­mönn­um fjölg­aði um 2,4% á milli ára, sam­kvæmt nýrri töl­fræði Hag­stof­unn­ar, en fjölg­un­in var mest í þétt­býli.

Aðeins 6% landsmanna búa í dreifbýli

Alls 22.587 manns bjuggu í dreifbýli eða smærri byggðakjörnum í byrjun árs. Það eru um 6% landsmanna, sem voru alls 356.991 talsins.

Þetta kemur fram í nýrri tölfræði sem Hagstofan hefur birt. Í henni kemur fram að landsmönnum hafi fjölgað um 2,4% á síðasta ári. Mest varð fólksfjölgunin á Suðurnesjum, 5,2%, en á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 5.747 manns, eða 2,6%. Lítilsverð fækkun varð á Norðurlandi eystra, eða um 0,03%.

Þá kemur fram að karlmönnum hafi fjölgað hlutfallslega meira en konum. Karlmönnum fjölgaði um 2,9%, en konum um 1,9%.

Í tölfræðinni kemur fram að 330 þúsund manns búi í þéttbýli. Í sjö sveitarfélögum búa færri en 100 manns, en í 40 sveitarfélögum færri en 1.000. Einungis tíu sveitarfélög höfðu yfir 5.000 íbúa.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár