Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Aðeins 6% landsmanna búa í dreifbýli

Lands­mönn­um fjölg­aði um 2,4% á milli ára, sam­kvæmt nýrri töl­fræði Hag­stof­unn­ar, en fjölg­un­in var mest í þétt­býli.

Aðeins 6% landsmanna búa í dreifbýli

Alls 22.587 manns bjuggu í dreifbýli eða smærri byggðakjörnum í byrjun árs. Það eru um 6% landsmanna, sem voru alls 356.991 talsins.

Þetta kemur fram í nýrri tölfræði sem Hagstofan hefur birt. Í henni kemur fram að landsmönnum hafi fjölgað um 2,4% á síðasta ári. Mest varð fólksfjölgunin á Suðurnesjum, 5,2%, en á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 5.747 manns, eða 2,6%. Lítilsverð fækkun varð á Norðurlandi eystra, eða um 0,03%.

Þá kemur fram að karlmönnum hafi fjölgað hlutfallslega meira en konum. Karlmönnum fjölgaði um 2,9%, en konum um 1,9%.

Í tölfræðinni kemur fram að 330 þúsund manns búi í þéttbýli. Í sjö sveitarfélögum búa færri en 100 manns, en í 40 sveitarfélögum færri en 1.000. Einungis tíu sveitarfélög höfðu yfir 5.000 íbúa.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár