Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Aðeins 6% landsmanna búa í dreifbýli

Lands­mönn­um fjölg­aði um 2,4% á milli ára, sam­kvæmt nýrri töl­fræði Hag­stof­unn­ar, en fjölg­un­in var mest í þétt­býli.

Aðeins 6% landsmanna búa í dreifbýli

Alls 22.587 manns bjuggu í dreifbýli eða smærri byggðakjörnum í byrjun árs. Það eru um 6% landsmanna, sem voru alls 356.991 talsins.

Þetta kemur fram í nýrri tölfræði sem Hagstofan hefur birt. Í henni kemur fram að landsmönnum hafi fjölgað um 2,4% á síðasta ári. Mest varð fólksfjölgunin á Suðurnesjum, 5,2%, en á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 5.747 manns, eða 2,6%. Lítilsverð fækkun varð á Norðurlandi eystra, eða um 0,03%.

Þá kemur fram að karlmönnum hafi fjölgað hlutfallslega meira en konum. Karlmönnum fjölgaði um 2,9%, en konum um 1,9%.

Í tölfræðinni kemur fram að 330 þúsund manns búi í þéttbýli. Í sjö sveitarfélögum búa færri en 100 manns, en í 40 sveitarfélögum færri en 1.000. Einungis tíu sveitarfélög höfðu yfir 5.000 íbúa.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
2
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu