Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Segja börn fá pítsu ef þau sleppa því að mæta á loftslagsmótmæli

Skipu­leggj­end­ur lofts­lags­verk­falls­ins harma að kom­ið hafi upp at­vik þar sem grunn­skóla­starfs­menn „hóta, múta eða gera lít­ið úr börn­un­um“ og beiti ýms­um brögð­um til að letja þau til þátt­töku í barna­upp­reisn­inni gegn að­gerða­leysi stjórn­valda í lofts­lags­mál­um.

Segja börn fá pítsu ef þau sleppa því að mæta á loftslagsmótmæli

Skipuleggjendur loftslagsverkfallsins á Íslandi segja að í sumum grunnskólum hafi starfsfólk beitt sér gegn því að börn og unglingar tækju þátt, meðal annars með því að „múta börnunum með pizzu ef þau færu ekki“.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Landssamtökum íslenskra stúdenta en undanfarnar vikur hafa ungmenni farið í verkfall klukkan 12 til 13 á föstudögum til að mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda og fyrirtækja í stríðinu gegn loftslagsbreytingum.

Greta ThunbergSænski unglingurinn er með munninn fyrir neðan nefið og hefur komið af stað mótmælaöldu ungs fólks gegn aðgerðaleysi ríkisstjórna og fyrirtækja í loftslagsmálum.

Verkfallið er hluti af alþjóðlegri öldu sem hin sænska Greta Thunberg kom af stað, en slagkraftur aðgerðanna hefur aukist stig af stigi undanfarnar vikur og náði hámarki síðasta föstudag þegar um 2,5 milljónir tóku þátt og mótmæltu í meira en 100 löndum.

Í yfirlýsingunni frá skipuleggjendum aðgerðanna eru „viðbrögð sumra skóla“ hörmuð. „Það er skiljanlegt að einhverjir skólar vilji ekki hvetja til skróps en það er allt annað að taka beina afstöðu gegn göngunni með því að múta börnunum til að verða eftir. Það er eitt að börn fái skróp í kladdann ef þau eru fjarverandi (eins og venjan er) en annað að hóta, múta eða gera lítið úr börnunum sem velja að gerast virkir borgarar og láta sig varða stærsta og alvarlegasta vandamál samtímans.“

Telja skipuleggjendurnir að miklu skynsamlegra væri ef skólarnir gripu tækifærið og styddu við lýðræðislega þátttöku barna, annað hvort með því að ræða um verkfallið eða mæta saman á það. „Jafnvel má telja það sem svo að þátttaka í loftslagsverkfalli falli undir nánast alla grunnþætti aðalnámskrár grunnskólanna, en þeir eru: læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun.“ 

Bent er á að það þurfi kjark til að vera grunnskólanemi og kjósa að skrópa í skóla til þess að geta tekið þátt í baráttunni fyrir tryggri og bjartri framtíð. „Með þessu móti sýna þau samfélagslega meðvitund og ábyrgð, sem er einmitt tákn um það að skólunum hefur tekist vel til í að mennta einstaklinga sem gera sér grein fyrir sínum þætti í samfélaginu og vilja láta til sín taka í því að skapa betri heim. Þau börn sem hafa tekið af skarið og mætt á loftslagsverkfallið og sýnt þar með að þau gera sér grein fyrir alvarleika málsins eiga hrós skilið.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Loftslagsbreytingar

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
4
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
2
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár