Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Segja börn fá pítsu ef þau sleppa því að mæta á loftslagsmótmæli

Skipu­leggj­end­ur lofts­lags­verk­falls­ins harma að kom­ið hafi upp at­vik þar sem grunn­skóla­starfs­menn „hóta, múta eða gera lít­ið úr börn­un­um“ og beiti ýms­um brögð­um til að letja þau til þátt­töku í barna­upp­reisn­inni gegn að­gerða­leysi stjórn­valda í lofts­lags­mál­um.

Segja börn fá pítsu ef þau sleppa því að mæta á loftslagsmótmæli

Skipuleggjendur loftslagsverkfallsins á Íslandi segja að í sumum grunnskólum hafi starfsfólk beitt sér gegn því að börn og unglingar tækju þátt, meðal annars með því að „múta börnunum með pizzu ef þau færu ekki“.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Landssamtökum íslenskra stúdenta en undanfarnar vikur hafa ungmenni farið í verkfall klukkan 12 til 13 á föstudögum til að mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda og fyrirtækja í stríðinu gegn loftslagsbreytingum.

Greta ThunbergSænski unglingurinn er með munninn fyrir neðan nefið og hefur komið af stað mótmælaöldu ungs fólks gegn aðgerðaleysi ríkisstjórna og fyrirtækja í loftslagsmálum.

Verkfallið er hluti af alþjóðlegri öldu sem hin sænska Greta Thunberg kom af stað, en slagkraftur aðgerðanna hefur aukist stig af stigi undanfarnar vikur og náði hámarki síðasta föstudag þegar um 2,5 milljónir tóku þátt og mótmæltu í meira en 100 löndum.

Í yfirlýsingunni frá skipuleggjendum aðgerðanna eru „viðbrögð sumra skóla“ hörmuð. „Það er skiljanlegt að einhverjir skólar vilji ekki hvetja til skróps en það er allt annað að taka beina afstöðu gegn göngunni með því að múta börnunum til að verða eftir. Það er eitt að börn fái skróp í kladdann ef þau eru fjarverandi (eins og venjan er) en annað að hóta, múta eða gera lítið úr börnunum sem velja að gerast virkir borgarar og láta sig varða stærsta og alvarlegasta vandamál samtímans.“

Telja skipuleggjendurnir að miklu skynsamlegra væri ef skólarnir gripu tækifærið og styddu við lýðræðislega þátttöku barna, annað hvort með því að ræða um verkfallið eða mæta saman á það. „Jafnvel má telja það sem svo að þátttaka í loftslagsverkfalli falli undir nánast alla grunnþætti aðalnámskrár grunnskólanna, en þeir eru: læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun.“ 

Bent er á að það þurfi kjark til að vera grunnskólanemi og kjósa að skrópa í skóla til þess að geta tekið þátt í baráttunni fyrir tryggri og bjartri framtíð. „Með þessu móti sýna þau samfélagslega meðvitund og ábyrgð, sem er einmitt tákn um það að skólunum hefur tekist vel til í að mennta einstaklinga sem gera sér grein fyrir sínum þætti í samfélaginu og vilja láta til sín taka í því að skapa betri heim. Þau börn sem hafa tekið af skarið og mætt á loftslagsverkfallið og sýnt þar með að þau gera sér grein fyrir alvarleika málsins eiga hrós skilið.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Loftslagsbreytingar

Vísindanefndin: Sambúð fólks við náttúruna þarf að breytast
GreiningLoftslagsbreytingar

Vís­inda­nefnd­in: Sam­búð fólks við nátt­úr­una þarf að breyt­ast

Um­bylt­ing­ar er þörf í lífs­hátt­um og um­gengni við nátt­úr­una, seg­ir í skýrslu vís­inda­nefnd­ar um áhrif lofts­lags­breyt­inga á Ís­landi. Snark í gróð­ureld­um, suð í moskítóflug­um og smit frá skóg­armítl­um gæti orð­ið hvers­dags­legt áð­ur en langt um líð­ur og sjáv­ar­flóð, skriðu­föll og lægða­gang­ur tíð­ari.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár