Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Segja börn fá pítsu ef þau sleppa því að mæta á loftslagsmótmæli

Skipu­leggj­end­ur lofts­lags­verk­falls­ins harma að kom­ið hafi upp at­vik þar sem grunn­skóla­starfs­menn „hóta, múta eða gera lít­ið úr börn­un­um“ og beiti ýms­um brögð­um til að letja þau til þátt­töku í barna­upp­reisn­inni gegn að­gerða­leysi stjórn­valda í lofts­lags­mál­um.

Segja börn fá pítsu ef þau sleppa því að mæta á loftslagsmótmæli

Skipuleggjendur loftslagsverkfallsins á Íslandi segja að í sumum grunnskólum hafi starfsfólk beitt sér gegn því að börn og unglingar tækju þátt, meðal annars með því að „múta börnunum með pizzu ef þau færu ekki“.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Landssamtökum íslenskra stúdenta en undanfarnar vikur hafa ungmenni farið í verkfall klukkan 12 til 13 á föstudögum til að mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda og fyrirtækja í stríðinu gegn loftslagsbreytingum.

Greta ThunbergSænski unglingurinn er með munninn fyrir neðan nefið og hefur komið af stað mótmælaöldu ungs fólks gegn aðgerðaleysi ríkisstjórna og fyrirtækja í loftslagsmálum.

Verkfallið er hluti af alþjóðlegri öldu sem hin sænska Greta Thunberg kom af stað, en slagkraftur aðgerðanna hefur aukist stig af stigi undanfarnar vikur og náði hámarki síðasta föstudag þegar um 2,5 milljónir tóku þátt og mótmæltu í meira en 100 löndum.

Í yfirlýsingunni frá skipuleggjendum aðgerðanna eru „viðbrögð sumra skóla“ hörmuð. „Það er skiljanlegt að einhverjir skólar vilji ekki hvetja til skróps en það er allt annað að taka beina afstöðu gegn göngunni með því að múta börnunum til að verða eftir. Það er eitt að börn fái skróp í kladdann ef þau eru fjarverandi (eins og venjan er) en annað að hóta, múta eða gera lítið úr börnunum sem velja að gerast virkir borgarar og láta sig varða stærsta og alvarlegasta vandamál samtímans.“

Telja skipuleggjendurnir að miklu skynsamlegra væri ef skólarnir gripu tækifærið og styddu við lýðræðislega þátttöku barna, annað hvort með því að ræða um verkfallið eða mæta saman á það. „Jafnvel má telja það sem svo að þátttaka í loftslagsverkfalli falli undir nánast alla grunnþætti aðalnámskrár grunnskólanna, en þeir eru: læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun.“ 

Bent er á að það þurfi kjark til að vera grunnskólanemi og kjósa að skrópa í skóla til þess að geta tekið þátt í baráttunni fyrir tryggri og bjartri framtíð. „Með þessu móti sýna þau samfélagslega meðvitund og ábyrgð, sem er einmitt tákn um það að skólunum hefur tekist vel til í að mennta einstaklinga sem gera sér grein fyrir sínum þætti í samfélaginu og vilja láta til sín taka í því að skapa betri heim. Þau börn sem hafa tekið af skarið og mætt á loftslagsverkfallið og sýnt þar með að þau gera sér grein fyrir alvarleika málsins eiga hrós skilið.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Loftslagsbreytingar

Vísindanefndin: Sambúð fólks við náttúruna þarf að breytast
GreiningLoftslagsbreytingar

Vís­inda­nefnd­in: Sam­búð fólks við nátt­úr­una þarf að breyt­ast

Um­bylt­ing­ar er þörf í lífs­hátt­um og um­gengni við nátt­úr­una, seg­ir í skýrslu vís­inda­nefnd­ar um áhrif lofts­lags­breyt­inga á Ís­landi. Snark í gróð­ureld­um, suð í moskítóflug­um og smit frá skóg­armítl­um gæti orð­ið hvers­dags­legt áð­ur en langt um líð­ur og sjáv­ar­flóð, skriðu­föll og lægða­gang­ur tíð­ari.
Fimm ástæður fyrir því að þú ættir að hafa áhyggjur af stöðu loftslagsmála á Íslandi
Þorgerður María Þorbjarnardóttir
SkoðunLoftslagsbreytingar

Þorgerður María Þorbjarnardóttir

Fimm ástæð­ur fyr­ir því að þú ætt­ir að hafa áhyggj­ur af stöðu lofts­lags­mála á Ís­landi

Lofts­lags­breyt­ing­ar eru neyð­ar­ástand og þær krefjast að­gerða, skrif­ar formað­ur Land­vernd­ar. „Að­lög­un að lofts­lags­breyt­ing­um snýst ekki bara um að laga sig að áhrif­um þeirra held­ur felst í henni að­lög­un að sam­fé­lagi sem lif­ir án þess að ganga á og skaða nátt­úr­una og lofts­lag­ið þar með.“

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár