Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sigríður Andersen segir af sér embætti en segist „stíga til hliðar“

Dóms­mála­ráð­herra vill skapa vinnu­fr­ið vegna dóms Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu. Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra svar­ar engu um hvort hún eigi aft­ur­kvæmt. „Ég styð þessa ákvörð­un ráð­herr­ans,“ seg­ir for­sæt­is­ráð­herra.

Sigríður Andersen segir af sér embætti en segist „stíga til hliðar“

Sigríður Á. Andersen hefur ákveðið að segja af sér embætti dómsmálaráðherra.

Þetta tilkynnti ráðherra á blaðamannafundi rétt í þessu. Hún segist ætla að„stíga til hliðar“ meðan unnið verðiúr þeirri stöðu sem komin er upp vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vildi ekki svara því eftir fundinn hvort Sigríður ætti afturkvæmt í ríkisstjórn en sagði að boðað yrði til ríkisráðsfundar. 

Sigríður sagði að viðhorf gagnvart persónu hennar „kunni að trufla þær ákvarðanir sem þarf að taka“ vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu.

„Í því ljósi hef ég ákveðið að stíga til hliðar til þess að skapa vinnufrið næstu vikurnar, þar sem einhverjum spurningum og álitaefnum verði svarað og leggja það til að þessum dómi verði skotið til yfirréttarins. Það verði þá í höndum annarra að vera í fyrirsvari fyrir dómsmálaráðuneytið á meðan því máli vindur áfram.“ 

Sigríður talaði líkt og hún yrði aftur ráðherra. „Ég mun stíga til hliðar á meðan að komið er til botns í þessu máli og hvernig þessu máli lyktar.“

Þetta er hins vegar ekki hennar að ákveða og samkvæmt heimildum Stundarinnar er lítill áhugi á því meðal samstarfsflokka Sjálfstæðisflokksins að Sigríður taki aftur við ráðherraembætti. 

Gagnrýndi framsal dómsvalds

Á fundinum gagnrýndi hún Mannréttindadómstól Evrópu harðlega og boðaði að dóminum yrði áfrýjað til yfirdeildar dómstólsins. 

„Ég mun ekki láta það átölulaust að dómstólar séu notaðir í pólitískum tilgangi,“ sagði hún. „Ég mun heldur ekkiláta það átölulaust að íslenskir dómstólar framselji vald til túlkunar á íslenskum lögum til erlendra dómstóla.“ 

Sigríður sagðist ekki hafa tilkynnt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um ákvörðun sína fyrir fundinn. „Hún les bara um þetta í blöðunum.“ 

Hins vegar hefði hún rætt við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins. „Já, ég er auðvitað í samráði við hann.“

Sigríður kvaðst nú ætla til fundar við ríkisstjórnina. Þrátt fyrir allt kveðst hún njóta stuðnings annarra en fárra sem létu persónu hennar trufla sig. „Ég lít nú svo á að ég njóti stuðnings ríkkisstjórnarinnar. Ég nýt fulls stuðnings í mínum þingflokki.“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagðist styðja ákvörðun ráðherrans. „Ég átti samtal við ráðherrann í gær og auðvitað lýsti ég áhyggjum af stöðunni og ég styð þá niðurstöðu sem hún hefur komist að,“ sagði hún í viðtali á Alþingi eftir að dómsmálaráðherra kynnti ákvörðun sína. „Ég styð þessa ákvörðun ráðherrans.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skipun dómara við Landsrétt

Saga Landsréttarmálsins: Hver ber ábyrgð?
ÚttektSkipun dómara við Landsrétt

Saga Lands­rétt­ar­máls­ins: Hver ber ábyrgð?

Yf­ir­deild MDE átel­ur Sig­ríði And­er­sen, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, fyr­ir þátt henn­ar í Lands­rétt­ar­mál­inu. Hæstirétt­ur og Al­þingi, þá und­ir meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisn­ar og Bjartr­ar fram­tíð­ar, fá einnig gagn­rýni. Yf­ir­deild­in seg­ir gjörð­ir Sig­ríð­ar vekja rétt­mæt­ar áhyggj­ur af póli­tískri skip­un dóm­ara.
Fjölskylduvítið
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
PistillSkipun dómara við Landsrétt

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Fjöl­skyldu­vít­ið

Ís­lenska stjórn­mála­fjöl­skyld­an hef­ur öll meg­in­ein­kenni sjúkr­ar fjöl­skyldu út frá kenn­ing­um um með­virkni enda al­in upp við sjúk­leg­ar að­stæð­ur. Í því ljósi er for­vitni­legt að skoða „póli­tískt at og óvirð­ingu Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins í Strass­bourg við Al­þingi Ís­lend­inga“ sem „skipt­ir víst engu máli þeg­ar upp er stað­ið“.
Yfirlýstur andstæðingur Mannréttindadómstólsins flutti erindi á afmæli Hæstaréttar
FréttirSkipun dómara við Landsrétt

Yf­ir­lýst­ur and­stæð­ing­ur Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins flutti er­indi á af­mæli Hæsta­rétt­ar

Dansk­ur pró­fess­or sem er þekkt­ur fyr­ir að vilja að Dan­ir hætti að lúta dóm­um Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu flutti ávarp á af­mæl­is­sam­komu Hæsta­rétt­ar. Boð­ið vek­ur at­hygli þar sem máls­með­ferð Ís­lands vegna Lands­rétt­ar­máls­ins hjá yf­ir­deild MDE stend­ur nú yf­ir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár