Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Laxeldisrisinn Salmar reynir að hefja uppkaup á öllu hlutafé stærsta laxeldisfyrirtækis Íslands

Salm­ar ger­ir öll­um hlut­höf­um Arn­ar­lax yf­ir­töku­til­boð í hluta­bréf þeirra í fyr­ir­tæk­inu. Hagn­að­ur­inn af rekstri Arn­ar­lax í fram­tíð­inni mun þurfa að dekka fjár­fest­ing­ar Salm­ar í fyr­ir­tæk­inu.

Laxeldisrisinn Salmar reynir að hefja uppkaup á öllu hlutafé stærsta laxeldisfyrirtækis Íslands
Gríðarlegir hagsmunir Mikla athygli vakti þegar stjórnarformaður Arnarlax, Kjartan Ólafsson, var í för með atvinnuveganefnd Alþingis, sem Kolbeinn Proppé situr meðal annars í, í Noregi í síðustu viku. Þessi mynd var tekin í heimsókninni en Kjartan hefur mörg hundruð milljóna persónulega hagsmuni af því að laxeldi á Íslandi vaxi og dafni með stuðningi Alþingis.

Norski laxeldisrisinn Salmar ASA, stærsti hluthafi Arnarlax, hefur hafið tilraunir til að kaupa upp allt hlutafé annarra hluthafa Arnarlax. Sökum þess að Salmar á orðið meirihluta hlutafjár í félaginu eftir nýleg uppkaup á samtals rúmlega 12 prósent hlutafjár af félögunum Fiskisundi og Tryggingamiðstöðinni er Salmar skylt að gera öðrum hluthöfum yfirtökutilboð í hlutabréf þeirra í félaginu. Um þetta er fjallað í tilkynningu frá Salmar AS til norsku kauphallarinnar sem birt var í morgun. 

Í tilkynningunni segir: „Vísað er til kauphallartilkynninga frá 14. og 19. febrúar árið 2019 í kjölfar kaupa Salmar ASA á hlutabréfum í Arnarlaxi AS. Afleiðing af þeim uppkaupum er sú að Salmar er skuldbundið, samkvæmt hluthafasamkomulagi Arnarlax AS, að gera öðrum eftirstandandi hluthöfum tilboð í hluti þeirra í Arnarlaxi AS.“ Sá tími sem tilboðið gildir er frá því í dag, 13. mars og til 10. apríl. Tilboðið hljóðar upp á 55.783 norskar krónur á hlut.“ 

Á 3 prósent hlutNorski hóteleigandinn Petter Stordalen er meðal hluthafa í Arnarlaxi sem getur nýtt sér yfirtökutilboð Salmar.

Þekktur norskur auðmaður Noregs meðal hluthafa

Ekki liggur fyrir hvaða hluthafar Arnarlax munu nýta tækifærið og selja hlutabréf sín í íslenska laxeldisfyrirtækinu. Meðal hluthafanna eru þó nokkur norsk fjárfestingarfélög, meðal annars eitt fyrirtæki sem er í eigu hóteleigandans og fjölmiðlafígúrunnar Petter Stordalens sem mikið er fjallað um í fjölmiðlum í Skandinavíu.  Stordalen á nærri 3 prósenta hlut í Arnarlaxi í gengum félagið Strawberry Equities AS. 

Einn hluthafi sem þó hefur sagt að hann ætli ekki að selja hlut sinn er Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax. Í tilkynningunni sem send var í síðasta mánuði um kaup Salmar á hlutabréfum Fiskisunds og Tryggingarmiðstöðvarinnar var það sérstaklega tekið fram að Kjartan ætlaði ekki að selja bréf sín í fyrirtækinu. Við Stundina sagði Kjartan: „Ég vil vera með áfram,“ en Kjartan á rúmlega 2 prósenta hlut í Arnarlaxi. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu