Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Halldór Benjamín fékk hlutabréfaskuldir afskrifaðar

Þeg­ar Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, þá­ver­andi starfs­mað­ur Ask­ar Capital og nú­ver­andi fram­kvæmda­stjóri SA, starf­aði hjá móð­ur­fé­lagi bank­ans, Milest­one, fékk hann lán til hluta­bréfa­kaupa sem ekki var greitt til baka. Skuld­ir hans numu tæp­um 30 millj­ón­um og urðu hluta­bréf­in verð­laus í hrun­inu. Hall­dór keypti kröf­urn­ar á fé­lag­ið til baka fyr­ir ótil­greint verð.

Halldór Benjamín fékk hlutabréfaskuldir afskrifaðar
Stýrði fjárfestingum í nokkrum heimsálfum Halldór Benjamín Þorbergsson stýrði fjárfestingum Milestone í nokkrum heimsálfum og var einn af starfsmönnum fyrirtækisins sem fékk lán til að kaupa bréf í bankanum sem síðar ekki var endurgreitt. Mynd: sa.is

Halldór Benjamín Þorbergsson, núverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, fékk tæplega 25 milljóna króna lán frá eignarhaldsfélaginu Milestone afskrifað að mestu eftir að hann lét af störfum hjá fyrirtækinu. Lánið var notað til að kaupa hlutabréf í dótturfélagi bankans, Askar Capital. Halldór Benjamín segir í svörum sínum til Stundarinnar að engar persónulegar ábyrgðir hafi verið fyrir umræddu láni. 

Árin fyrir efnahagshrunið 2008 vann Halldór Benjamín við fjárfestingar hjá Milestone og Askar Capital og kom meðal annars að viðskiptum í Evrópu og Bandaríkjunum gegnum dótturfélög í Milestone-samstæðunni. 

Lánið var tekið af eignarhaldsfélagi í eigu Halldórs Benjamíns sem hét Hrímbakur ehf. árið 2007, en þetta félag var svo aftur í 100 prósent eigu Eignarhaldsfélagsins Hrímbaks ehf. sem var í 100 prósent eigu hans sjálfs. Halldór Benjamín var einn af nokkrum starfsmönnum Askar Capital, sem var í eigu Milestone, sem fékk lán til að kaupa hlutabréf í bankanum. 

„Þar af leiðandi er eina eign félagsins, hlutabréf í Askar Capital, verðlaus og hefur verið færð niður að fullu.“

Upplýsingar um lánið koma fyrir í ársreikningum þessara félaga og í vinnugögnum frá Askar Capital og Milestone sem Stundin hefur undir höndum en í skýrslu stjórnar í ársreikningi Hrímbaks ehf., sem varð gjaldþrota árið 2012, segir Halldór Benjamín: „Í maí árið 2009 tilkynnti Askar Capital að fyrirtækið hefði lokið við fjárhagslega endurskipulagningu sína sem leiddi til þess að hlutafé félagsins var fært niður að fullu. Þar af leiðandi er eina eign félagsins, hlutabréf í Askar Capital, verðlaus og hefur verið færð niður að fullu. Stjórn Hrímbaks ehf. hefur átt í viðræðum við lánardrottna sína en framtíð félagsins er mjög óljós og þessum viðræðum er ekki lokið.“

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
3
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
5
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu