Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Halldór Benjamín fékk hlutabréfaskuldir afskrifaðar

Þeg­ar Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, þá­ver­andi starfs­mað­ur Ask­ar Capital og nú­ver­andi fram­kvæmda­stjóri SA, starf­aði hjá móð­ur­fé­lagi bank­ans, Milest­one, fékk hann lán til hluta­bréfa­kaupa sem ekki var greitt til baka. Skuld­ir hans numu tæp­um 30 millj­ón­um og urðu hluta­bréf­in verð­laus í hrun­inu. Hall­dór keypti kröf­urn­ar á fé­lag­ið til baka fyr­ir ótil­greint verð.

Halldór Benjamín fékk hlutabréfaskuldir afskrifaðar
Stýrði fjárfestingum í nokkrum heimsálfum Halldór Benjamín Þorbergsson stýrði fjárfestingum Milestone í nokkrum heimsálfum og var einn af starfsmönnum fyrirtækisins sem fékk lán til að kaupa bréf í bankanum sem síðar ekki var endurgreitt. Mynd: sa.is

Halldór Benjamín Þorbergsson, núverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, fékk tæplega 25 milljóna króna lán frá eignarhaldsfélaginu Milestone afskrifað að mestu eftir að hann lét af störfum hjá fyrirtækinu. Lánið var notað til að kaupa hlutabréf í dótturfélagi bankans, Askar Capital. Halldór Benjamín segir í svörum sínum til Stundarinnar að engar persónulegar ábyrgðir hafi verið fyrir umræddu láni. 

Árin fyrir efnahagshrunið 2008 vann Halldór Benjamín við fjárfestingar hjá Milestone og Askar Capital og kom meðal annars að viðskiptum í Evrópu og Bandaríkjunum gegnum dótturfélög í Milestone-samstæðunni. 

Lánið var tekið af eignarhaldsfélagi í eigu Halldórs Benjamíns sem hét Hrímbakur ehf. árið 2007, en þetta félag var svo aftur í 100 prósent eigu Eignarhaldsfélagsins Hrímbaks ehf. sem var í 100 prósent eigu hans sjálfs. Halldór Benjamín var einn af nokkrum starfsmönnum Askar Capital, sem var í eigu Milestone, sem fékk lán til að kaupa hlutabréf í bankanum. 

„Þar af leiðandi er eina eign félagsins, hlutabréf í Askar Capital, verðlaus og hefur verið færð niður að fullu.“

Upplýsingar um lánið koma fyrir í ársreikningum þessara félaga og í vinnugögnum frá Askar Capital og Milestone sem Stundin hefur undir höndum en í skýrslu stjórnar í ársreikningi Hrímbaks ehf., sem varð gjaldþrota árið 2012, segir Halldór Benjamín: „Í maí árið 2009 tilkynnti Askar Capital að fyrirtækið hefði lokið við fjárhagslega endurskipulagningu sína sem leiddi til þess að hlutafé félagsins var fært niður að fullu. Þar af leiðandi er eina eign félagsins, hlutabréf í Askar Capital, verðlaus og hefur verið færð niður að fullu. Stjórn Hrímbaks ehf. hefur átt í viðræðum við lánardrottna sína en framtíð félagsins er mjög óljós og þessum viðræðum er ekki lokið.“

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár