Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Halldór Benjamín fékk hlutabréfaskuldir afskrifaðar

Þeg­ar Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, þá­ver­andi starfs­mað­ur Ask­ar Capital og nú­ver­andi fram­kvæmda­stjóri SA, starf­aði hjá móð­ur­fé­lagi bank­ans, Milest­one, fékk hann lán til hluta­bréfa­kaupa sem ekki var greitt til baka. Skuld­ir hans numu tæp­um 30 millj­ón­um og urðu hluta­bréf­in verð­laus í hrun­inu. Hall­dór keypti kröf­urn­ar á fé­lag­ið til baka fyr­ir ótil­greint verð.

Halldór Benjamín fékk hlutabréfaskuldir afskrifaðar
Stýrði fjárfestingum í nokkrum heimsálfum Halldór Benjamín Þorbergsson stýrði fjárfestingum Milestone í nokkrum heimsálfum og var einn af starfsmönnum fyrirtækisins sem fékk lán til að kaupa bréf í bankanum sem síðar ekki var endurgreitt. Mynd: sa.is

Halldór Benjamín Þorbergsson, núverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, fékk tæplega 25 milljóna króna lán frá eignarhaldsfélaginu Milestone afskrifað að mestu eftir að hann lét af störfum hjá fyrirtækinu. Lánið var notað til að kaupa hlutabréf í dótturfélagi bankans, Askar Capital. Halldór Benjamín segir í svörum sínum til Stundarinnar að engar persónulegar ábyrgðir hafi verið fyrir umræddu láni. 

Árin fyrir efnahagshrunið 2008 vann Halldór Benjamín við fjárfestingar hjá Milestone og Askar Capital og kom meðal annars að viðskiptum í Evrópu og Bandaríkjunum gegnum dótturfélög í Milestone-samstæðunni. 

Lánið var tekið af eignarhaldsfélagi í eigu Halldórs Benjamíns sem hét Hrímbakur ehf. árið 2007, en þetta félag var svo aftur í 100 prósent eigu Eignarhaldsfélagsins Hrímbaks ehf. sem var í 100 prósent eigu hans sjálfs. Halldór Benjamín var einn af nokkrum starfsmönnum Askar Capital, sem var í eigu Milestone, sem fékk lán til að kaupa hlutabréf í bankanum. 

„Þar af leiðandi er eina eign félagsins, hlutabréf í Askar Capital, verðlaus og hefur verið færð niður að fullu.“

Upplýsingar um lánið koma fyrir í ársreikningum þessara félaga og í vinnugögnum frá Askar Capital og Milestone sem Stundin hefur undir höndum en í skýrslu stjórnar í ársreikningi Hrímbaks ehf., sem varð gjaldþrota árið 2012, segir Halldór Benjamín: „Í maí árið 2009 tilkynnti Askar Capital að fyrirtækið hefði lokið við fjárhagslega endurskipulagningu sína sem leiddi til þess að hlutafé félagsins var fært niður að fullu. Þar af leiðandi er eina eign félagsins, hlutabréf í Askar Capital, verðlaus og hefur verið færð niður að fullu. Stjórn Hrímbaks ehf. hefur átt í viðræðum við lánardrottna sína en framtíð félagsins er mjög óljós og þessum viðræðum er ekki lokið.“

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.
Atlantshafsbandalagið í sinni mestu krísu:  Fjölþáttakrísa  siðmenningarinnar
6
Greining

Atlants­hafs­banda­lag­ið í sinni mestu krísu: Fjöl­þáttakrísa sið­menn­ing­ar­inn­ar

Atlants­hafs­banda­lag­ið Nató er í sinni mestu krísu frá upp­hafi og er við það að lið­ast í sund­ur. Banda­rík­in, stærsti og sterk­asti að­ili banda­lags­ins, virð­ast mögu­lega ætla að draga sig út úr varn­ar­sam­starf­inu. Þau ætla, að því er best verð­ur séð, ekki leng­ur að sinna því hlut­verki að vera leið­togi hins vest­ræna eða frjálsa heims. Ut­an­rík­is­stefna þeirra sem nú birt­ist er ein­hvers kon­ar blanda af henti­stefnu og nýrri ný­lendu­stefnu með auð­linda-upp­töku. Fjöl­þáttakrísa (e. polycris­is) ræð­ur ríkj­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár