Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Halldór Benjamín fékk hlutabréfaskuldir afskrifaðar

Þeg­ar Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, þá­ver­andi starfs­mað­ur Ask­ar Capital og nú­ver­andi fram­kvæmda­stjóri SA, starf­aði hjá móð­ur­fé­lagi bank­ans, Milest­one, fékk hann lán til hluta­bréfa­kaupa sem ekki var greitt til baka. Skuld­ir hans numu tæp­um 30 millj­ón­um og urðu hluta­bréf­in verð­laus í hrun­inu. Hall­dór keypti kröf­urn­ar á fé­lag­ið til baka fyr­ir ótil­greint verð.

Halldór Benjamín fékk hlutabréfaskuldir afskrifaðar
Stýrði fjárfestingum í nokkrum heimsálfum Halldór Benjamín Þorbergsson stýrði fjárfestingum Milestone í nokkrum heimsálfum og var einn af starfsmönnum fyrirtækisins sem fékk lán til að kaupa bréf í bankanum sem síðar ekki var endurgreitt. Mynd: sa.is

Halldór Benjamín Þorbergsson, núverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, fékk tæplega 25 milljóna króna lán frá eignarhaldsfélaginu Milestone afskrifað að mestu eftir að hann lét af störfum hjá fyrirtækinu. Lánið var notað til að kaupa hlutabréf í dótturfélagi bankans, Askar Capital. Halldór Benjamín segir í svörum sínum til Stundarinnar að engar persónulegar ábyrgðir hafi verið fyrir umræddu láni. 

Árin fyrir efnahagshrunið 2008 vann Halldór Benjamín við fjárfestingar hjá Milestone og Askar Capital og kom meðal annars að viðskiptum í Evrópu og Bandaríkjunum gegnum dótturfélög í Milestone-samstæðunni. 

Lánið var tekið af eignarhaldsfélagi í eigu Halldórs Benjamíns sem hét Hrímbakur ehf. árið 2007, en þetta félag var svo aftur í 100 prósent eigu Eignarhaldsfélagsins Hrímbaks ehf. sem var í 100 prósent eigu hans sjálfs. Halldór Benjamín var einn af nokkrum starfsmönnum Askar Capital, sem var í eigu Milestone, sem fékk lán til að kaupa hlutabréf í bankanum. 

„Þar af leiðandi er eina eign félagsins, hlutabréf í Askar Capital, verðlaus og hefur verið færð niður að fullu.“

Upplýsingar um lánið koma fyrir í ársreikningum þessara félaga og í vinnugögnum frá Askar Capital og Milestone sem Stundin hefur undir höndum en í skýrslu stjórnar í ársreikningi Hrímbaks ehf., sem varð gjaldþrota árið 2012, segir Halldór Benjamín: „Í maí árið 2009 tilkynnti Askar Capital að fyrirtækið hefði lokið við fjárhagslega endurskipulagningu sína sem leiddi til þess að hlutafé félagsins var fært niður að fullu. Þar af leiðandi er eina eign félagsins, hlutabréf í Askar Capital, verðlaus og hefur verið færð niður að fullu. Stjórn Hrímbaks ehf. hefur átt í viðræðum við lánardrottna sína en framtíð félagsins er mjög óljós og þessum viðræðum er ekki lokið.“

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár