Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hagfræðimenntaðar konur segja að verkfall verkakvenna beinist gegn þeim sjálfum

Stjórn Hags­muna­fé­lags kvenna í hag­fræði tel­ur al­þjóð­leg­an bar­áttu­dag kvenna falla í „skugga verk­falla“. Kon­ur víða um heim boða til verk­falla í til­efni bar­áttu­dags­ins.

Hagfræðimenntaðar konur segja að verkfall verkakvenna beinist gegn þeim sjálfum

Ungar hagfræðimenntaðar konur fullyrða í grein sem birtist í Kjarnanum í dag að verkfallsboðun dagsins sé „sérstaklega til höfuðs verkakvenna“ og harma að alþjóðlegur baráttudagur kvenna sé haldinn hátíðlegur „í skugga verkfalla“. Sem kunnugt er er það Efling stéttarfélag, sem samanstendur að miklu leyti af verkakonum, sem boðar til verkfallsins. 

Greinin hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum, en höfundar sitja í stjórn félags sem er kallað Hagsmunafélag kvenna í hagfræði.

Í pistlinum er vitnað í hagtölur, svo sem um landsframleiðslu á mann og gini-stuðulinn um tekjujöfnuð, og fullyrt að „íslenskar konur og þjóðin öll [búi] við afburða lífs­kjör sem við getum verið stolt af“. Í greininni er talið upp hversu vel Ísland og íslenskar konur standi á alþjóðavísu að því er varðar jöfnuð og hagsæld.

Í lok greinar birtir félagið hugvekju til kvenna. Þar kemur fram að félagið telji að efnahagslegar staðreyndir hafi verið dregnar í efa, hafi þær yfir höfuð verið dregnar fram í kjarabaráttunni.

„Verk­falls­boðun dags­ins í dag er sér­stak­lega til höf­uðs verka­kvenna. Konur sinna bæði mik­il­vægum og fjöl­breyttum störfum í íslensku sam­fé­lagi og eru í meiri­hluta þeirra sem sinna fjár­mála­þjón­ustu, fræðslu­starf­semi, heil­brigð­is­þjón­ustu, svo dæmi séu tek­in, ásamt því að vera um helm­ingur þeirra sem starfa innan ferða­þjón­ust­unn­ar,“ skrifa þær. „Standa þarf vörð um þessi störf og efla kjör þeirra sem þeim sinna, ekki síður en ann­arra. Það verður þó ekki gert með því að líta fram­hjá efna­hags­legum veru­leika í yfir­stand­andi kjara­við­ræð­um.“

Staðreyndirnar sem félagið teflir fram eru að við Íslendingar búum við afburða lífskjör en á sama tíma sé minna svigrúm, í núverandi efnahagslegri stöðu, til launahækkana. Varar félagið við því að gengið verði of langt í kjaraviðræðum, því afleiðingin verði óstöðugleiki sem bitni mest á þeim lægst settu.

Konur víða um heim taka þátt í verkföllum í dag í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna. Þar má nefna lönd eins og Argentínu, Spán, Frakkland, Grikkland, Þýskaland, Sviss og Írland. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár