Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hagfræðimenntaðar konur segja að verkfall verkakvenna beinist gegn þeim sjálfum

Stjórn Hags­muna­fé­lags kvenna í hag­fræði tel­ur al­þjóð­leg­an bar­áttu­dag kvenna falla í „skugga verk­falla“. Kon­ur víða um heim boða til verk­falla í til­efni bar­áttu­dags­ins.

Hagfræðimenntaðar konur segja að verkfall verkakvenna beinist gegn þeim sjálfum

Ungar hagfræðimenntaðar konur fullyrða í grein sem birtist í Kjarnanum í dag að verkfallsboðun dagsins sé „sérstaklega til höfuðs verkakvenna“ og harma að alþjóðlegur baráttudagur kvenna sé haldinn hátíðlegur „í skugga verkfalla“. Sem kunnugt er er það Efling stéttarfélag, sem samanstendur að miklu leyti af verkakonum, sem boðar til verkfallsins. 

Greinin hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum, en höfundar sitja í stjórn félags sem er kallað Hagsmunafélag kvenna í hagfræði.

Í pistlinum er vitnað í hagtölur, svo sem um landsframleiðslu á mann og gini-stuðulinn um tekjujöfnuð, og fullyrt að „íslenskar konur og þjóðin öll [búi] við afburða lífs­kjör sem við getum verið stolt af“. Í greininni er talið upp hversu vel Ísland og íslenskar konur standi á alþjóðavísu að því er varðar jöfnuð og hagsæld.

Í lok greinar birtir félagið hugvekju til kvenna. Þar kemur fram að félagið telji að efnahagslegar staðreyndir hafi verið dregnar í efa, hafi þær yfir höfuð verið dregnar fram í kjarabaráttunni.

„Verk­falls­boðun dags­ins í dag er sér­stak­lega til höf­uðs verka­kvenna. Konur sinna bæði mik­il­vægum og fjöl­breyttum störfum í íslensku sam­fé­lagi og eru í meiri­hluta þeirra sem sinna fjár­mála­þjón­ustu, fræðslu­starf­semi, heil­brigð­is­þjón­ustu, svo dæmi séu tek­in, ásamt því að vera um helm­ingur þeirra sem starfa innan ferða­þjón­ust­unn­ar,“ skrifa þær. „Standa þarf vörð um þessi störf og efla kjör þeirra sem þeim sinna, ekki síður en ann­arra. Það verður þó ekki gert með því að líta fram­hjá efna­hags­legum veru­leika í yfir­stand­andi kjara­við­ræð­um.“

Staðreyndirnar sem félagið teflir fram eru að við Íslendingar búum við afburða lífskjör en á sama tíma sé minna svigrúm, í núverandi efnahagslegri stöðu, til launahækkana. Varar félagið við því að gengið verði of langt í kjaraviðræðum, því afleiðingin verði óstöðugleiki sem bitni mest á þeim lægst settu.

Konur víða um heim taka þátt í verkföllum í dag í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna. Þar má nefna lönd eins og Argentínu, Spán, Frakkland, Grikkland, Þýskaland, Sviss og Írland. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Draumur sem aldrei varð: „Gat tilveran orðið svartari?“
5
Viðtal

Draum­ur sem aldrei varð: „Gat til­ver­an orð­ið svart­ari?“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár