Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Tilkynning um hermannaveiki í blokk fyrir eldri borgara vekur ugg

Íbú­um á Granda­vegi 47 barst ný­lega orð­send­ing frá sótt­varn­ar­lækni og Heil­brigðis­eft­ir­liti Reykja­vík­ur þess efn­is að mik­ið magn her­manna­veikis­bakt­erí­unn­ar hefði fund­ist í einni íbúð blokk­ar­inn­ar. Dótt­ir ní­ræðr­ar konu í blokk­inni hef­ur veru­leg­ar áhyggj­ur af móð­ur sinni en her­manna­veiki er bráð­drep­andi fyr­ir fólk sem er veikt fyr­ir.

Tilkynning um hermannaveiki í blokk fyrir eldri borgara vekur ugg

Í síðustu viku sendu sóttvarnalæknir og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur íbúum í fjölbýlishúsi eldri borgara á Grandavegi 47 orðsendingu þar sem íbúarnir voru varaðir við því að töluvert magn af umhverfisbakteríunni Legionella hefði fundist í vatnssýni sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tók úr sturtuhaus í einni af íbúðum hússins. Umrædd baktería er þekkt undir heitinu hermannaveiki og getur verið bráðdrepandi, sérstaklega fyrir þá sem eru veikir fyrir eða komnir á háan aldur. Sólveig Bjarnadóttir, dóttir níræðrar konu sem býr á Grandavegi 47, furðar sig á orðsendingunni sem hafi skilið eftir sig mun fleiri spurningar en svör á meðal íbúa. Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir ekkert athugavert við vinnubrögðin.

Kanna útbreiðslu bakteríunnar

„Sóttvarnalæknir vill vekja athygli á að nýlega greindist töluvert magn af umhverfisbakteríunni Legionella í vatnssýni sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tók úr sturtuhaus í einni af íbúðum í Grandavegi 47. Þessi baktería er stundum kölluð hermannaveikisbaktería eftir að hafa valdið hópsýkingu meðal hermanna á ráðstefnu í Bandaríkjunum 1976,“ segir meðal annars í  orðsendingu sóttvarnalæknis og heilbrigðiseftirlitsins sem er dagsett þann 28. febrúar síðastliðinn og var sett í alla póstkassa hússins og hengd upp á veggi þess.

OrðsendinginHér gefur að líta orðsendingu þá sem sóttvarnarlæknir og heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur sendi íbúum Grandavegi 47 í síðustu viku.

Þá kemur fram að fullfrískir einstaklingar geti fengið bakteríuna í öndunarveg án þess að veikjast en aðra sögu megi segja um þá sem eru veikir fyrir. „Alvarleg veikindi, lungnabólga, verða einna helst hjá einstaklingum með undirliggjandi áhættuþætti en þeir eru helstir hár aldur, reykingar, langvinnir lungnasjúkdómar, ónæmisskerðing, áfengissýki og nýrnabilun.“ Íbúum er jafnframt greint frá því að Legionella sé baktería sem lifi í vatni og algeng um allan heim. „Hún þolir hitastig frá 0–63°C en lifir best í 30–40°C,“ segir í tilkynningunni, en þar eru íbúar meðal annars hvattir til þess að láta vatnið í sturtum sínum renna af fullum krafti í 2–3 mínútur áður en þeir fari í sturtu, til þess að koma í veg fyrir mögulegt smit.

„Til að gæta fyllsta öryggis þar til niðurstöður frekari rannsókna liggja fyrir er íbúum ráðlagt að skrúfa frá vatninu í sturtunni af fullum krafti og láta renna í 2–3 mínútur áður en þeir fara undir sturtuna. Ef bakterían er til staðar minnkar rennslið magn hennar í vatnspípum og sturtuhausum og dregur þar með úr líkum á að smit eigi sér stað. Þetta á sérstaklega við ef sturtan er sjaldan notuð,“ segir jafnframt í tilkynningunni, en þar eru þessar leiðbeiningar sagðar eiga við á meðan verið sé að kanna mögulega útbreiðslu „bakteríunnar í pípunum og hvað er helst til ráða til að losna við hana úr vatnspípunum“.

Furðar sig á vinnubrögðunum

„Ég er alveg gapandi yfir þessu vegna þess að þetta er alveg hræðilegur sjúkdómur,“ segir Sólveig, sem gagnrýnir meðal annars að í orðsendingunni komi ekkert fram um það hvenær búið verði að kanna mögulega útbreiðslu. „Það er engin nánari skýring, sem mér finnst fyrir neðan allar hellur, ekkert símanúmer og enginn tölvupóstur.“ Þá tekur hún fram að móðir hennar sé mjög óörugg vegna þessa en Sólveig, sem er búsett erlendis og á leiðinni aftur út í bráð, hefur sjálf áhyggjur af því að skilja aldraða móður sína eftir í þessari aðstöðu. „Svo er þeim bara sagt að láta vatnið renna og ekkert meira en það. Er þetta bara eitthvað sem er almennt gert?“ spyr Sólveig sem furðar sig á vinnubrögðunum. 

Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir að þeim finnist miður ef íbúar upplifi það þannig að þeir séu illa upplýstir. Hins vegar komi skýrt fram í orðsendingunni hvaða embætti komi að málinu og hvert eigi að leita. Þá séu símanúmer til dæmis aðgengileg á ja.is og víðar ef þörf sé á því. „Heilbrigðiseftirlitið var kallað til af sóttvarnalækni varðandi sýnatökuhlutann og til samráðs sem og að kortleggja útbreiðslu,“ segir Árný í skriflegu svari við spurningum Stundarinnar, en hún segir eftirlitið ekki geta svarað fyrir þann hluta sem snýr að sóttvörnum, eða mögulega hættu fyrir íbúana, og vísar á lækna og heilsugæslu líkt og gert er í orðsendingunni.

Árný segir jafnframt að verið sé að skoða lagnakerfi hússins í samráði við húsvörð og hvar mögulega þurfi að grípa til aðgerða af hálfu húseigenda. Þá sé heilbrigðiseftirlitið í þéttu samstarfi við sóttvarnalækni varðandi málið. „Það er svo sóttvarnalæknis og heilbrigðiseftirlitsins að meta hvort einhverra frekari viðvarana sé þörf eða upplýsinga til íbúa en þegar hafa komið fram, og eins ef nýjar upplýsingar koma fram,“ segir Árný sem tekur fram að íbúar skuli áfram fylgja þeim leiðbeiningum sem fram komi í orðsendingunni.

Ekki náðist í sóttvarnalækni við vinnslu þessarar fréttar.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Heilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“
FréttirHeilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“

78 sjúk­ling­ar liggja á göng­um Land­spít­al­ans því ekki er pláss fyr­ir þá ann­ars stað­ar og spít­al­inn hef­ur ver­ið á efsta við­bragðs­stigi í tæp­an mán­uð. Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem hafa skipt yf­ir í tækni­geir­ann sakna þess stund­um að vinna á „á gólf­inu“ en á með­an álag­ið og streit­an í heil­brigðis­kerf­inu held­ur áfram að aukast er það ekki mögu­leiki.
Bandarískt fjárfestingarfélag eignast eina glasafrjóvgunarfyrirtæki Íslands
FréttirHeilbrigðismál

Banda­rískt fjár­fest­ing­ar­fé­lag eign­ast eina gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki Ís­lands

Sænskt fyr­ir­tæki sem á 64 pró­senta hlut í gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Li­vio hef­ur ver­ið selt. Kaup­and­inn er fyr­ir­tæk­ið GeneralLi­fe sem hef­ur keypt upp mörg gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki í Evr­ópu. End­an­leg­ur eig­andi er fjár­fest­ing­ar­fyr­ir­tæki í Banda­ríkj­un­um sem með­al ann­ars er í eigu vog­un­ar­sjóða.
Svandís leggur niður læknaráð: „Hún þarf ekki að óttast að vera skömmuð af læknaráði í framtíðinni“
FréttirHeilbrigðismál

Svandís legg­ur nið­ur lækna­ráð: „Hún þarf ekki að ótt­ast að vera skömm­uð af lækna­ráði í fram­tíð­inni“

Lækna­ráð og hjúkr­un­ar­ráð hafa ver­ið lögð nið­ur með lög­um. Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra hafði beð­ið lækna­ráð um stuðn­ing. Formað­ur lækna­ráðs seg­ir að­hald minnka með breyt­ing­unni og að for­stjóri Land­spít­al­ans verði „býsna ein­ráð­ur“.

Mest lesið

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
5
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
6
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár