Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Tilkynning um hermannaveiki í blokk fyrir eldri borgara vekur ugg

Íbú­um á Granda­vegi 47 barst ný­lega orð­send­ing frá sótt­varn­ar­lækni og Heil­brigðis­eft­ir­liti Reykja­vík­ur þess efn­is að mik­ið magn her­manna­veikis­bakt­erí­unn­ar hefði fund­ist í einni íbúð blokk­ar­inn­ar. Dótt­ir ní­ræðr­ar konu í blokk­inni hef­ur veru­leg­ar áhyggj­ur af móð­ur sinni en her­manna­veiki er bráð­drep­andi fyr­ir fólk sem er veikt fyr­ir.

Tilkynning um hermannaveiki í blokk fyrir eldri borgara vekur ugg

Í síðustu viku sendu sóttvarnalæknir og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur íbúum í fjölbýlishúsi eldri borgara á Grandavegi 47 orðsendingu þar sem íbúarnir voru varaðir við því að töluvert magn af umhverfisbakteríunni Legionella hefði fundist í vatnssýni sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tók úr sturtuhaus í einni af íbúðum hússins. Umrædd baktería er þekkt undir heitinu hermannaveiki og getur verið bráðdrepandi, sérstaklega fyrir þá sem eru veikir fyrir eða komnir á háan aldur. Sólveig Bjarnadóttir, dóttir níræðrar konu sem býr á Grandavegi 47, furðar sig á orðsendingunni sem hafi skilið eftir sig mun fleiri spurningar en svör á meðal íbúa. Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir ekkert athugavert við vinnubrögðin.

Kanna útbreiðslu bakteríunnar

„Sóttvarnalæknir vill vekja athygli á að nýlega greindist töluvert magn af umhverfisbakteríunni Legionella í vatnssýni sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tók úr sturtuhaus í einni af íbúðum í Grandavegi 47. Þessi baktería er stundum kölluð hermannaveikisbaktería eftir að hafa valdið hópsýkingu meðal hermanna á ráðstefnu í Bandaríkjunum 1976,“ segir meðal annars í  orðsendingu sóttvarnalæknis og heilbrigðiseftirlitsins sem er dagsett þann 28. febrúar síðastliðinn og var sett í alla póstkassa hússins og hengd upp á veggi þess.

OrðsendinginHér gefur að líta orðsendingu þá sem sóttvarnarlæknir og heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur sendi íbúum Grandavegi 47 í síðustu viku.

Þá kemur fram að fullfrískir einstaklingar geti fengið bakteríuna í öndunarveg án þess að veikjast en aðra sögu megi segja um þá sem eru veikir fyrir. „Alvarleg veikindi, lungnabólga, verða einna helst hjá einstaklingum með undirliggjandi áhættuþætti en þeir eru helstir hár aldur, reykingar, langvinnir lungnasjúkdómar, ónæmisskerðing, áfengissýki og nýrnabilun.“ Íbúum er jafnframt greint frá því að Legionella sé baktería sem lifi í vatni og algeng um allan heim. „Hún þolir hitastig frá 0–63°C en lifir best í 30–40°C,“ segir í tilkynningunni, en þar eru íbúar meðal annars hvattir til þess að láta vatnið í sturtum sínum renna af fullum krafti í 2–3 mínútur áður en þeir fari í sturtu, til þess að koma í veg fyrir mögulegt smit.

„Til að gæta fyllsta öryggis þar til niðurstöður frekari rannsókna liggja fyrir er íbúum ráðlagt að skrúfa frá vatninu í sturtunni af fullum krafti og láta renna í 2–3 mínútur áður en þeir fara undir sturtuna. Ef bakterían er til staðar minnkar rennslið magn hennar í vatnspípum og sturtuhausum og dregur þar með úr líkum á að smit eigi sér stað. Þetta á sérstaklega við ef sturtan er sjaldan notuð,“ segir jafnframt í tilkynningunni, en þar eru þessar leiðbeiningar sagðar eiga við á meðan verið sé að kanna mögulega útbreiðslu „bakteríunnar í pípunum og hvað er helst til ráða til að losna við hana úr vatnspípunum“.

Furðar sig á vinnubrögðunum

„Ég er alveg gapandi yfir þessu vegna þess að þetta er alveg hræðilegur sjúkdómur,“ segir Sólveig, sem gagnrýnir meðal annars að í orðsendingunni komi ekkert fram um það hvenær búið verði að kanna mögulega útbreiðslu. „Það er engin nánari skýring, sem mér finnst fyrir neðan allar hellur, ekkert símanúmer og enginn tölvupóstur.“ Þá tekur hún fram að móðir hennar sé mjög óörugg vegna þessa en Sólveig, sem er búsett erlendis og á leiðinni aftur út í bráð, hefur sjálf áhyggjur af því að skilja aldraða móður sína eftir í þessari aðstöðu. „Svo er þeim bara sagt að láta vatnið renna og ekkert meira en það. Er þetta bara eitthvað sem er almennt gert?“ spyr Sólveig sem furðar sig á vinnubrögðunum. 

Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir að þeim finnist miður ef íbúar upplifi það þannig að þeir séu illa upplýstir. Hins vegar komi skýrt fram í orðsendingunni hvaða embætti komi að málinu og hvert eigi að leita. Þá séu símanúmer til dæmis aðgengileg á ja.is og víðar ef þörf sé á því. „Heilbrigðiseftirlitið var kallað til af sóttvarnalækni varðandi sýnatökuhlutann og til samráðs sem og að kortleggja útbreiðslu,“ segir Árný í skriflegu svari við spurningum Stundarinnar, en hún segir eftirlitið ekki geta svarað fyrir þann hluta sem snýr að sóttvörnum, eða mögulega hættu fyrir íbúana, og vísar á lækna og heilsugæslu líkt og gert er í orðsendingunni.

Árný segir jafnframt að verið sé að skoða lagnakerfi hússins í samráði við húsvörð og hvar mögulega þurfi að grípa til aðgerða af hálfu húseigenda. Þá sé heilbrigðiseftirlitið í þéttu samstarfi við sóttvarnalækni varðandi málið. „Það er svo sóttvarnalæknis og heilbrigðiseftirlitsins að meta hvort einhverra frekari viðvarana sé þörf eða upplýsinga til íbúa en þegar hafa komið fram, og eins ef nýjar upplýsingar koma fram,“ segir Árný sem tekur fram að íbúar skuli áfram fylgja þeim leiðbeiningum sem fram komi í orðsendingunni.

Ekki náðist í sóttvarnalækni við vinnslu þessarar fréttar.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Heilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“
FréttirHeilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“

78 sjúk­ling­ar liggja á göng­um Land­spít­al­ans því ekki er pláss fyr­ir þá ann­ars stað­ar og spít­al­inn hef­ur ver­ið á efsta við­bragðs­stigi í tæp­an mán­uð. Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem hafa skipt yf­ir í tækni­geir­ann sakna þess stund­um að vinna á „á gólf­inu“ en á með­an álag­ið og streit­an í heil­brigðis­kerf­inu held­ur áfram að aukast er það ekki mögu­leiki.
Bandarískt fjárfestingarfélag eignast eina glasafrjóvgunarfyrirtæki Íslands
FréttirHeilbrigðismál

Banda­rískt fjár­fest­ing­ar­fé­lag eign­ast eina gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki Ís­lands

Sænskt fyr­ir­tæki sem á 64 pró­senta hlut í gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Li­vio hef­ur ver­ið selt. Kaup­and­inn er fyr­ir­tæk­ið GeneralLi­fe sem hef­ur keypt upp mörg gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki í Evr­ópu. End­an­leg­ur eig­andi er fjár­fest­ing­ar­fyr­ir­tæki í Banda­ríkj­un­um sem með­al ann­ars er í eigu vog­un­ar­sjóða.
Svandís leggur niður læknaráð: „Hún þarf ekki að óttast að vera skömmuð af læknaráði í framtíðinni“
FréttirHeilbrigðismál

Svandís legg­ur nið­ur lækna­ráð: „Hún þarf ekki að ótt­ast að vera skömm­uð af lækna­ráði í fram­tíð­inni“

Lækna­ráð og hjúkr­un­ar­ráð hafa ver­ið lögð nið­ur með lög­um. Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra hafði beð­ið lækna­ráð um stuðn­ing. Formað­ur lækna­ráðs seg­ir að­hald minnka með breyt­ing­unni og að for­stjóri Land­spít­al­ans verði „býsna ein­ráð­ur“.

Mest lesið

Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
2
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ekki hægt að friðlýsa útsýnið
3
Úttekt

Ekki hægt að frið­lýsa út­sýn­ið

All­víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stend­ur venju­legt fólk í slag um út­sýni til hafs, fjalla og eyja. Einn slík­ur slag­ur varð­ar Laug­ar­nes­ið, sem Minja­stofn­un hef­ur vilj­að frið­lýsa, reynd­ar í óþökk Reykja­vík­ur­borg­ar. Jarð­efni sem fært var úr grunni nýs Land­spít­ala mynd­ar nú land­fyll­ingu sem senn verð­ur enn stærri. Út­sýni til Við­eyj­ar gæti tap­ast, óháð öll­um frið­lýs­ingaráform­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
6
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár