Sex konur lýsa kynferðislegri áreitni séra Gunnars Björnssonar við sig á barns- og unglingsaldri í samtölum við Stundina. Atvikin áttu sér stað í kirkjum eða tónlistartímum í lok áttunda áratugarins á Ísafirði, á tíunda áratugnum á Flateyri og þau síðustu árið 2008 á Selfossi.
Konurnar voru á aldrinum níu til sextán ára þegar atvikin áttu sér stað. Þær lýsa þöggun í litlu samfélögunum sem þær bjuggu í og því hvernig fullorðnir afsökuðu prestinn með því að hann væri með svo mikla snertiþörf. Gunnar hefur ítrekað þurft að víkja sem sóknarprestur en honum var alltaf fundinn nýr staður innan kirkjunnar.
Helga Bjarnadóttir segir Gunnar hafa misnotað sig kynferðislega um tveggja ára skeið þegar hann var píanókennarinn hennar á Flateyri 1991 til 1993, tólf til fjórtán ára gamla. Hún lýsir því að í einkatímum hafi hann kysst sig á munninn, káfað á sér um allan líkamann …
Athugasemdir