Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Verðlaun veitt fyrir umfjöllun um fátækt

Fjöl­miðla­verð­laun göt­unn­ar eru veitt fyr­ir vand­aða og mál­efna­lega um­fjöll­un um fá­tækt og hafa ver­ið veitt þrisvar. Stund­in hlaut fyrsta og þriðja sæti fyr­ir um­fjall­an­ir ár­ið 2018 og fjór­ar til­nefn­ing­ar þar að auki.

Verðlaun veitt fyrir umfjöllun um fátækt

Fjölmiðlaverðlaun götunnar voru á dögunum veitt Gabríel Benjamin og Jóni Bjarka Magnússyni á Stundinni auk starfsmanna Kveiks hjá RÚV. Alls voru veitt þrenn verðlaun, en fimmtán umfjallanir frá fjórum miðlum um fátækt voru tilnefndar til verðlauna. Stundin hreppti fyrsta og þriðja sætið, og var þar að auki með flestar tilnefningar, eða sex talsins.

Unnu tvenn verðlaun

Grein Gabríels Benjamin á Stundinni, „Öryrkjar enn og aftur látnir sitja á hakanum“, bar sigur úr býtum í ár. Dómnefndin segir að greinin hafi verið „mikilvæg og þörf grein sem afhjúpar annmarka starfsgetumatsins og varpar ljósi á þær afleiðingar sem það hefur haft í för með sér í öðrum löndum.“ Hún segir þar að auki að greinin hafi verið „faglega unnin og upplýsandi umfjöllun sem kemur sýn öryrkja vel til skila“.

Helgi Seljan, Aðalsteinn Kjartansson og Stefán Drengsson fengu annað sætið fyrir Kveik-þáttinn „Svarta hliðin á íslenskum vinnumarkaði“, þar sem skyggnst er inn í veruleika erlends verkafólks sem heldur góðærinu uppi. „Mikilvæg og yfirgripsmikil umfjöllun sem vakti almenning til vitundar um falið vandamál, nútímaþrælahald í íslensku samfélagi, sem augljóslega skortir á eftirlit með,“ segir dómsnefndin.

Viðtal Jóns Bjarka Magnússonar, „Með þrjár háskólagráður og í fullu starfi, en samt í fjárhagslegum nauðum“, hlaut þriðja sætið fyrir að lýsa „því valdaleysi og vonleysi sem fylgir því að festast í fátæktargildrunni“. Dómnefndin segir að greinin „lýsi[r] daglegri baráttu sem margir standa í og þeim fáránleika að menntun skili sér ekki í öruggri afkomu“.

Heiðruð sem „Uppljóstrari götunnar“Bára Halldórsdóttir, uppljóstrari og fötlunaraktívisti, var sérstaklega heiðruð fyrir framtak sitt til rannsóknarblaðamennsku á liðnu ári auk umfjöllunar sinnar um fátækt í gegnum árin.

Verkefni Öldu Lóu Leifsdóttur, „Fólkið í Eflingu“, auk verkefnis Eflingar, „Líf á lægstu launum“, fengu sérstakar viðurkenningar. Bára Halldórsdóttir var þar að auki sérstaklega heiðruð sem „Uppljóstrari götunnar“ fyrir framlag sitt til Klaustursmálsins og umfjöllun hennar um fátækt í gegnum árin.

Fjölmiðlaverðlaun götunnar eru veitt árlega til fjölmiðlafólks sem fjallar um fátækt á Íslandi af kostgæfni og virðingu af Pepp-samtökum fólks sem fæst við fátækt og félagslega einangrun. Pepp-samtökin eru grasrótarhreyfing fólks með reynslu af fátækt og hluti af EAPN á Íslandi. Verðlaunaumfjallanir hafa því verið metnar af sérfræðingum á því sviði, af fólki sem hefur búið við fátækt. 

Verðlaunaafhendingin fór fram þann 22. febrúar í húsnæði Hjálpræðishers Reykjavíkur. Hér fyrir neðan má lesa greinar Stundarinnar sem voru tilnefndar, raðað eftir útgáfudegi.

1 „Nýtt úrræði fyrir eldri borgara nýtist best vel stæðum körlum“

Gabríel Benjamin greinir nýtt úrræði sem félags- og barnamálaráðherra kynntu um sveigjanlega töku ellilífeyris. Tæplega 30% ellilífeyrisþega gætu nýtt þetta úrræði, en það hentar best vel stæðum körlum.

Stundin, 12. janúar 2018

2 „Þegar lúxemborgskt skúffufélag eignaðist heimilin okkar“

Jón Bjarki Magnússon lýsir reynslu sinni af því þegar lúxemborgskt skúffufélag með yfirlýsta markmiðið að hækka leiguverð keypti íbúðablokkina sem hann býr í í Berlín, Þýskalandi. Íbúar börðust gegn sölunni.

Stundin, 9. febrúar 2018

3 „Niðurlægð og svikin á Hótel Adam“ 

Gabríel Benjamin greinir sögu Kristýnu Králová, tékkneskrar konu sem var lykilstarfsmaður á Hótel Adam. Hún lýsir kynferðislegri áreitni eigandans, en hann var dæmdur til að borga henni tæpar þrjár milljónir vegna vangoldinna launa. Í kjölfar umfjöllunar Stundarinnar var hótelinu lokað að kröfu sýslumanns.

Stundin, 13. júlí 2018

4 „Koma fram við okkur eins og við séum eign þeirra“

Gabríel Benjamin fjallar um starfslok starfsmanna Oddsson Hostel sem segjast hafa fengið misvísandi skilaboð frá yfirmönnum sínum um hvort þau fái borgað eða ekki þegar hótelinu verður lokað. Starfsfólkið lýsir miklum kvíða og óvissu um framtíð sína.

Stundin, 28. september 2018

5 „Öryrkjar enn og aftur látnir sitja á hakanum“

Gabríel Benjamin fjallar um starfsgetumatið sem ríkisstjórn virðist ætla að taka upp, þrátt fyrir að gefa annað í skyn í ríkissáttmála sínum. Formaður Öryrkjabandalagsins segir blaðamanni að það sé verið að reyna að neyða öryrkja og bandalagið til að samþykkja þetta umdeilda nýja kerfi með því að halda aftur kjarabótum þeirra.

Stundin, 7. desember 2018 

6

„Með þrjár háskólagráður og í fullu starfi en samt í fjárhagslegum nauðum“

Jón Bjarki Magnússon tekur viðtal við móður í fullu starfi sem er að bugast á íslenskum leigumarkaði sem hún segir að sé að murka úr sér lífið. Hún er í þessari stöðu þrátt fyrir að vera vel menntuð og furðar sig á aðgerðarleysi stjórnvalda.

Stundin, 21. desember 2018

Aðrar tilnefningar voru:

Kristjana Guðbrandsdóttir – Fréttablaðið:
Öðruvísi fátækt í Reykjavík en í Ekvador“. (Fréttablaðið, 5. maí, 2018)
Vill ekki verða tamin millistéttarkona í dragt“. (Fréttablaðið, 2. júní, 2018)
Látum ekki hafa okkur að fíflum“. (Fréttablaðið, 3. mars 2018)

Aðalheiður Ámundadóttir – Fréttablaðið
Fallvalt frelsi Mirjam“. (Fréttablaðið, 1. september, 2018)

Viktoría Hermannsdóttir – Rás 1
Saga fyrrum vændiskonu“. (Málið er, 7. desember, 2018)

Sigríður Halldórsdóttir – RÚV, sjónvarp
Ég átti ekki í nein hús að venda“. (Kveikur, 13. mars 2018)

Fyrirvari við umfjöllun: Stundin fjallar hér um atburði þar sem fjölmiðillinn sjálfur er viðfangsefni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár