Osama bin Laden var þegar kvæntur tveimur konum þegar hann kynntist þriðju eiginkonu sinni um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Hún hét Khairia og var af góðum ættum, vel menntuð og starfaði sem barnasálfræðingur í Sádi-Arabíu. Osama leitaði til hennar til að fá greiningu og meðferð við kvillum sem háðu fimm ára gamlan son sem hann átti með fyrstu eiginkonu sinni, sem hét Najwa.
Meðferðin gekk svo vel að Najwa hreinlega hvatti Osama til að stofna til ástarsambands við Khairiu og ganga að eiga hana. Það yrði gott að hafa barnasálfræðing á heimilinu, enda hafði Osama einsett sér að eignast sem flesta afkomendur og átti hann 23 börn áður en yfir lauk. Það sem Najwa sá ekki fyrir er að Osama varð yfir sig ástfanginn af Khairiu og hún átti eftir að verða dálætið hans til æviloka þó að hann gengi að eiga þrjár konur til viðbótar.
Khairia var á …
Athugasemdir