Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Krónprins bin Ladens

Banda­rísk yf­ir­völd hafa heit­ið einni millj­ón doll­ara í fund­ar­laun fyr­ir upp­lýs­ing­ar um dval­ar­stað Hamza bin Laden en hann er son­ur og arftaki hryðju­verka­leið­tog­ans Osama bin Laden. Ótt­ast er að hann sé að end­ur­skipu­leggja og efla al Kaída-sam­tök­in á ný en Hamza á að baki erf­iða og skraut­lega æsku sem mark­að­ist mjög af blóð­þorsta föð­ur hans og stað­festu móð­ur hans.

Krónprins bin Ladens

Osama bin Laden var þegar kvæntur tveimur konum þegar hann kynntist þriðju eiginkonu sinni um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Hún hét Khairia og var af góðum ættum, vel menntuð og starfaði sem barnasálfræðingur í Sádi-Arabíu. Osama leitaði til hennar til að fá greiningu og meðferð við kvillum sem háðu fimm ára gamlan son sem hann átti með fyrstu eiginkonu sinni, sem hét Najwa.

Meðferðin gekk svo vel að Najwa hreinlega hvatti Osama til að stofna til ástarsambands við Khairiu og ganga að eiga hana. Það yrði gott að hafa barnasálfræðing á heimilinu, enda hafði Osama einsett sér að eignast sem flesta afkomendur og átti hann 23 börn áður en yfir lauk. Það sem Najwa sá ekki fyrir er að Osama varð yfir sig ástfanginn af Khairiu og hún átti eftir að verða dálætið hans til æviloka þó að hann gengi að eiga þrjár konur til viðbótar.

Khairia var á …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár