Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Pósturinn fékk neyðarlán frá ríkinu en gæti þurft að greiða ríkissjóði sekt

Eft­ir­lits­nefnd tel­ur „sterk­ar vís­bend­ing­ar“ um að Ís­land­s­póst­ur hafi brot­ið gegn sátt við Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið með rekstr­ar­hátt­um sem Stund­in upp­lýsti um í fyrra. Til­greint var í sátt­inni að brot gegn henni varð­aði við­ur­lög­um.

Pósturinn fékk neyðarlán frá ríkinu en gæti þurft að greiða ríkissjóði sekt

Eftirlitsnefnd um framkvæmd sáttar Íslandspósts og Samkeppniseftirlitsins frá 2017 hefur komist að þeirri niðurstöðu að „sterkar vísbendingar“ séu um að Íslandspóstur hafi brotið gegn sáttinni með því að reikna ekki vexti á lán til dótturfélagsins ePósts. Nefndin hefur upplýst Samkeppniseftirlitið um niðurstöðuna en brot gegn sátt við stofnunina getur varðað sektum samkvæmt samkeppnislögum. 

Stundin greindi frá því fyrst fjölmiðla þann 25. september síðastliðinn að ePóstur reiddi sig enn á vaxtalaust lán frá móðurfélaginu þvert á ákvæði sáttarinnar. Fram kom í fréttinni að skuld ePósts við Íslandspóst næmi 284 milljónum samkvæmt ársreikningi en vaxtagjöld ePósts væru aðeins 5.547 krónur, augljóslega langt undir markaðskjörum þrátt fyrir að Íslandspóstur hefði skuldbundið sig til að reikna markaðsvexti á lán til dótturfélaga.

Í kjölfar fréttaflutningsins kvartaði Félag atvinnurekenda til eftirlitsnefndar um framkvæmd sáttarinnar „Í tilviki ePósts er um að ræða skýrt og skjalfest brot á sáttinni, sem samkeppnisyfirvöld hljóta að taka hart á,“ sagði Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri félagsins.

Í gær birti Félag atvinnurekenda niðurstöðu eftirlitsnefndarinnar á vef sínum. Þar kemur fram að nefndin telji „sterkar vísbendingar um að ÍP [Íslandspóstur] hafi brotið gegn ákvæðum 3. mgr. greinar 9.2 í sátt ÍP og Samkeppniseftirlitsins með því að veita ePósti lán án þess að samið væri um eða höfð uppi krafa um greiðslu vaxta af lánsfjárhæðinni eftir að sáttin var gerð“. 

Þetta er í samræmi við ályktanir sem Stundin dró við skoðun á ársreikningi ePósts þann 24. september síðastliðinn eftir að ábendingar höfðu borist um málið. Blaðið sendi Íslandspósti eftirfarandi fyrirspurn með beiðni um svar frá forstjóra:

„Samkvæmt ársreikningi ePósts fyrir árið 2017 reiddi félagið sig áfram á vaxtalaust lán frá Íslandspósti; skuldaði móðurfélaginu 284 milljónir en greiddi aðeins vaxtagjöld upp á 5547 kr. Er þetta ekki í ósamræmi við sáttina sem var gerð við Samkeppniseftirlitið í febrúar 2017, þ.e. ákvæðin um að ábyrgð Íslandspósts gagnvart dótturfélögum skuli takmarkast við eiginfjárframlag, að stofnfjármögnun dótturfélaga skuli vera á kjörum sem eru ekki undir markaðskjörum sem sambærileg fyrirtæki njóta og að kjör áður veittra lána Íslandspósts til dótturfélaga séu endurskoðuð með hliðsjón af þessu? Hvernig hefur verið eða verður séð til þess að rekstur ePósts samræmist sáttinni við Samkeppniseftirlitið?“

Ekkert svar barst. Nú er ljóst að eftirlitsnefndin um framkvæmd sáttarinnar telur umrædda rekstrarhætti á skjön við ákvæði hennar. Fallist Samkeppniseftirlitið á röksemdir nefndarinnar er hugsanlegt Íslandspóstur eigi yfir höfði sér sektir á grundvelli samkeppnislaga.

Í þessu samhengi er rétt að nefna að eftirlitsnefndin tekur sérstaklega fram í niðurstöðu sinni að ePóstur virðist hafa haft „afar takmarkaða samkeppnislega þýðingu frá og með árinu 2017“ og jafnframt að í ljósi fyrirhugaðs samruna ePósts og Íslandspósts sé „óvíst hvort fjárhæð vaxtagreiðslna milli ePósts og ÍP hefði haft nokkrar fjárhagslegar afleiðingar fyrir félögin“. 

Í sátt Íslandspósts og Samkeppniseftirlitsins árið 2017 fólst að Samkeppniseftirlitið felldi niður níu rannsóknir á meintum samkeppnisbrotum Íslandspósts með því skilyrði að Íslandspóstur gripi til tiltekinna ráðstafana og tryggði að fjármagn sem stafaði frá einkaréttarstarfsemi fyrirtækisins væri ekki nýtt til niðurgreiðslu samkeppnisrekstrar. 

Tekið var fram að brot gegn sáttinni varðaði sektum á grundvelli IX. kafla samkeppnislaga. Þar, í 37. gr. laganna, er kveðið á um að Samkeppniseftirlitið leggi stjórnvaldssektir á fyrirtæki eða samtök fyrirtækja sem brjóta gegn sátt milli Samkeppniseftirlitsins og viðkomandi aðila. Við ákvörðun á fjárhæð sekta skuli hafa hliðsjón af eðli og umfangi brota, hvað brot hafa staðið lengi og hvort um ítrekað brot er að ræða. Þá hefur Samkeppniseftirlitið heimild til að falla frá sektarákvörðun „teljist brot óverulegt eða af öðrum ástæðum sé ekki talin þörf á slíkum sektum til að stuðla að og efla virka samkeppni“. 

Íslandspóstur glímir við alvarlegan lausafjárvanda og væri fyrirtækið gott sem gjaldþrota ef ríkið hefði ekki veitt því neyðarlán upp á 1,5 milljarða undir lok síðasta árs. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá ákvað stjórn fyrirtækisins engu að síður, fyrr á sama ári, að hækka laun forstjórans um 25 prósent, hækka eigin laun um 20 prósent og jafnframt greiða starfsmönnum sérstaka launauppbót. 

Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, er varaformaður stjórnar Íslandspósts og hefur setið í stjórninni frá því í mars 2014. Stjórninni ber, samkvæmt samþykktum Íslandspósts, að hafa stöðugt og ítarlegt eftirlit með öllum rekstri félagsins.

Stjórnarformaður Íslandspósts er Bjarni Jónsson, fyrrverandi varaþingmaður Vinstri grænna, og forstjóri er Ingimundur Sigurpálsson, fyrrverandi bæjarstjóri Garðabæjar sem einnig er stjórnarformaður og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn Isavia. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár